Skólavarðan - 2021, Side 36
36 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021
SKÓLINN / Náttúra
aldan lendir á ströndinni svo hægt
væri að byggja upp fjöruna í stað þess
að einungis verja hana. Þetta hefur
heppnast vel og sandfangarar tryggja
að það er sandfjara við Vík því annars
hefði þetta orðið stórstraumsfjara með
grjóti og sandurinn á endanum horfið
að mestu. Þannig að þetta var mikil
framsýni. Nú hefur seinni sandfangari
verið reistur en hann er ekki að safna
eins miklum sandi og hinn og þessi
rannsókn mun sýna fram á hvort hann
sé að safna upp eða ekki og hvort
hann sé að verja strandásinn eða ekki.
Svona rannsókn þarf fimm ár til að
gögnin séu tölfræðilega marktæk um
breytingar á ströndinni. Samfélagslega
mun verkefnið hjálpa Mýrdalshreppi að
skipuleggja byggð við Vík og Vega-
gerðinni varðandi hugsanlegt nýtt vega-
stæði og hvaða aðgerðir verður farið í á
ströndinni en aðallega kennir verkefnið
nemendum að gleyma ekki hvernig
ástandið var hér við ströndina því þetta
ástand getur alltaf komið aftur.
Kolbrún: Nú eru fyrstubekkingarnir
að byrja í verkefninu og hugsið ykkur
hvað þau hafa lært mikið í lok tíunda
bekkjar. Verkefnið á eftir að þróast og
einnig má taka það fram að það byggir
mikið á fólkinu sem það leiðir og því
mikilvægt að halda í sérfræðingana.
Jóhann Marteinn: Ég er ekki kennari
og kann lítið að miðla til krakkanna
og því er mikilvægt í samstarfinu að
fá kennarana til að miðla efninu og
upplýsingum til nemenda. Það sem ég
segi er ekki endilega í þeim búningi
að það miðli sem mestu og því er
ómetanlegt að hafa kennarana sem eru
sérfræðingar í því.
Kolbrún: Ég vil nú skjóta hér inn að
lokum að ég er sannfærð um að eftir tíu
ár verður Jóhannes orðinn fullkominn
kennari. Hann lærir jafnmikið af
okkur kennurum og við af honum sem
jarðfræðingi.
Frásögn af rannsóknarferð nemenda í Víkurfjöru í maí 2021
Katla jarðvangur og nemend-
ur í 3.-4. bekk fóru í stutta
rannsóknarferð út í Víkurfjöru
í morgun. Áður en haldið var
út í fjöru lærðu nemendur um
muninn á föstum jarðlögum
og lausum, hvað setlagafræði
er og hver munurinn er á milli
jarðfræðinga sem rannsaka
eldfjöll og setlög. Þegar komið
var í fjöruna tóku við athuganir
á sandinum í fjörunni og hvernig
fjaran byggist upp.
Grafin voru tvö lítil snið og
lögin sem byggja upp fjöruna
skoðuð, ásamt mismunandi
kornastærð þeirra. Nemendur
lærðu samhliða því af hverju
það er mismunandi kornastærð
í fjörunni og í hvernig aðstæðum
má búast við að mismunandi lög
byggist upp. Þá sigtuðu nemend-
ur sand til að aðskilja mismun-
andi kornastærð og tóku sýni.
Þá var einnig rölt aðeins eftir
fjörunni og mismunandi steinar
skoðaðir, meðal annars móberg
sem nýttist vel til að útskýra
enn betur muninn á lausum og
föstum jarðlögum. Veðurblíðan
lék við nemendur og kennara, og
varð ekki betur séð en að allir
væru ánægðir með ferðina.
Þá mældi 5.-10. bekkur einnig
sniðin sem þau eru að fylgjast
með í Víkurfjöru í lok apríl.
Var þetta önnur mæling eldri
nemenda í fjörunni og er hluti af
rannsóknarverkefni Víkurskóla
og Kötlu jarðvangs. Á næsta
skólaári munu nemendur síðan
fara að vinna úr þeim gögnum
sem þau hafa aflað núna í vetur
og vor, ásamt því að halda áfram
rannsóknum sínum í Víkurfjöru.
Nemendur Víkurskóla munu
síðan gera grein fyrir fyrstu
niðurstöðum sínum næsta vor,
en þá verða þau búin að fylgjast
með fjörunni í eitt ár.
Frétt af vef katlageopark.is
dagsett 21. maí 2021