Skólavarðan - 2021, Qupperneq 33

Skólavarðan - 2021, Qupperneq 33
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 33 Tónlistarnám / RANNSÓKNIR á sama hátt og undir venjulegum kringumstæðum. Flestir nemendur gátu nýtt sér fjarkennslu en þó voru sumir nemendur sem höfðu ekki aðgang að viðeigandi tölvubúnaði og notuðust eingöngu við síma með ófullnægjandi hljóð- og myndgæðum. Skortur á tækjabúnaði kom jafnvel alveg í veg fyrir fjarkennslu. Mæting nemenda var almennt góð, jafnvel betri en í hefðbundna kennslu. Þátttakendur rannsóknarinnar mátu það svo að flestum nemendum hefði gengið vel að taka leiðbeiningum í gegn- um fjarkennslubúnað og að einbeiting þeirra hefði verið góð. Öflugri búnað skortir til að gera fjarkennslu meira spennandi „Ég tel að tæknin hafi mikil áhrif á hvernig fjarkennsla í tónlist muni þróast. Af niðurstöðum rannsóknar- innar má sjá að tæknin sem nýtt var í samkomubanninu hentar ekkert sérstaklega vel til fjarkennslu en öflugri búnaður mun hugsanlega gera hana meira spennandi. Þá sé ég fyrir mér að tónlistarskólar komi sér upp tækni- búnaði. Það var auðvitað sláandi að langflestir kennarar notuðu sínar eigin tölvur og búnað til að sinna kennsl- unni,“ segir Karen Karólínudóttir. Kennarar voru almennt ánægðir með hvernig til tókst en þeim leið ekki vel og upplifðu þreytu og líkamleg einkenni í meira mæli en í hefðbund- inni kennslu. Eldri kennarar fundu fyrir meiri þreytu en yngri kennarar en ekki fannst munur eftir kyni, starfshlutfalli eða menntun. Körlum leið að meðaltali betur en konum og tónlistarkennurum utan höfuðborgarsvæðisins leið betur en tónlistarkennurum á höfuðborgar- svæðinu. Í eðlilegu árferði í framtíðinni taldi tæplega þriðjungur þátttakenda sennilegt að þeir muni nýta sér fjarkennslubúnað, flestir þó sem neyðarúrræði þegar stað- kennslu verður ekki komið við. Kennarar á landsbyggðinni sáu frekar fyrir sér að kenna fjarkennslu í framtíðinni en kennarar á höfuðborgarsvæðinu. Karen Karen Erla Karólínudóttir tón- listarskólakennari og Ingunn Jóns- dóttir tónlistar- skólakennari. Rannsóknasjóður KÍ - Var stofnaður í apríl 2019 samkvæmt samþykkt á 8. þingi KÍ vorið 2018. Markmið sjóðsins er að veita styrki til rannsókna sem styðja við skólastarf og dagleg störf félagsmanna Kennara- sambands Íslands í skólum, þróa nýja fræðiþekkingu sem félagsmenn KÍ hafa þörf fyrir og stuðla að auknum gæðum í skólastarfi. bætir við: „Ég held að tónlistarkennarar séu stoltir af því að hafa náð að halda kennslu á floti í samkomubanninu, þó skoðanir séu mjög skiptar á nýtingu fjarkennslu í framtíðinni.“ Ljóst er að að þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra nýjar leiðir í tónlistarkennslu en hvort sú þekking sem varð til muni breyta starfsháttum tónlistarkennara mun framtíðin ein leiða í ljós.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.