Skólavarðan - 2021, Qupperneq 12

Skólavarðan - 2021, Qupperneq 12
12 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 KENNARINN / Símenntun U tís var haldið á Sauðárkróki 5. - 6. nóvember síðastliðinn. Það fer ekki milli mála hjá þeim sem hafa fylgst með ráðstefnunni síðustu ár hve mikill kraftur býr í skólafólkinu okkar. Þetta árið var engin undantekning, enda tvö ár síðan Utís var haldið í raunheimum. Þótt Utís online 2020 hafi verið skemmtilegt er þetta tvennt ólíkt að mínu mati. Það er svo gott að eiga samtöl augliti til auglitis, geta verið saman í hóp og grúskað í því sem við erum að kynna okkur. Þetta er ferðasagan mín, Hildar Örnu Håkansson, náttúrufræði- kennara í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði. Fimmtudagurinn 4. nóvember  Ég og Theodóra, ferðafélaginn minn og samstarfskona, lögðum af stað úr Hafnarfirði rétt upp úr klukkan 13. Fyrsta stopp var í Borgarnesi þar sem við hittum fullt af Utís-förum, meðal annars gamla samstarfsfélaga úr Hafnarfirði. Tilfinningin var eins og ég væri á leið á ættarmót að hitta ættingja sem ég hafði ekki séð í lengri tíma. Við komum inn á Sauð- árkrók upp úr klukkan 17, fundum gististaðinn okkar og hittum fljótlega sex snillinga sem deildu með okkur gististað. Það mikilvægasta við ferð á Utís er að koma við í Kaupfélaginu og kaupa eitthvað fínerí svo við drifum okkur þangað (ef þú hefur ekki komið þangað þá er bara að drífa sig á Krókinn!). Næst var að finna sér bita og svo héldum við á beint streymi frá hlaðvarpsþættinum The Partial Credit (Er á Spotify – ég mæli með!) í 1238: The Battle of Iceland. Tveir stjórnenda þáttarins voru fyrirlesarar á ráðstefnunni þetta árið, þeir Jesse Lubinsky og Donnie Piercey. Já, ekki er hægt að segja annað en að gleði og hlátur hafi einkennt þetta frábæra upphitunarkvöld fyrir ráðstefnuna. Föstudagurinn 5. nóvember  Ráðstefnugestir mættu galvaskir, eins og beljur að vori, í íþróttahús- ið í Árskóla klukkan níu. Ítrustu sóttvarna var gætt þannig að allir ráðstefnugestir þurftu að sýna neikvætt hraðpróf. Leikurinn Hver gæti verið með covid? var virkjaður. Við fengum grímur, límmiða með nafninu okkar, nafnspjöld, ígrundunarbók og fjölnota bollamál. Segja má að fæst okkar hafi trúað því að við værum komin á staðinn enda svo ótrúlega margt sem getur gerst á þessum covid-tímum. Gaman var að heyra hlátrasköllin óma og málbeinið lék lausum hala. Dagskráin hófst og kynntir voru níu erlendir fyrirlesarar; þau Andrea Strutin, Christine Lion-Bailey, Donnie Piercey, Jesse Lubinsky, Leticia Britos Cavagnaro, Micah Shippee, Meenu Singh, Natalia LeMoyne Hernandez og Pernille Ripp auk þriggja íslenskra fyrirlesara sem voru Hans Rúnar Snorrason, Bergmann Guðmundsson og ég. Fyrir hádegi leiddu Leticia og Meenu, kennarar við Stanford háskólann, ásamt Ingva Hrannari, okkur í gegnum hópefli þar sem allir ráðstefnugestir fóru saman í skæri, blað, steinn, við eignuðu- mst covid-„handabands“ vin og sögðum frá sögu nafnsins okkar. Þetta þjappaði þessum frábæra hóp enn betur saman. „Það sem Utís gaf var ótrúlega margt og mikið, hausinn er að springa úr hugmyndum og þakklæti fyrir að hafa verið hluti af Utís 2021 fjölskyldunni,“ skrifar Hildur Arna. MYND: DAVÍÐ MÁR SIGURÐSSON Ferðasöguhöfundurinn Hildur Arna Håkansson segir Utís hafa gefið sér ótrúlega margt og hún er þakklát fyrir að vera hluti af „Utís 2021 fjölskyldunni“. Ferðin á Utís 2021 Ferðasaga Hilda Örnu Håkansson, náttúrufræði- kennara í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.