Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 48
menn hafa lengi karpað um
það í léttum dúr hver hafi verið
fyrsti skuttogari landsmanna.
Er það nokkurs konar lands-
hlutakeppni þar sem metnaður
ríkir, enda eru ýmsar mein-
ingar um skilgreininguna í
þeim efnum. í þessu sambandi
hafa nokkur skip verið nefnd til
sögunnar. Þeirra á meðal eru
siglfirsku skipin Siglfirðing-
ur Si 150 og dagný Si 70, sem
bæði tóku trollin inn að aftan,
auk Stálvíkur Si 1 og Karlsefnis
rE 24 frá reykjavík og Barða
nK 120 frá neskaupstað svo
dæmi séu tekin.
En hvaða hönnun og eig-
inleikar skera úr um það
hvort skip geti með réttu
talist skuttogari eða ekki? Þetta
útskýrðu ítarlega skipaverk-
fræðingarnir Auðunn Ágústsson
og Emil heitinn Ragnarsson í
grein í níunda tölublaði sjómanna-
blaðsins Ægis árið 1979, þar sem
þeir báru saman síðutogara og
skuttogara. Mismunurinn felst
einkum í eftirfarandi samanburði
sem þeir lýsa í greininni:
Meginmunurinn á síðu-
togara og skuttogara
„Þegar síðutogari og skuttogari
eru bornir saman eru æðimargir
þættir í hönnum og fyrirkomulagi
frábrugðnir þótt veiðarfærið sjálft
sé í grundvallaratriðum það sama.
Meginmunurinn er tvö heil þilför
milli stafna á skuttogara, gafllaga
skutur með skutrennu upp á efra
þilfar, yfirbygging framskips,
íbúðir almennt framskips og tog-
þilfar á afturþilfari. Á hefðbundn-
um síðutogara er aftur á móti eitt
þilfar milli stafna, yfirbygging
afturskips, togþilfar á framþilfari
aftan við hvalalbak og íbúðar-
rými bæði í fram- og afturskipi.
Hlutföll aðalmála eru og talsvert
breytt, einkum þó lengdar- breidd-
ar hlutfall sem er mun lægra fyrir
skuttogara og kemur þar til m.a.
hlutfallsleg aukning í breidd til að
mæta meiri þyngdarmiðjuhæð svo
og að fá stærri þilfarsflöt.“ Þetta
segja greinarhöfundar hafa þá
meginkosti umfram síðutogar-
ana að meðhöndlun vörpunnar
sé bæði auðveldari og fljótvirkari,
aðstaða við meðhöndlun aflans
sé gjörbreytt enda undir lokuðu
þilfari sem ekki var áður, ásamt
því að aðbúnaður áhafnarinnar sé
betri. Að auki séu fjölmörg tækni-
leg atriði frábrugðin, svo sem
hjálparvindur og hjálpartromlur
ásamt ýmsum fjarstýringum sem
ekki voru í síðutogurum.
Barði NK 120
Að samanlögðu voru þeir Auðunn
og Emil ekki í neinum vafa þegar
kom að úrskurði um það hver
hefði verið fyrsti skuttogari lands-
manna. Það hefði verið Barði NK
120 í eigu Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, sem smíðaður var í
Frakklandi árið 1966 og keyptur á
42 milljónir króna síðsumars 1970.
Síldarvinnslan fékk skipið afhent
í byrjun nóvember og kom það til
landsins 14. desember 1970 eftir
viðkomu í Grimsby og Stafangri.
Kemur þetta fram í bók Smára
Geirssonar, Norðfjörður, Saga
útgerðar og fiskvinnslu, sem kom
út árið 1983 í tilefni stórafmæla
Samvinnufélags útgerðarmanna í
Neskaupstað og Síldarvinnslunn-
ar ári áður.
Siglfirðingur fyrstur
með skutrennu
Í fyrrnefndri grein sinni í Ægi
segja Auðunn og Emil að áður,
eða í ágúst 1970, „var keypt frá
Þýskalandi til landsins togskip af
hollenskri gerð, sem hlaut nafnið
Dagný SI 70. Það skip var ekki
með heilt efra þilfar aftur að skut
og án rennu en síðar var því breytt,
byggð skutrenna og aftasta hluta
neðra þilfars lokað. Rétt er þó að
nefna hér að árið 1964 var byggt í
Noregi tog- og síldveiðiskip, Sigl-
firðingur SI 150, eins þilfars aftur-
byggt skip með skutrennu sem er
því í reynd fyrsta íslenska skipið
með skutrennu en fellur ekki inn
í skilgreiningu þá sem hér er lögð
til grundvallar fyrir skuttogara“.
Í samtali við Sjómannadagsblað-
ið segir Auðunn að niðurstaða
þeirra um skilgreiningu skuttogara
hafi ekki valdið neinum kryt eða
skömmum í þeirra garð vegna
greinarinnar í Ægi. „Mér vitanlega
urðu engar deilur hvað þetta varð-
ar í kjölfarið. Að minnsta kosti
bárust þær aldrei til okkar Emils,“
segir Ágúst.
Barði undanfari mikilla framfara
Norðfirðingar hjá Síldarvinnslunni
hafa í grein á heimasíðu fyrirtækis-
ins einnig fjallað um grein Ágústs og
Emils í Ægi og segja m.a. í greinar-
lok: „Skilgreining sú á skuttogara
sem greinarhöfundarnir byggja á
Barði NK 120 telst vera fyrsti skuttogari landsmanna:
Undanfari viðamikilla breytinga
Skilgreining sú á
skuttogara sem
greinarhöfundarnir byggja
á er almennt viðurkennd
og ætti því að vera óþarfi
að þrefa frekar um það
hver var fyrsti skuttogari
landsmanna.
magni Kristjánsson skipstjóri í brúnni á Barða árið 1971. Mynd/ skJAlA- og MyndAsAFn norðFJArðAr
Barði nýkominn til heimahafnar
í neskaupstað í desember 1971.
Mynd/g. sVeinsson
48 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2