Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 10

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 10
10 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 K ristján Ragnarsson var í 45 ár hjá Landssambandi íslenskra útgerðarmanna, LÍÚ, sem núna heitir Samtök fyr- irtækja í sjávarútvegi, SFS. Hann hóf þar störf tvítugur að aldri, nýkominn úr námi, þrettán árum síðar var hann kjörinn formaður samtakanna og gegndi hann því embætti í 33 ár, þar til hann lét af störfum árið 2003. Fáir hafa með störfum sínum haft meiri áhrif á íslenskt þjóð- og efnahagslíf, en Kristján var lykilmaður í því að hér var tekið upp kvótakerfi í sjávarút- vegi, þótt í fyrstu hafi hann alveg verið mótfallinn hugmyndinni. En þó að Kristján hafi á ferli sín- um verið hinum megin við borðið við sjómenn og samið við þá um kaup og kjör fékk hann ungur nasasjón af sjómennskunni. Ragn- ar G.R. Jakobsson, faðir Kristjáns, var útgerðarmaður á Flateyri og rifjar Kristján upp að hann hafði keypt togarann Gylli af Kveld- úlfi. „Þá var þetta kolakynt skip og hann lét breyta því svo það gengi fyrir olíu, þannig að þetta var einn af gömlu togurunum,“ segir Kristján og minnist þess um leið að eins hafi verið með Jón Múla, annan togara sem einnig kom til Flateyrar, en var áður á Þingeyri. „Þetta var árið 1952 og ég var fjórt- án ára gamall. Þá ætluðum við að salta síld um borð. Og það var mín sjómannstíð, nema að svo fór ég einhvern tímann með Angantý Guðmundssyni sem var skipstjóri hjá pabba. Þá var farið í svona róður og róður,“ segir Kristján. Hann segir sjóinn ekki hafa átt sérstaklega vel við sig því í róðrun- um hafi hann fundið fyrir sjóveiki. „Þannig að þá hlið þekki ég.“ Einskær tilviljun réði því að Kristján hóf störf hjá LÍÚ á sínum tíma, en hann var þá að koma úr hálfs árs enskunámi í Bretlandi eftir að hafa lokið námi í Verzlun- arskólanum. „Ég kem þarna frá Englandi um áramótin 1957–58. Þá er Hafsteinn Baldvinsson lög- fræðingur hjá LÍÚ, síðar bæjar- stjóri í Hafnarfirði, mikill öðlingur. Hann réð mig í þessi almennu skrifstofustörf.“ Kristján segist hafa notið einstakrar leiðsagnar á skrifstofunni og fengið snemma að taka þátt í samningagerð við sjómenn, bæði hafi hann verið sendur vestur á Snæfellsnes að gera kjarasamning „því þeir voru eitthvað sér á báti“ og svo tekið þátt í samningagerð í Reykjavík. „En það hvarflaði aldrei að mér að þetta ætti eftir að verða ævistarf- ið.“ Kristján hóf störf hjá LÍÚ á vordögum 1958, skömmu fyrir útfærslu landhelginnar í 12 mílur. Hann upplifði því líka umbrota- tíma þorskastríðanna. „1958 er náttúrlega lokað fjörðum og flóum og svo byrjar fyrsta útfærslan í 12 mílur, svo 50 og að lokum 200. Þessu fylgdist maður náttúrlega með og þetta var mikið rætt innan samtakanna.“ Formennskan var óvænt Meðal fyrstu verkefna Kristjáns hjá LÍÚ var hins vegar umsjón mannaráðningar á skip og að yfirfæra laun Færeyinga. „Ég fór meðal annars með Esjunni til Fær- eyja og sótti þúsund Færeyinga. Þeir fóru í land í Vestmannaeyj- um og Reykjavík og dreifðust svo um allt land í kjölfarið,“ segir hann. Svo var hann líka settur í samninganefnd og þurfti að „ströggla við sjómennina“ og játar að það hafi honum þótt leiðin- legasti hluti starfsins. „Það voru mínir erfiðustu tímar þegar ég var orðinn formaður og bar ábyrgð á samningamálunum.“ Hann var alltaf formaður í samninganefnd og upplifði stórátök og endurtek- in verkföll. „Og því miður er enn deilt um kaup og kjör,“ segir hann og vísar til þess að samningar sjó- manna séu lausir. „Oft er sagt að menn séu samningslausir, en í lög- um segir að fyrri kjarasamningur gildi þangað til annar er gerður, Draumórar að ætla að ná einhverri allsherjarsátt um fiskveiðistjórnunina Þegar sóknarkerfið var aflagt var öllum ljós nauðsyn þeirrar aðgerðar, enda leiddi það kerfi til ofveiði, segir Kristján ragnarsson, fyrrverandi formaður Líú. Hann hóf tvítugur störf hjá Líú rétt fyrir útfærslu lögsögunnar í tólf mílur, var formaður í 33 ár og helsti hvatamaður þess að hér var tekið upp kvótakerfi. Hann hafði gaman af Verbúðinni þótt margt væri þar ósagt um ástæður þess að kvótanum var komið á. Tilviljun réði því á sínum tíma að Kristján ragnarsson hóf tvítugur að aldri störf fyrir Líú og óraði hann ekki fyrir því að þar yrði hann í nærri hálfa öld og að störfin fyrir sambandið yrðu ævistarf hans. Ég kem þarna frá Englandi um áramótin 1957–58. Þá er Hafsteinn baldvinsson lögfræðingur hjá LÍÚ, síðar bæjarstjóri í Hafnarfirði, mikill öðlingur. Hann réð mig í þessi almennu skrifstofustörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.