Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 25
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 25
Hólmfríður K. Sigmarsdóttir / VIÐTAL
starfsaðstæður er tilkoma viðbótar í
þeim efnum klárlega til bóta.
Ef ég horfi á vinnuumhverfið út
frá mér sem persónu og ef við tengjum
það saman við styttingu vinnuvikunnar
þá er það klárlega betra fyrir mig sem
starfsmann að fækka vinnustundunum
sem ég þarf að vera á vinnustaðnum.
Svo þarf maður líka að horfa á það út
frá því sjónarhorni hvernig manni líður
í vinnunni og þar finnst mér skipta svo
miklu máli, og ég er búin að horfa svo
mikið til þess, hvert leikskólinn er að
þróast,“ segir Hólmfríður.
Leikskólakennarinn er sérfræðingur
„Lögin segja að leikskólinn sé fyrsta
skólastigið, hann eigi að vera fyrir
börnin og grunnþátturinn sem eigi
að vinna út frá og það sem við leik-
skólakennarar leggjum upp með í
fagmennsku okkar sé að börn læri best í
gegnum leik. Leikskólakennarinn er þar
sérfræðingur; hann er búinn að mennta
sig til þess í viðurkenndum stofnunum.
Þegar út í vinnuumhverfið kemur þá er
það þannig að lögin segja að leikskóla-
kennarinn sé sérfræðingur og starf
leikskólans skuli byggja á hans faglegu
þekkingu. En svo er ákvæði í lögunum
sem segir að ef ekki fæst starfsfólk með
menntun þá megi ráða annað starfsfólk
með annars konar menntun eða jafnvel
litla sem enga. Þetta er raunveruleikinn
okkar,“ segir Hólmfríður og bendir á
að samkvæmt Hagstofu Íslands hafi
árið 2018 einungis 28% leikskóla-
starfsmanna verið menntaðir leikskóla-
kennarar.
„Raunveruleikinn er sá að það
vantar ótrúlegan fjölda af leikskóla-
kennurum til að geta skapað vinnu-
umhverfi sem fyllir upp í væntingar
Hólmfríður K. Sigmarsdóttir
á að baki áratugalanga
reynslu sem leikskóla-
kennari. Hún talar hér um
vinnuumhverfi leikskóla-
kennara, leikinn og styttingu
vinnuvikunnar en þetta
tengist allt saman meira og
minna.
Vinnuumhverfi,
leikurinn og
stytting
vinnuvikunnar
tengist
allt
Svava Jónsdóttir skrifar