Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 53

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 53
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 53 Núvitund / RADDIR Vissir þú? Lífeyrispunktar frá LSR  X Að með því að nýta þér séreignarsparnað færðu 2% beina launahækkun frá vinnuveitanda?  X Að allir sjóðfélagar LSR geta nýtt sér sér- eignarsparnað LSR? Séreign LSR – Leið I skilaði 13,3% raunávöxtun á síðasta ári og hefur skilað 6,3% raunávöxtun að meðaltali sl. 10 ár.  X Að skv. tölum frá Seðlabanka Íslands er ávöxtun í Séreign LSR - Leið I hjá LSR vel umfram meðaltal séreignarsjóða banka og sparisjóða (sem var 5,63% á síðasta ári og 2,99% að meðaltali á ári sl. 10% ár)?  X Að skv. Seðlabanka Íslands er kostnaður við rekstur séreignarsjóða að jafnaði lægri hjá séreignardeildum lífeyrissjóða heldur en hjá bönkum og sparisjóðum?  X Að sjóðfélögum LSR bjóðast bæði verðtryggð og óverðtryggð fasteignalán hjá sjóðnum sem geta numið allt að 70% af veðhlutfalli fasteignar?  X Að engin uppgreiðsluþóknun er tekin af lánum LSR og hægt er að greiða inn á lánin hvenær sem er án gjalds?  X Að vextir LSR lána eru fastir í 36 mánuði í senn en einnig er hægt að fá verðtryggð lán með föstum vöxtum út allan lánstímann?  X Að lífeyrisréttindi sjóðfélaga LSR eru nokk- uð mismunandi milli A- og B-deilda sjóðsins? B-deildinni var lokað árið 1997, þannig að þeir sem hófu að greiða til sjóðsins eftir það eru allir í A-deild.  X Að þú getur séð hvort þú sért í A- eða B-deild LSR með því að skrá þig inn á Mínar síður á vef LSR?  X Að þú getur séð áunnin réttindi þín hjá LSR á Mínum síðum lsr.is?  X Að sjóðfélagar í A-deild LSR eiga rétt á örorkulífeyri ef mat á örorku er a.m.k. 40% í þrjá mánuði eða lengur? Hjá B-deild er hlutfallið 10%.  X Að fjárhæð örorkulífeyris í A-deild LSR fer eftir þeim réttindum sem sjóðfélagi hefur áunnið sér? Hafi sjóðfélagi hins vegar greitt iðgjald í a.m.k. 3 af síðustu 4 almanaksárum og 6 af síðustu 12 mánuðum gæti hann, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, átt rétt á að réttindin séu framreiknuð, þannig að fjárhæðin sé reiknuð út frá því sem sjóðfélagi hefði áunnið sér fram til 65 ára aldurs.  X Að ef sjóðfélagi LSR fellur frá geta eftirlifandi maki og börn átt rétt á maka- og barnalífeyri? Þ að er gefandi en jafnframt krefjandi að kenna. Mikil umræða er um álag í kennarastarfinu og áhyggjuefni hve hátt hlutfall kennara upplifir mikla streitu og kulnun í starfi. Mikilvægt er að bregðast við þessu og skapa heilsueflandi starfsaðstæður í skólum. Þar er hlutverk menntamálayfirvalda og stjórnenda mjög mikilvægt og setja þarf skýr markmið og varða leiðir sem efla velfarnað allra þeirra sem í skólum starfa, bæði nemenda og starfsfólks. Styðja þarf kennara til starfsþróunar á þessu fræðasviði líkt og öðrum. Eitt af því sem hefur verið reynt og rannsakað erlendis er að innleiða núvitund í skólastarf með það að markmiði að efla velfarnað. Hérlendis hafa nokkrir skólar þegar stigið skref í þessa átt en rannsóknir sýna að núvitundar- þjálfun er t.d. öflug leið til að auka vellíðan, sjálfsþekkingu og seiglu, efla einbeitingu og athygli, draga úr kvíða og þunglyndi, efla samskiptahæfni og styrkja ónæmiskerfið. Þá sýna rann- sóknir að núvitundarþjálfun stuðlar að aukinni samkennd bæði í eigin garð og til annarra sem er verndandi þáttur gegn streitu og kulnun. Núvitund snýst um meðvitund um það sem er að gerast innra með okkur og í umhverfinu ásamt því að veita viðbrögðum okkar athygli. Við tileinkum okkur umburðarlyndi, opið hugarfar, forvitni og mildi bæði gagnvart okkur sjálfum og öðrum. Við leggjum okkur fram um að vera sem oftast til staðar, andlega og líkamlega. Við þjálfum athyglina og æfum okkur í að veita hugsunum okkar, tilfinningum og líkama meðvitaða athygli, hvort sem upplifunin er góð eða slæm. Við þjálfum okkur í því að meðtaka, viðurkenna og finna fyrir því sem við upplifum og velja meðvitað hjálpleg viðbrögð. Núvitund er annars vegar þjálfuð með formlegum hætti, með núvit- undarhugleiðslu, og hins vegar með óformlegum hætti í daglegu lífi. Þá leggjum við okkur fram um að hafa fulla athygli á því sem við erum að gera en tækifærin til að þjálfa okkur í daglegu lífi og starfi eru óteljandi. Í skólastarfi eru fjölbreytt verkefni á degi hverjum en ef hugurinn er sífellt að flakka á milli þess sem við erum að gera og þess sem við vorum að gera eða eigum eftir að gera þá eykst hættan á þreytu og streitu. Það styður mjög við þessa færni í dag- legu lífi að þjálfa okkur formlega en það þarf ekki að vera flókið, það þarf ekki neinn sérstakan búnað eða aðstæður til að hugleiða. Æfingarnar geta verið allt frá einni til tveimur mínútum og upp í 20 til 30 mínútur en mikilvægt er að finna sér fastan æfingatíma í dag- skipulaginu. Sumir kennarar hafa t.d. vanið sig á að hinkra aðeins lengur við í stofunni í nokkrar mínútur eftir kennslu og hugleiða stutta stund. Þá er hægt að venja sig á að staldra við í bílnum eða velja sér lengstu röðina í búðinni. Það er dýrmætt að skapa sér andrými reglulega yfir daginn en rannsóknir sýna að með því er streitustigið í huga og líkama mun lægra við lok dags en annars hefði verið. Ef innleiða á núvitund í skóla þarf að byrja á að gefa starfsfólkinu tækifæri til að kynna sér hvað núvitund er, síðan að æfa sig og loks að kenna núvitund hafi það áhuga á því. Hægt er að nýta leiddar hugleiðslur og spila fyrir hópinn eða leiða æfingar sjálf. Þá geta kennarar farið á kennsluþjálfunarnámskeið til að fá sérstakt námsefni í núvitund og öðlast aukið öryggi í að miðla núvitund til nemenda sinna. Það að vinna með núvitund með nemendum getur stutt okkur í að hlúa að eigin núvitund og þar með stíga mikilvæg skref til að hlúa að heilsu okkar. Eitt af því sem núvitund getur hjálpað okkur með er að næra neistann okkar og vera meðvituð um það þegar álagið verður of mikið og geta brugðist við á hjálplegan máta áður en í óefni er komið. Stuðningur stjórnenda skiptir höfuðmáli þegar kemur að því að efla velfarnað í skólum hvort sem um er að ræða núvitund eða aðra heilsueflandi þætti. Þeir þurfa að setja skýr markmið og skapa aðstæður og rými til að hlúa að þáttum velfarnaðar alveg eins og þeir leggja línur varðandi annað í skólastarf- inu. Með því að gefa kennurum og öðru starfsfólki kost á að kynna sér núvitund má stuðla að bættum skólabrag, aukinni heilsueflingu og velfarnaði allra sem skólasamfélaginu tilheyra. Aðsend grein Að næra neistann með núvitund Bryndís Jóna Jónsdóttir, núvitundarkennari, grunnskólakennari og náms- og starfsráðgjafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.