Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 36
36 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2
kvenna væri á heimilinu.“ Í text-
um frá þessum tíma endurspeglist
þetta í skrifum um sjókonur, þar
sem heimilisverkin eru ætíð nefnd
í sömu andrá og önnur verk, að
kona hafi verið jafndugleg á sjó og
hún var við prjónaskapinn, og þar
fram eftir götum.
„Þegar kemur fram á tuttugustu
öld koma setningar á borð að kona
hafi litið jafnvel út í kjól og í sjó-
klæðum, hún hafi ekki verið nein
skessa. Á þessum tíma fer konum
til sjós líka að fækka og sú vinna
er ekki talin henta þeim.“
Konur hafi sótt sjó á smærri
bátum að einhverju marki, en svo
þegar fram komu stærri bátar og
vélknúnir hafi orðið meiri skil,
segir Margaret. „Svo komu fram
togarar og stærri skip og þá gekk
þessi breyting alveg í gegn að kon-
ur unnu fiskinn í landi en karlar
sóttu einir sjóinn. Og þarna kom
líka til þessi mikli launamunur.“
Margaret telur líklegt að hefði
Þuríður, sem var fædd 1777 og lést
1864, verið fædd hundrað árum
síðar, seint á nítjándu öld, hefði
hún aldrei sótt sjóinn með þeim
hætti sem hún gerði.
Ákall um þýðingu
Bók Margaret um íslenskar sjó-
konur var á síðasta ári þýdd á
japönsku en enn er ekki komin ís-
lensk þýðing. Þetta telur Margaret
bagalegt, því að til þess að verða
kveikja frekari og dýpri rann-
sókna hér heima þyrfti bókin að
vera til á íslensku. Hún nefndi
dæmi um hvernig fyrri bók hennar
hefði vakið mikla athygli víða um
heim, svo sem í Alaska, bæði með-
al karla og kvenna. Þangað var
henni boðið til fyrirlestrahalds og
sagði hún það hafa verið stórkost-
lega upplifun og djúpar samræður
hefðu kviknað um stöðu kvenna
til sjós.
Hér á landi hefur Margaret líka
farið um og haldið fyrirlestra og
minnist hún sérstaklega ferðar
um Snæfellsnes, þar sem hún
hitti fólk á Arnarstapa, Grundar-
firði og Stykkishólmi. „Alls staðar
komu fram sögur í umræðum eftir
fyrirlesturinn þar sem fólk sagði
frá ömmum sínum og langömm-
um.“ Í kjölfarið hafi svo átt sér
stað frekari rannsóknir hjá hópi
á Snæfellsnesi sem Margaret gaf
aðgang að eigin gagnabanka um
íslenskar sjókonur. „Og þau fóru á
Íslendingabók, sem ég hafði ekki
aðgang að, og köfuðu enn dýpra,
sáu hver var skyldur hverjum og
hvaðan konurnar voru og enn
meira. Og þetta er það sem ég var
að vonast eftir.“ Hugsun Margaret
var að rannsóknir hennar yrðu
grunnurinn að frekari rannsókn-
um. „En þær þola ekki mikla bið,
því fólk eldist og hlutir gleym-
ast. Samfélagið er að breytast og
sjávarþorpin, eins og Stokkseyri,
taka breytingum þegar íbúum
fjölgar vegna húsnæðisverðs í
Reykjavík.“
Eins styðji það leiðina til auk-
ins jafnréttis kynjanna að hlutur
kvenna sé réttur af í sögunni, seg-
ir Margaret. Þó að hér hafi margt
unnist í þeim efnum sé enn verk
að vinna. Í þekkingu á sögunni
felist valdefling kvenna. „Dýpri
þekking á fortíð okkar getur hjálp-
að okkur að ná meira jafnrétti
kynjanna í samtímanum.“ – óká
Sendum íslenskum sjómönnum
árnaðaróskir á sjómannadaginn
Bókin Sjókonur á íslandi kom út
árið 2016 og hefur verið þýdd á
fjölda tungumála.
Svo komu fram togarar
og stærri skip og þá gekk
þessi breyting alveg
í gegn að konur unnu
fiskinn í landi en karlar
sóttu einir sjóinn.
Á síðustu 32 árum hefur Hampiðjan framleitt og selt yfir þúsund Gloríur til útgerða í 28 löndum.
58 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 7
Sendum íslenskum sjómönnum
árnaðaróskir á Sjómannadaginn
Eggjabúið og
kjúklingabúið
Hvammur ehf.
að sjómönnum sé gert erfitt að skrá
slys. Jónas Þór segir að finna megi
dæmi um ofangreint. „Skipstjórn-
armenn eru misjafnir eins og þeir
eru margir. Þess eru því miður
dæmi að menn hafi fengið neitun
þegar þeir ætluðu að láta skrá atvik.
Gjarnan með þeim rökum að það
sé ekki hægt að standa í því að skrá
öll tilvik, stór sem smá, sem eiga
sér stað um borð. Þetta er þó sem
betur fer undantekning og ég held
að menn séu alltaf betur að átta
sig á því hversu mikilvægt þetta
er, líka skipstjórnarmenn. Skrán-
ingarnar eru til fyrirmyndar hjá
mörgum útgerðum en því miður
eru til útgerðir þar sem þessi mál
eru ekki í eins góðu lagi.“
Þá minnir Jónas Þór á að skylt
sé samkvæmt reglum að skrá öll
atvik í skipsdagbók, eigi síðar en í
lok vaktar. Þá er einnig skylt sam-
kvæmt lögum að tilkynna öll slys
til Rannsóknarnefndar sjóslysa og
til Sjúkratrygginga Íslands. „Ég
hef bent á það áður að það eru
kannski um fimm prósent slysa
tilkynnt til rannsóknarnefndar-
innar. Það er mjög sorgleg staða,“
segir Jónas Þór. „Tilgangur rann-
sóknarnefndarinnar er ekki síst
sá að safna gögnum og byggja
þannig upp mikilvægan grunn
sem kann að gera mögulegt að fyr-
irbyggja slys síðar meir.“
Jónas Þór minnir á að það séu
tryggingarfélögin sem séu bóta-
skyld en ekki útgerðinar. Það ætti
því ekki að vera feimnismál fyrir
sjómenn að tilkynna útgerðinni
um slys og óhöpp sem verða um
borð. „Þetta er trygging sem bæði
sjómenn og útgerð greiða fyrir,
útgerðin þó meira.“ Um leið hafi
þó heyrst af ástæðum fyrir því að
einstaka útgerðir kunni að pirrast
yfir svona hlutum. „Ef það verða
mörg slys þá hækkar iðgjaldið
og einhverjar útgerðir eru með
eigináhættu og sjálfsábyrgð. En
þetta eru ekki það miklar fjárhæð-
ir að þær valdi því að útgerðirnar
berjist gegn því að menn nái sínu
fram, sem þó kemur fyrir. Um
leið og það er búið að skrá slys í
skipsdagbók ber útgerðin ábyrgð
á því að tilkynna það til rann-
sóknarnefndarinnar og til Sjúkra-
trygginga Íslands. Þar er víða
pottur brotinn því miður. Það
þarf að skerpa á þessum atriðum
– bæði gagnvart sjómönnum og
útgerðum. Ef þetta er í lagi þá er
búið að komast fyrir helsta vand-
ann.“ -gfv
„Þess vegna er mjög mikilvægt að fyrstu skrefin eftir óhapp séu rétt færð til
bókar.“
Framtak-Blossi er orðinn umboðsaðili fyrir
Volvo penta rafstöðvar og skrúfuvélar á Íslandi
Dvergshöfða 27 - 110 Reykjavík
www.blossi.is - blossi@blossi.is
Sala á Volvo Penta
varahlutum og
viðgerðarþjónusta
6