Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 38

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 38
38 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 á dalvík býr völundarsmiður- inn Elvar Þór antonsson, fyrr- verandi sjómaður sem átti sér lengi það áhugamál að setja saman flugvélamódel í tóm- stundum og fljúga þeim. Þ etta var á árunum fyrir aldamótin þegar ég var í áhöfn gamla Björgólfs EA. Um aldamótin fór ég að velta fyrir mér erfiðara verkefni en flug- vélamódelunum og í framhaldinu varð ég mér úti um burðarteikn- ingarnar af Björgólfi og hófst handa við gerð líkans af togar- anum í hlutföllunum 1:50,“ segir Elvar, sem lauk smíði fyrsta togar- ans og setti að auki vél í líkanið, sem var nær óþekkt. Fyrsti rafknúni togarinn á Íslandi „Ég fór á sorpstöðina á Dalvík og fékk þar 12 volta kæliviftumótor úr gömlum Ford Escort. Síðan varð ég mér úti um hraðabreyti sem ég hafði séð í einhverju blaði að pass- aði við hann og gat snúið mótorn- um í báðar áttir svo að togarinn gat bakkað líka. Þekking mín af fjar- stýringum úr fluginu gerði mér síð- an kleift að klára verkið og ég sýndi svo gripinn þegar ég sigldi Björgólfi á sjómannadaginn í Dalvíkurhöfn árið 1999. Ég er viss um að þetta er fyrsti rafknúni togarinn á Íslandi,“ segir Elvar og hlær. Líkanasmíði varð að aðalstarfi Í kjölfar smíði á Björgólfi EA réðst Elvar í smíði á Eyrúnu EA frá Hrísey. Því næst varð Sigurbjörg ÓF 1 fyrir valinu og svo Akureyrin EA, sem hann smíðaði árið 2002, áður en hann byrjaði á togaranum Stefáni Rögnvaldssyni EA frá Dalvík. Síðan hafa líkönin komið hvert á fætur öðru úr smiðju Elvars við Karlsbraut, því móttökurnar og eftirspurn sjó- manna og útgerða reyndust vonum framar. Ákvað Elvar í framhaldinu að gera smíði skipslíkana að aðal- starfi og segja þáverandi starfi sínu hjá Sæplasti lausu. Mikil nákvæmnisvinna „Ég hef haft það fyrir reglu að fara nákvæmlega eftir teikningum af skipunum í öllum smáatriðum og vinna allt efni til sjálfur. Burðar- teikningarnar eru í flestum tilvikum aðgengilegar í skipaskráningarkerf- inu, það er af þeim skipum sem ég hef smíðað, en í augnablikinu er ég reyndar í fyrsta sinn að fást við smíði á báti sem engar teikningar eru til af. Það er Barðinn EA 371, sem varð síðar fyrsta Sigurbjörgin á Ólafsfirði. Það eru bara örfáar mynd- ir til af bátnum en ég fann loks not- hæfar myndir á Héraðsskjalasafn- inu á Dalvík. Ég er byrjaður; kominn með burðargrindina og ég mun klára þetta verk,“ segir Elvar kíminn og getur þess að vinnan krefjist mik- illar nákvæmni og þolinmæði. „Já, þetta er mikið þolinmæðisverk og þegar um líkön af nýjustu togurun- um er að ræða fara á bilinu 400 til 600 vinnustundir í verkefnið.“ Langar mjög að halda sýningu í Reykjavík Kútter Fríða RE 13 n Mikið og vandað líkan af Fríðu RE 13, kútter Geirs Zoëga kaupmanns í Reykjavík, sem Elvar hefur smíðað, er í eigu Sjó- minjasafnsins í Grindavík. Skip- ið var smíðað í Hull árið 1884 fyrir þarlendan útgerðaraðila en keypt til íslands árið 1897 af Geir Zoëga ásamt fleiri skipum. Þess má geta að laugardaginn 11. mars 1911 fóru sjö opnir róðrarbátar til fiskjar frá Grinda- vík með alls 58 manns um borð. Flestir bátanna voru áttæringar en nokkrir með tíu eða tólf manns í áhöfn. Þennan morgun var veður gott í Grindavík en á skömmum tíma varð veður vitlaust með miklum öldugangi, slyddu og bálhvassri hríð. Varð fljótlega ljóst að bátarnir næðu ekki landi. Á sama tíma var áhöfn Fríðu RE úti fyrir Krýsu- víkurbjargi á leið til Reykjavíkur með fullfermi. Skipverjar veittu þá bátunum athygli þegar rof- aði til í hríðinni og var skipinu þegar snúið í átt til bátanna. Röðuðu áhafnarmeðlimir Fríðu sér meðfram borðstokknum þar sem skipinu hafði verið snúið að bátunum og var hverjum báts- verjanum á fætur öðrum kippt um borð í Fríðu utan eins, sem klemmdist milli báts og borð- stokks og hvarf sjónum. í kjöl- farið var Fríðu siglt inn á járn- gerðarstaðavík utan við þorpið, þar sem legið var um nóttina. Morguninn eftir voru skipbrots- mennirnir ferjaðir í land og urðu að vonum fagnaðarfundir með þeim og fjölskyldum þeirra, enda flestir skipbrotsmannanna ungir menn í blóma lífsins. Kútter Fríða var gerð út hér við land til ársins 1913 en var þá seld til Færeyja, þar sem hún var gerð út til fiskveiða allt til ársins 1980. Þá var hún seld til enskra áhugamanna um gömul skip, sem gerðu kútterinn upp og gáfu henni nafnið William McCann árið 1984. Árið 1997 hlaut kútterinn upprunalegt nafn sitt á ný, City of Edinboro. Skipið var þá í heldur döpru ástandi og sökk m.a. við bryggju í Grimsby. Árið 1998 var City of Edinboro komið í umsjá Excelsior Trust, sem hafði m.a. endurgert segl- togarann Excelsior með góðum árangri. Var kútterinn dreginn til Lowestoft, þar sem hann var dreginn á land og komið fyrir undir þaki. Þar er kútterinn enn þann dag í dag á meðan beðið er tækifæris til að fjármagna upp- gerð á skipinu á ný. - bv Fyrsta skipslíkan Elvars var Björg- úlfur Ea, sem bú- inn var mótor. Hér er hann í höfninni á dalvík á sjó- mannadaginn árið 1999. Mynd/HAukur sigtryggur VAldiMArsson mánaberg óF hét upphaflega Bjarni Benediktsson rE og var fyrsti stóri skuttogarinn á íslandi. Mynd/HAukur sigtryggur VAldiMArsson Frosti ÞH 230 er nýjasta smíði Elvars, sem lokið var fyrir fáeinum vikum. Mynd/HAukur sigtryggur VAldiMArsson Hér má sjá Elvar á vinnustofu sinni þar sem hann vinnur í nýjasta gripnum, Frosta ÞH 230. Mynd/HAukur sigtryggur VAldiMArsson Ég er svo heppinn að eigendur líkananna eru svo jákvæðir gagnvart því að lána mér skipin til að sýna á einum stað. Það er alveg ómetanlegt, því þetta eru auðvitað viðkvæmir gripir sem þarf að passa vel upp á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.