Skólavarðan - 2021, Page 7

Skólavarðan - 2021, Page 7
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 7 Fréttir / KENNARASAMBANDIÐ Skýrsla frá því í haust leiðir í ljós að stjórnendur leikskóla eiga margir hverjir á brattann að sækja þegar kemur að samráði þeirra og rekstraraðila. Fagleg rök eru jafnvel virt að vettugi þegar ákveða á fjölda barna. Þetta er meðal niðurstaðna vinnu starfshóps sem Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla skipaði árið 2020 í kjölfar háværrar umræðu meðal leikskóla- kennara og stjórnenda um vinnuaðstöðu barna og fullorðinna í leikskólum. Kallað hefur verið eftir endurskoðun reglugerðar um starfsumhverfi leikskóla 655/2009 þar sem hvergi er minnst á lágmarksrými barna við nám og leik eða fullorðinna við vinnu. Starfshópurinn skilaði skýrslu um rými, réttindi og starfsaðstæður barna og fullorðinna í leikskólum og um samráð leikskólastjóra og rekstraraðila. Starfshópurinn leggur eftirfarandi til: Bæta þarf inn í reglugerð um leikskóla lág- marksviðmiði um stærð leikrýmis sem tilheyrir leikskóladeild, þ.e. þess svæðis sem nýtist til leiks og náms allan daginn. Í samræmi við niðurstöður kannananna leggur starfshópurinn til að það viðmið verði ekki minna en 5,8 m2 fyrir hvert barn. Taka þarf tillit til reglugerðar um húsnæði og vinnustaði 581/1995 um lágmarksviðmið um rými fyrir hvern fullorðinn. Gera skal ráð fyrir 4,8 m2 til viðbótar við það rými sem tilheyrir hverju barni. Gera þarf ráð fyrir rými fyrir stoðtæki vegna sérþarfa barna. Samkvæmt núgildandi reglugerð um starfsumhverfi leikskóla á leikskólastjóri að taka ákvörðun um fjölda barna, að höfðu samráði við sveitarstjórn eða nefnd sveitarfélags sem fer með málefni leikskóla í sveitarfélaginu. Setja þarf markvissar verklagsreglur um slíkt samráð svo umboð leikskólastjóra verði afdráttarlaust til að taka ákvörðun um barnafjölda í leikskólum hverju sinni. Starfshópurinn afhenti formönnum Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla skýrsluna og verður unnið úr henni í fram- haldinu, meðal annars með því að funda með hagaðilum. Áttunda þing Kennarasam- bands Íslands verður haldið dagana 5. til 8. apríl 2022. Þingað verður á Grand Hótel Reykjavík og eiga um 250 félagsmenn KÍ seturétt á þinginu. Þingið hefur æðsta vald í málum KÍ og þar er stefnan mótuð til næstu fjögurra ára. Síðasta þing, hið sjöunda, var haldið í apríl 2018. Á því þingi var samþykkt að efna til aukaþings sem myndi fjalla um skipulag KÍ. Auka- þingið var haldið í nóvember í fyrra en þá var því frestað og fór framhaldsfundur fram í apríl síðastliðnum. Ragnar Þór Pétursson mun láta af embætti for- manns á þinginu og Magnús Þór Jónsson tekur við. Á þessari stundu er ekki ljóst hver verður nýr varaformaður KÍ þar sem varaformannskjöri var ekki lokið þegar blaðið fór prentun. Vinnuumhverfi barna og fullorðinna í leikskólum Fagleg rök eru virt að vettugi þegar ákveða á fjölda barna í rými Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leik- skólakennara, Sigrún Birna Björnsdóttir, fulltrúi starfshópsins, og Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Stefna KÍ verður mótuð í apríl 2022 Myndin var tekin á VII þingi KÍ árið 2018. Loftslagið er að breytast, við ættum að gera það líka! Alþjóðasamtök kennara (EI) hafa verið sýnileg á COP26, loftslagsráðstefnunni í Skotlandi sem ætlað er að leiða saman þjóðir heims í leit á lausnum á umhverfisvandanum. Einn þeirra viðburða sem EI stóðu fyrir var erindi dr. Bertrand Piccard, sem fyrstur manna flaug umhverfis hnöttinn á flugvél sem knúin var af sólarrafhlöðum. Eftir erindið voru pall- borðsumræður. Ljóst er að menntakerf- ið leikur lykilhlutverk í varanlegri lausn loftslagsvandans, hvort sem það er með því að ala upp lausnaleitandi frum- kvöðla eða við miðlun þeirrar þekkingar og viðhorfa sem nauðsynlegar eru til að vandanum sé fundin lausn. Sjáðu erindi og umræður á vefn- um, með því að opna QR-kóðann. ei-ie.org

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.