Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 11
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 11 Jóney Jónsdóttir / FÉLAGINN Jóney Jónsdóttir Skóli: Menntaskólinn á Egilsstöðum Starf: Kennslustjóri fjarnáms  X Ég er framhaldsskólakennari og kennslustjóri vegna þess að ... Ég sá fram á að geta sameinað áhugann á íslensku máli og menningu og að vinna með ungu fólki. Í kennslu fer þetta svo vel saman. Skólar eru kraftmiklir og gefandi, fullir af fjöri og hugmyndaauðgi. Glaður og þakklátur nemandi bætir alla daga. Ég held að áhuginn á skólastarfi í víðu samhengi hafi svo leitt mig í ýmis konar stjórnunarstörf. Fjarnámið er vaxandi sproti í skólastarfi og það er gaman að fá að vera þar í hringiðunni. Það er bæði ánægjulegt og lærdómsríkt að halda utan um fjarnám í ME þar sem vel menntaðir og áhugasamir kennarar sinna nemendum af fagmennsku og ræktarsemi. Skólinn er framsækinn og metnaðarfullur með framúrskarandi nemendaþjónustu og starfsfólk sem er umhugað um nemendur.  X Besta stund vikunnar ... Þegar mér hefur tekist að leysa úr vanda nemanda, átt gott spjall með samstarfs- manni, fengið uppörvandi hrós eða séð að ég hef lagt mitt á vogarskálarnar svo nemanda líði betur, sé ánægður með sig og verk sín, glætt áhuga hans og gefið honum tækifæri til að bæta við þekkingu sína. Svo er alltaf gott að hlæja á kaffistofunni.  X Þessu myndi ég vilja breyta ... Að leggja meiri áherslu á læsi í víðum skilningi og efla nemendur enn betur í að leita sér þekkingar, vera gagnrýnir og finna lausnir. Gefa þeim ótal tækifæri til að rækta hæfileika sína og sjá alla möguleikana sem nútíminn býður upp á. Auk þess þarf þjóðin að taka sig á og gefa öllum jöfn tækifæri til að vera virkir í samfélaginu, t.d. þarf að styrkja stöðu nemenda með íslensku sem annað tungu- mál í framhaldsskólum. Svo dreymir mig um að við finnum jafnvægi á milli þess að standa vörð um íslenska tungu og menningarverðmætin sem henni fylgja og að leyfa tungumálinu að þróast og breytast með samfélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.