Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 44

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 44
44 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 Konur hafi þurft að sanna sig meira Brynjólfur fór sjálfur í brúna árið 1964 þegar hann varð skipstjóri á togaranum Geir og síðar á togaran- um Sigurði. Hann flutti sig síðan yfir til útgerðarfélagsins Ögurvík- ur árið 1972 og var þar skipstjóri á Ögra. Hann segir að það hafi verið mikill munur að komast á skut- togara, menn hafi ekki „verið van- ir svona græjum og óðu í þetta“ og fyrir vikið hafi hvers kyns minni- háttar óhöpp verið algeng. „Lífsreynslan kenndi mér það að þegar maður varð var við ísingu átti maður að koma sér burtu, eins og þegar ég var skipstjóri á Ögra við Austur-Grænland. Maður var búinn að læra af reynslunni,“ segir Brynjólfur. Það sé jafnframt hans reynsla að mikilvægt sé að gefa fólki tækifæri á að spreyta sig á sjó. Hann minnist þess þannig að hafa verið með hóp heyrnarlausra sjómanna um borð en þrátt fyrir að hann hafi ekki kunnað táknmál hafi samstarf- ið gengið vel. gefa konum tækifæri á sjó. „Þegar það kemur kvenmaður innan um strákana er eins og hún þurfi að vinna aðeins meira en strák- arnir til að sanna sig. Það er bara þannig,“ segir Brynjólfur og minnist sérstaklega einnar sem féll ekki verk úr hendi. „Þegar kallarnir fóru í reykpásu hélt hún áfram að vinna og var búin að snyrta þá í kaf þegar þeir komu til baka. Það var ekki fyrr en þá sem hún var talin vera dugleg og búin að sanna sig.“ Brynjólfur lauk síðasta túrnum í lok árs 2002 og hefur hann því brátt verið 20 ár í landi. Hann segir eft- irlaunaárin hafa farið vel með sig og að galdurinn felist í reglulegri hreyfingu og hollu fæði. Hann hafi þó alveg sagt skilið við sjóinn. „Það var mikið gengið á mig að kaupa mér trillu en ég hélt nú ekki,“ segir Brynjólfur og hlær. – sój Enginn veit almennilega hvers vegna Júlí fórst. Kannski tókst þeim ekki að gera almennilega sjóklárt. Það sem bjargaði okkur var að við vorum að byrja túrinn og vorum því léttari á sjónum. Brynjólfur fór í brúna árið 1964 þegar hann varð skipstjóri á togaranum geir og síðar á togaranum Sigurði. Hann flutti sig síðan yfir til útgerðarfélagsins Ögurvíkur árið 1972 og var þar skipstjóri á Ögra. LIFEPAK CR2 ALSJÁLFVIRKT HJARTASTUÐTÆKI Fastus ehf | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Ef einstaklingur fer í hjartastopp skiptir hver mínúta máli. Mikilvægt er að hafa réttan búnað við hendina þegar slíkt gerist. Sjálfvirkt hjartastuðtæki er neyðarbúnaður sem hefur sannað gildi sitt í þessum aðstæðum. LIFEPAK CR2 • Alsjálfvirkt hjartastuðtæki • Ætlað til almenningsnota • Gefur leiðbeiningar um endurlífgun, blástur og hjartahnoð • Hægt að velja hvort tækið talar á íslensku eða ensku fastus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.