Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 55

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 55
helgisbrjóta en eins og áður virtust skipherrar afar ragir við að ganga röggsamlega fram í því starfi. Til tíðinda dró þó árið 1905, en þá kom hingað beitiskipið Hekla. Það var nútímalegt skip, 1.350 smálestir með 3.000 hestafla vél og 156 manns í áhöfninni. Skipherra á Heklu var hinn fimmtugi Carl Georg Schack. Hann fór ekki dult með fyrirlitningu sína á Bretum og hryssingslegri framgöngu þeirra gagnvart öðrum þjóðum. Bæði Íslendinga og Breta rak nú í rogastans, því Schack var ekkert að tvínóna við hlutina. Hann var nán- ast stanslaust úti á sjó og beitti þeirri taktík að koma askvaðandi með sól- ina í bakið og króa lögbrjótinn helst af nálægt landi svo að honum var engrar undankomu auðið. Schack var hér aðeins í nokkra mánuði en hann nýtti þann tíma vel og var nánast sem úlfur í sauða- hjörð innan um erlendu fiskiskipin. Á örfáum mánuðum tók hann 22 togara, færði til hafnar og sektaði. Auk þess rak hann 40 aðra út fyrir landhelgismörkin. Mun það enn vera Íslandsmet. Nú var komið að Íslendingum að gleðjast en yggld- ist alvarlega brúnin á Bretum. Í apríl 1905 birtist eftirfarandi frétt í Þjóðólfi: Enn hefur varðskipið Hekla höndlað tvo enska botnverpla við ólöglegar veiðar í landhelgi nálægt Dyrhólaey. Annað skipið var sektað um 60 pund en hitt þurfti að greiða 80 pund. Það er alls í sektum um 2520 kr. Auk veiðarfæra og afla, er upptækt var gert. Hekla hefur þá alls höndlað sex botnverpla síðan hún kom hingað og nema sekt- irnar frá þeim öllum 6480 kr. Má kalla að hér sé all vasklega að gengið af varðskipinu og á kapt. Schack, yfirforingi þess, heiður og þökk skilið fyrir dugnaðinn. Sveið umkomuleysi Íslendinga Schack varð á svipstundu þjóð- þekktur, enda fundu Íslendingar að hér var kominn maður sem stóð ekki á sama um illa aðstöðu þeirra og blöskraði framganga erlendra lögbrjóta. Hann átti eftir að skrifa um verkefni sín hér í blaðinu Dansk Tidsskrift árið 1907. Þar kemur vel fram hve sárt honum fannst að sjá umkomuleysi hinna fátæku eyjarskeggja og arðrán stórþjóðanna á þeim: Enskir gufutogarar fóru að birt- ast á Íslandsmiðum í kringum 1890. Nokkru seinna bættust þýskir, franskir og hollenskir togarar í hópinn. Urðu þeir fljót- lega hinir verstu óvinir íslensku þjóðarinnar. Þeir báru nákvæm- lega enga virðingu fyrir einu né neinu. Þeir virtu ekki land- helgina, sópuðu upp öllum fiski fyrir framan nefið á innfæddum og eyðilögðu veiðarfæri íslenskra fiskimanna með því að draga troll sín yfir þau. Þeir hröktu Íslendingana miskunnarlaust á brott ef þeir voguðu sér að fara á sömu mið á sínum litlu bátum og ollu slysum eða jafnvel dauða með skammarlegu framferði sínu. Nógu slæmir voru þeir á hafi úti en stundum fór þessi erlendi lýður í land og ógnaði heimamönnum og rændi kindum frá þeim. Það eru ströng viðurlög við veiðum í íslenskri landhelgi en eitt er að setja lög, annað að framfylgja þeim. Erlendir togara- skipstjórar kærðu sig kollótta um þetta og veiddu hvar sem þeir vildu og hlýddu í engu mótbárum innfæddra. Um þá erfiðleika sem Danir stóðu fram fyrir við landhelgisgæsluna skrifar Schack: Það var ekki fyrr en í lok 19. aldar að við höfðum loksins kraftmikil beitiskip sem gátu elt togar- ana uppi. Ef maður ætlar sér að handtaka meintan landhelgis- brjót, verður maður að vera algjörlega viss um að hann hafi verið fyrir innan línuna, inni í landhelgi. Þetta er mjög mikil- vægt. Það verður víst að viður- kennast að Danmörk er lítið land og má sín einskis gegn stórþjóð- um eins og Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, svo nokkrar séu nefndar. Gerir þú mistök þá mun viðkomandi skipstjóri strax senda inn kæru. Sérstaklega heimta Englendingar alltaf ná- kvæmar sannanir og lýsingar á því hvar togari hefur verið tekinn við ólöglegar veiðar og vei þeim danska kafteini sem ekki hefur allt sitt á hreinu hvað það varðar. Togaraskelfirinn kallaður heim Enda gerðist nú nokkuð sem kom Íslendingum kannski ekki á óvart en gladdi þá lítt: Carl Georg Schack var kallaður heim til Danmerkur í júlí 1905. Ástæðan sem var gefin upp var heilsubrestur en það var ekki nokkur sála á Íslandi sem trúði því. Bretar höfðu beitt valdi sínu og neytt Dani til að senda þennan „togaraskelfi“ heim. Svo má vera en annað hékk á spýtunni: Schack hafði verið miklu meira á ferðinni en yfir- völd bjuggust við og farið langt yfir mörkin í kolanotkun, eða um 60 tonnum meira. Danir þurftu að horfa í budduna eins og aðrir. Íslendingar sáu mjög á eftir þessum röggsama Dana sem hafði sýnt að honum stóð ekki á sama. Hundruð Reykvíkinga skrifuðu undir og færðu honum virðulegt skrautskjal með kærum þökkum: „fyrir þann framúrskarandi dugn- að og óþreytandi árvekni, sem þér hafið sýnt þessu starfi, er hefir svo mikla þýðingu til að vernda annan aðalatvinnuveg landsmanna, fiskiveiðarnar, fyrir yfirgangi, áleitni og lögbrotum útlendra ránsmanna.“ Carl Georg Schack lést árið 1930. Seinna áttu Íslendingar eftir að eignast sína eigin röggsömu kafteina sem gengu vasklega fram gegn landhelgisbrjótum en það er önnur saga. Höfundur: Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur um Schack foringja var fjallað í Ægi árið 1907 og þar birt þessi mynd af hon- um þar sem hann yfirheyrir skipstjórann J. Sörensen af togaranum golden gleam, frá Hull. Mynd/Ægir-tíMArit.is 55 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 FYRSTA HJÁLP UM LAND ALLT Hjá Lyfju fást sjúkrakassar í mörgum stærðum og gerðum fyrir einstaklinga og heilu áhafnirnar. Mikilvægt er að yfirfara sjúkrakassa reglulega svo að allt sé til reiðu þegar á reynir. Yfirferð og áfylling á sjúkrakassa er þjónusta sem er í boði hjá okkur. Gleðilegan sjómannadag Kveðja starfsfólk Lyfju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.