Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 58

Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 58
58 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2 Smíði og notkun súðbyrðinga rataði á skrá menningarskrif- stofu Sameinuðu þjóðanna (unESCO) yfir óáþreifanlegan menningararf í lok síðasta árs. Formaður Vitafélagsins – ís- lenskrar strandmenningar, félags sem hafði aðkomu að undirbúningi skráningarinnar, segir þetta mikla viðurkenningu. Íslendingar þurfi þó að „taka sér tak“ í bátasmíði og tryggja að söguleg og samnorræn þekkingin glatist ekki hér á landi. En hvað eru súðbyrðingar og hvað gerir þá svona merkilega? „Smíði hins norræna súðbyrðings, sem við köllum venjulega bara trébáta, árabáta eða trillur, á sér að minnsta kosti tvö þúsund ára sögu. Öldum saman gerði bát- urinn mönnum kleift að stunda sjósókn, veiðar, landbúnað og flutninga. Þekking manna á smíði súðbyrðingsins varð grundvöllur menningar strandbyggðanna og arfleifðar hennar,“ segir Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins. Smíði súðbyrðingsins byggir á handverkshefð þar sem neðri brún fjalar leggst ofan á efri brún næstu fjalar fyrir neðan. Í upphafi voru borðin saumuð saman en svo komu trénaglar og síðar járn- og koparnaglar til sögunnar. „Nú, eins og áður mótar bátasmiðurinn bátinn samkvæmt staðbundn- um hefðum, þörfum kaupandans, náttúrulegum kringumstæðum og notkun. Nándin við staðhætti og náttúrulegar aðstæður skiptir meginmáli. Þess vegna eru til margs konar bátalög.“ Mismunandi lag eftir landshlutum Sigurbjörg nefnir í því samhengi „breiðfirska lagið,“ sem mörg kann- ist eflaust við. „Það voru margir bátar smíðaðir við Breiðafjörðinn á árunum 1930–1960 og notaðir við hlunnindanýtingu. Þeir þurftu að vera grunnristir og með fram- stefni mikið bogið til þess að hægt væri að lenda í hólmum og skerj- um og sigla um grunn sund. Bátar í öðrum landshlutum voru með öðru lagi, sem réðst af aðstæðum á hverjum stað. Við Faxaflóann voru bátar með Engeyjarlaginu og sandaskipin voru á Suðurlandi,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að bátasmiðir vilji helst leita sjálfir að trjánum sem þeir þurfi, enda geri þeir miklar kröfur til efniviðarins. „Við eig- um hins vegar ekki svo mikið af gjöfulum skógum og hér á Íslandi leituðu menn áður fyrr að kjörviði á rekafjörum. Nú er efnið flutt inn frá Noregi eða Svíþjóð. Smíða- aðferðirnar eru hins vegar að mestu þær sömu fyrir allar tegund- ir súðbyrtra báta á Norðurlöndum.“ Mikil vinna að baki skráningunni Vitafélagið – íslensk strandmenn- ing hefur verið starfandi í nítján ár. Félagsmenn eru um þrjúhundruð og þar er öll vinna unnin í sjálf- boðavinnu. Félagið hafði aðkomu að stofnun norrænu strandmenn- ingarsamtakanna og það var á vettvangi þeirra sem hugmyndin kviknaði að skráningu súð- byrðingsins hjá UNESCO. „Eftir langan og strangan vinnu- dag sátum við yfir rauðvínsglasi og veltum vöngum yfir því hvað við ættum nú meira sameigin- legt – annað en að finnast franskt rauðvín helvíti gott – og sagði þá kornung norsk kona „handverk- ið og hefðir við smíði og notkun súðbyrtra báta“. Þar með fór þessi bolti af stað,“ segir Sigurbjörg. Verkstjórnin við skráninguna var í höndum Norðmannanna í samtökunum, sem Sigurbjörg seg- ir betur efnum búna til að sinna undirbúningi slíkrar skráningar. Hin samtökin hafi þó svo sannar- lega lagt sitt af mörkum; safnað upplýsingum og fengið bátasmiði, söfn og félagasamtök í lið með sér, sem meðal annars sendu stuðn- ingsyfirlýsingar og undirskriftir sem voru á þriðja hundrað. „Punktinn yfir i-ið settu svo ráð- herrar menningarmála á Norð- urlöndum sem kvittuðu upp á og sendu umsóknina inn til UNESCO. Þann 14. desember 2021 rúll- aði boltinn inn á skráningalista UNESCO þegar Milliríkjanefnd um varðveislu menningarerfða samþykkti einróma skráninguna á fundi sínum í París, yfir óáþreif- anlegan menningararf mannkyns alls,“ segir Sigurbjörg. „Smíði og notkun súðbyrðinga er samofin sögu þessara landa og er mjög merkileg. Þessi þekking á staðháttum, náttúruöflunum og handverkskunnáttan varð til þess að við fengum fullt hús stiga hjá UNESCO og einnig sú staðreynd að það voru allar norrænu þjóðirn- ar, sjálfstjórnarríkin, Álandseyjar og Færeyjar og minnihlutahóp- ar eins og Samar og Kvernar sem tóku þátt í þessu samstarfi.“ Íslendingar þurfi að taka sér tak Sigurbjörg segir Vitafélagið mjög stolt af sinni aðkomu, ekki síst í ljósi þess að þetta sé fyrsta ís- lenska menningarerfðin sem er skráð á lista UNESCO yfir óáþreif- anlegan menningararf mannkyns alls og sú fyrsta samnorræna. Viðurkenningin sé mikill heiður og hluti samnorrænnar sjálfs- myndar. „En hér þurfa Íslendingar að taka sér tak og gera mun betur. Bátasmíði á að vera hægt að læra á öllum þeim stöðum sem kenna húsasmíði. Það hefur einungis einn einstaklingur lokið námi í bátasmíði á Íslandi síðustu þrjátíu árin og annar mun ljúka námi nú á haustmánuðum. Og það er bara einn aðili sem er með meist- aranám og er að kenna verklegu þættina. Þessu verður að breyta og það strax áður en þessi þekking glatast,“ segir Sigurbjörg og bætir við að Íslendingar gætu farið að fyrirmynd Norðmanna og sett upp nám á háskólastigi, rétt eins og þeir vinni nú að við norðurslóða- braut Háskólans í Tromsö. Víðar þurfi þó að varðveita. „Við höfum verið svo ótrúlega dugleg við að eyðileggja. Það sjást varla lengur sjóbúðir eða gamlar bryggj- ur og við brenndum súðbyrðing- ana okkar á áramótabrennum. Þetta er hrein villimennska. Að reyna að þurrka burt eigin sögu og menningararf á þennan hátt er algjör aumingjaskapur. Við látum eins og landnámsfólk hafi komið með Icelandair með fornsögurn- ar undir handleggnum. Bendum ferðamönnum á Gullfoss og Geysi og segjum sögur af Laxness og huldufólki,“ segir Sigurbjörg. Þótti hugmyndin fáránleg Hún segir að þessi reynsla sín hafi orðið til þess að hún vildi breyta þessu. Það sem ýtti við henni hafi verið beiðni Norðmanna um að- stoð við skipulagningu ráðstefnu í Noregi vorið 2003. „Ráðstefnan bar yfirskriftina „Fyr för folk i Norden“. Það var ljóst á þessum tíma að senn liði að því að allir vitar í Noregi og annars staðar á Norðurlöndum yrðu sjálfvirkir og starf vitavarðarins því óþarft. Þess vegna var haldin ráðstefna til að viðra hugmyndir um notkun vitans og sérstaklega vitavarðar- bústaðanna í framtíðinni. Vitar standa jú án undantekninga á ægifögrum stöðum en aðgengi er ekki alltaf sem best.“ Viðbrögðin voru þó ekki eins og Sigurbjörg hafði vonast eftir. „Það er skemmst frá því að segja að fólk hafði minni en engan áhuga og ég var ljónheppin að enginn lét læsa mig inni. Svo fáránlegt þótti fólki þetta. Mér tókst þó að fá Magnús Skúlason, sem þá gegndi stöðu forstöðumanns Húsafriðunarnefndar ríkisins, og Guðmund Lúther Hafsteinsson arkitekt með mér á ráðstefnuna.“ Í framhaldinu hafi Vitafélag- ið – íslensk strandmenning verið stofnað, sem Sigurbjörg segir að hafi þó átt að bera annað nafn í upphafi. Það „hefði bara átt að heita Strandmenningarfélag Ís- lands, eða Ströndin. En þar sem orðið strandmenning var ekki til í íslenskum orðabókum og fólk tengdi það við suðrænar sólar- strendur gekk það ekki. Við ákváð- um því að allir hlytu að vita hvað viti væri og hann yrði framvegis viti og verndari íslenskrar strand- menningar,“ segir Sigurbjörg. „Sjálfri var mér bent góðlega á að sjórinn við Íslandsstrendur hefði ekkert hlýnað þó svo að ég hefði brugðið mér af bæ. Við sem stóð- um að stofnun félagsins þóttum mjög undarleg,“ segir Sigurbjörg. Strandmenningin merkur og mikilvægur hornsteinn Hún segir það einlæga von sína að skráning súðbyrðingsins á lista UNESCO skili auknum áhuga á strandmenningu þjóðarinnar og að innan skamms verði aftur smíð- aðir bátar í hverjum firði á Íslandi. „Ég vona líka að þessi tilnefning muni auka þekkingu og áhuga landsmanna á eigin sögu – því strandmenning þjóðarinnar er einn merkasti og mikilvægasti hornsteinn hennar og hvað er betra til útivistar, íþróttaiðkunar og náttúruskoðunar en að setjast undir árar eða líða um hafflötinn með vind í seglum? Læra hnúta, hvað þeir heita, skoða fugla, spá í veðrið, skýjafar, hvaðan vindur- inn blæs og hvernig viðrar á morgun.“ Siglingar séu þar að auki vist- vænn kostur. „Það eru nefnilega ómetanleg forréttindi að eiga haf og strönd og eiga þess kost að komast á stefnumót við hafið. For- réttindi sem margir erlendir ferða- langar komast að þegar þeir sækja landið heim,“ segir Sigurbjörg Árnadóttir. Hugmyndin kviknaði yfir samnorrænu rauðvínsglasi Finnbogi Bernódusson safnvörður og Sigurbjörg árnadóttir við sexæringinn Ölver við ósvörina í Bolungarvík. Vinfastur á siglingu undir fullum seglum, smíðaður á reykhólum 2006. Báta- og hlunnindasýningin á reykhólum er helguð gjöfum nátt- úrunnar við Breiðafjörð og nýtingu þeirra, einkum á fyrri tíð. albert var smíðaður 2017 af Haf- liða aðalsteinssyni í reykjavík eftir báti sem albert, síðasti vita- vörðurinn sem bjó í gróttu, átti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.