Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 27

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 27
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 27 Náms- og starfsráðgjöf / KENNARASAMBANDIÐ Pallborðið Hvað segja náms- og starfsráðgjafar um nýja menntastefnu og starfsþróun? Ásthildur G. Guðlaugsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Kársnesskóla  X Starf náms- og starfsráðgjafa er afar mik- ilvægt þegar kemur að stoðunum fimm, en við veitum nemendum m.a. snemmbæran stuðning bæði varðandi nám og félagslegan þroska og í náms- og starfsfræðslu kynnum við fyrir nem- endum náms- og starfsmöguleika í framtíðinni og þá hæfni sem þau þurfa til að bera fyrir störf framtíðar. Við erum einnig talsmenn nemenda og komum þeirra röddum á framfæri og vinnum að ýmsum verkefnum sem tengjast forvörnum, heilsueflingu og geðrækt en vellíðan er einmitt sett í öndvegi í nýrri menntastefnu. Íris Björg Árnadóttir, náms- og starfsráðgjafi í Kvennaskólanum  X Starf náms- og starfsráðgjafa er afar fjölbreytt og því eru fjölmargar áherslur í nýrri menntastefnu sem tengjast beint inn í starf þeirra. Ég tel þess vegna afar mikilvægt og mjög gleðilegt að sjá það vægi sem hlutverk náms- og starfsráðgjafar fær í nýrri mennta- stefnu. Reyndar tel ég náms- og starfsráðgjöf nátengda markmiðum og gildum stefnunnar, þ.e. menntun alla ævi sem og menntun við hæfi hvers og eins með áherslu á styrkleika og áhuga þar sem þessir þættir eru í raun kjarni náms- og starfsráðgjafar. Heimir Haraldsson, náms- og starfs- ráðgjafi í Menntaskólanum á Akureyri  X Það að náms- og starfsráðgjöf sé ein af fimm stoðum nýrrar menntastefnu þykir mér skipta mjög miklu máli. Náms- og starfsráðgjöf eykur líkur á því að einstaklingar velji nám og störf út frá styrkleikum og eigin áhugasviðum. Við það aukast líkur á að þeir komist í umhverfi sem þeim líður vel í. Vellíðan í starfi eykur líkur á að einstaklingar hugi að sinni starfsþró- un út ævina og þá eru allir að græða. Yfirvöld þurfa því að tryggja að náms- og starfsráðgjöf sé í boði fyrir alla.  X Tækifæri náms- og starfsráðgjafa til starfsþróunar eru fjölmörg. Ýmis námskeið og fyrirlestrar eru í boði og svo er mjög gaman að fara til annarra landa og kynnast því sem náms- og starfsráðgjafar eru að gera þar og getur það verið mjög lærdómsríkt. Ég hef verið nokkuð dugleg að nýta mér þessi tækifæri, því þegar maður er hálfgerður einyrki í starfi á sínum vinnustað þá er nauðsynlegt að víkka sjóndeildarhringinn og hitta aðra náms- og starfsráðgjafa.  X Ef ég horfi til síðustu tveggja ára, sem hafa auðvitað ekki verið hefðbundin, þá verð ég að viðurkenna að það hefur of lítill tími gefist í að skoða og nýta þau tækifæri sem í boði hafa verið til starfsþróunar. Alla jafna er þó ýmislegt í boði og ég hef reynt að nýta mér það sem mér hefur fundist gagnast best eða vakið mest áhuga minn en ég myndi samt sem áður vilja hafa meiri tækifæri til starfsþróunar.  X Að mínu mati er nóg framboð af tæki- færum til starfsþróunar. Ábyrgðin liggur hjá okkur sjálfum að nýta þau og mikilvægt er að við höfum opinn huga fyrir tækifærum og það er í góðu lagi að horfa út fyrir kassann í þeim efnum. Þetta þarf ekki alltaf að vera flókið, smá sykur fyrir sálina í formi fyrirlestrar í hádeginu eða á netinu getur gert heilmargt fyrir okkur sem fagfólk. Að því sögðu mætti ég vera miklu duglegri að nýta mér þessi tækifæri, en það stendur allt til bóta. Hversu mikilvægt er að náms- og starfsráðgjöf sé ein af fimm stoðum nýrrar menntastefnu? Eru tækifæri til starfsþróunar næg? Nýtirðu þér þau? Hvað er ánægjulegast við starfið?  X Ánægjulegast finnst mér að finna að starfið þitt skipti máli. Mér finnast samskiptin líka sérlega skemmtileg og ég held að það fyrirfinnist varla vinnustaður sem býður upp á meiri fjölbreytni en grunnskóli. Bæði er starfið mjög fjölbreytt, en engir dagar eru eins, og svo er flóra nemenda og starfsmanna svo mikil. Maður kemst ekki hjá því að læra eitthvað nýtt á hverjum degi og hvað er meira gefandi en það!  X Ánægjulegast við starfið er að fá að starfa með ungu fólki í krefjandi umhverfi og styðja við nemendur að taka góðar ákvarðanir sem hafa áhrif á farsæld þeirra til framtíðar. Ungmenni í dag eru duglegri að leita sér aðstoðar og eru meðvitaðri um það hvað líðan þeirra hefur mikil áhrif á námið. Ég er líka heppinn með vinnustað og samstarfsmenn því í krefjandi starfsumhverfi er stuðningur og handleiðsla samstarfsmanna mjög mikilvægur þáttur fyrir vellíðan í starfi.  X Það er einstaklega gefandi og ánægjulegt að fá tækifæri til að styðja við unga einstak- linga sem eru að stíga sín fyrstu skref út í lífið og fá að taka þátt í því með þeim að finna styrkleika sína, áhugasvið, gildi og stefnu og aðstoða þá í að setja sér markmið. Því er það að sjá nemendur ná markmiðum sínum, hvort sem þau eru lítil eða stór og auka þannig trú á eigin getu, það sem mér finnst hvað ánægjuleg- ast við starfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.