Skólavarðan - 2021, Síða 51

Skólavarðan - 2021, Síða 51
Bækur / KENNARINN Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að samstarfi og gæðum í menntun á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Nordplus er fyrir leik- grunn og framhaldsskóla, háskóla, stofnanir á sviði fullorðinsfræðslu, starfsþjálfunar og óformlegrar menntunar, aðila sem starfa að kennslu og miðlun norrænna tungumála o.fl. Næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2022. Nánar á www.nordplusonline.org Endurskoðuð og uppfærð Handbók um málfræði Hver kannast ekki við að vanta oft gott upp- flettirit um íslenska málfræði? Handbók um málfræði er sérstaklega hugsuð fyrir nemend- ur, kennara og allt áhugafólk um íslenskt mál. Í fyrri hluta bókarinnar er hugtakaskrá þar sem hugtakaforðinn miðast við það sem líklegast er að fólk rekist á í kennsluefni eða handbókum af ýmsu tagi eða í umræðu um málfar. Handbók um málfræði kom fyrst út árið 1995 en hefur verið ófáanleg í langan tíma. Bókin hefur verið endurskoðuð þar sem tekið er tillit til breyttrar hugtakanotk- unar, nýs orðaforða og nýrrar þekkingar í mál- fræði. Höfundur er sem fyrr Höskuldur Þráins- son, prófessor emeritus í íslensku nútímamáli við Háskóla Íslands. Andlit á glugga – íslenskar þjóðsögur og ævintýri Andlit á glugga er safn íslenskra þjóðsagna og ævintýra, með nútímastafsetningu og ítarlegum orðskýringum, sem Jón Karl Helgason, prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, og Romina Werth, dokt- orsnemi við sömu deild, önnuðust útgáfu á. Myndir í bókinni eru eftir Halldór Baldursson. Á bakhlið bókarinnar stendur: Sæmundur fróði, Búkolla, Galdra-Loftur og Grýla eru meðal fjölmargra ógleymanlegra þjóðsagna- persóna sem hafa lifað með Íslendingum um aldir og sett mark sitt á tungumálið og þjóðarsálina. Sögurnar af þeim eru ekki aðeins gluggi að veruleika og hugmyndaheimi fyrri alda heldur lykill að undrum íslenskunnar. Bókin hefur að geyma sextíu sögur sem fylgt er úr hlaði með fróðlegum inngangi og milliköflum Rominu Werth þar sem hún varpar ljósi á munnlega geymd efnisins, alþjóðlegt samhengi þess og gildi þessara bókmennta í menningarsögulegu samhengi. Á vef Háskóla Íslands segir Romina: „Sí- vinsæla draugasagan um djáknann á Myrká finnst t.d. í mjög svipaðri mynd í breskum og þýskum ballöðum en íslenska tilbrigði sögunnar hefur aðlagast umhverfi sínu og er staðsett í íslenskri sveit. Í því samhengi má segja að þjóðsögur séu gott viðfangsefni fyrir nemendur af erlendum uppruna þar sem flestir þeirra þekkja sambærilegar sögur frá sínum eigin heimaslóðum. Það er því mjög skemmtilegt og gefandi fyrir mig sem kennara að vinna með þessa þekkingu nemenda.“ Markhópurinn er efa er- lendir nemendur en bókin hentar ekki síður nemendum sem hafa íslensku að móðurmáli og er hún auglýst fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Með lestri þjóðsagna öðlast lesandinn aukið menn- ingarlæsi og kynnist íslensku sveitasamfélagi fyrri alda.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.