Sjómannadagsblaðið - 2022, Blaðsíða 22
22 S J ó m a n n a d a G S b L a ð i ð j ú n í 2 0 2 2
Sendum íslenskum sjómönnum
árnaðaróskir á sjómannadaginn
„Þetta er allt svo stórt“
S kipstjóri Dettifoss, stærsta skipsins í sögu
íslenska kaupskipaflotans, segir það besta
skip sem hann hafi nokkurn tímann siglt. Ekki
aðeins sé það öflugt og með mikla flutningsgetu heldur
fari það „vel með mann“ þegar vont er í sjóinn, sem hafi
skipt sköpum undan Grænlandsströndum í aftakaveðri
síðasta vetrar. Vélstjórinn segir að þrátt fyrir að góð
reynsla sé komin á Dettifoss sé áhöfnin enn að læra á
skipið, sem er gríðarlega vel tækjum búið. Það sé ekkert
grín að bregðast við óvæntum uppákomum í ferlíkinu
sem Dettifoss er, því „þetta er allt svo stórt“. Sjómanna-
dagsblaðið fékk að kíkja um borð og hér til hliðar má
sjá afrakstur heimsóknarinnar með augum Hreins
Magnússonar, ljósmyndara blaðsins. -sój
dettifoss er engin smásmíði. Skipið er um 180 metra langt, 31 metra breitt, getur borið 2.140 gáma og siglir að
jafnaði á um 18 hnúta hraða. dettifoss er hár á síðuna og því þarf mikið til að sjór fari upp á dekk. Þá er skipið jafn-
framt með öflugar hliðarskrúfur, sem koma sér vel í hvassviðri. Mynd/eiMskip
Til að knýja skip eins og dettifoss áfram þarf gríðaröflugar vélar.
aðalvél skipsins er rúmlega 23 þúsund hestöfl, keyrir að jafnaði á
rúmlega 80 snúningum og brennir allt að 60 tonnum af olíu á sólarhring.
Þá eru jafnframt fjórar ljósavélar í dettifossi og þar af eru þrjár 1.880
kílóvött. Í skipinu er jafnframt margvíslegur aukabúnaður sem gerir það
öruggara og umhverfisvænna.
„Við erum endalaust að læra á skipið,“ segir Gunnar Stein-
grímsson vélstjóri. Þrátt fyrir byrjunarörðugleika, eins og
venjan er með ný skip, hefur aldrei komið upp „alvarlegt
vesen“ á dettifossi að sögn Gunnars. Slíkar uppákomur
væru heldur ekkert grín þegar unnið er með jafn öflugar
vélar. „Þetta er allt svo stórt.“
Áhöfnin á dettifossi hefur komið sér upp vel útbúnum
líkamsræktarsal þar sem hún getur „rifið í lóðin“ á
milli anna. Það eru þó ekki bara lóðin sem eru á fleygi-
ferð í salnum, heldur losnaði hlaupabrettið einu sinni
í aftakaveðri. Enginn slasaðist, ekkert skemmdist og
brettið hefur verið rækilega fest.
MD Vélar óskar útgerð Samherja og áhöfn
til hamingju með nýtt og glæsilegt skip,
Vilhelm Þorsteinsson EA 11
VAGNHÖFÐA 12, REYKJAVÍK | S. 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | mdvelar.is