Skólavarðan - 2021, Side 55
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 55
Vinnuumhverfismál / RADDIR
Kennarar eru með
áttavita sem leitar
oft í aðrar áttir en
hann ætti að gera. Sú
truflun sem áttavit-
inn verður fyrir er sú
hugsun og staðreynd
að kennarar hafi ekki
gert nóg fyrir nem-
endur sína; hafi ekki
sinnt skyldu sinni.
H vað er samviska? Samviska getur
m.a. þýtt „að vita með sjálfum sér“
og „ sú tilfinning sem við höfum
fyrir því hvað sé rétt og rangt.“
Margir kennarar glíma við
samviskuna og áttavitann
sem býr innra með þeim. Innri rödd okkar má líkja
við áttavita, segir Anna Valdimarsdóttir (2010).
Hann er afar næmur og því þarf ekki mikið til að
trufla hann. Ef áttaviti á að vísa okkur rétta leið
verðum við að búa honum rétt skilyrði. Ef við gerum
það ekki er hætt við að við lendum á villigötum (Anna
Valdimarsdóttir, 2010). Kennarar skera sig úr, það þarf
mikið til að trufla áttavita kennara þó næmur sé og samvisku.
Hvað skilyrðin varðar er það í höndum þeirra sem stjórna og
reka skólana að móta þau.
Kennarar eru með áttavita sem leitar oft í aðrar áttir en
hann ætti að gera. Sú truflun sem áttavitinn verður fyrir er
sú hugsun og staðreynd að kennarar hafi ekki gert nóg fyrir
nemendur sína; hafi ekki sinnt skyldu sinni. Slíkt
heyrist t.d. meðal grunnskólakennara. Áttavitinn
og samviskan benda kennurum á að þeir hafi ekki
sinnt nemendum eins og þeim ber samkvæmt
lögum um grunnskóla. Þegar kennari fer heim
með þá hugsun að hann hafi ekki komið til móts
við alla nemendur sína hefur það áhrif á starfið og
andlega líðan hans. Kennari upplifir að hann hafi
ekki getað lagt námsefnið fyrir eins og honum ber,
það vanti vinnufrið meðal nemenda, agaleysið
sé of mikið. Kennari upplifir að uppeldismál
séu fyrirferðarmeiri en kennsla. Slíkt gerist dag
eftir dag eftir dag. Kennari mætir dapur í bragði
daginn eftir og tekst eina ferðina enn á við dag þar
sem samviskan segir að hann geri ekki nóg. Anna
(2010) segir: „Samviskan er viskan sem gerir mig
að meiri manneskju. Ég öðlast ekki visku nema ég
hlýði rödd samvisku minnar. Það liggur í orðinu
sjálfu: Sam-viska.“ Því miður geta margir kennar-
ar, starfsskilyrða vegna, ekki hlýtt rödd samvisku
sinnar. Ytri og innri starfsskilyrði í skólastarfi eru
ekki á valdi kennara heldur rekstraraðila skóla.
Hvað er til ráða
Grunnskólinn er skylda. Í grunnskóla er engum vísað frá eigi
nemandi lögheimili í hverfi skólans. Þar skiptir engu hvort
bekkurinn sé fjölmennur eða erfiður. Mörg sveitarfélög eru
treg til að bæta við kennurum þegar krefjandi nemendur
bætast í yfirfulla og erfiða bekki. Stuðningsfulltrúar eru frekar
ráðnir sem ódýrari vinnukraftur en kennarar. Stjórnendur
skóla horfa ekki til gæða skólastarfs og faglegrar færni starfs-
manns. Yfirboðarar þeirra, sveitarfélögin, hafa sennilega sitt
að segja með þann ráðahag.
Starfsmenn leikskóla benda á að festa þurfi í lög fjölda
barna á hvern starfsmann. Taka má heilshugar undir það.
Aðsend grein
Er samviska
vinnuumhverfismál?
Helga Dögg Sverrisdóttir,
formaður vinnuumhverfisnefndar KÍ
Sveitarfélögin eiga að sjá sóma sinn í að bjóða börnum og
unglingum upp á góða skóladvöl frá upphafi til enda.
Það þarf að koma á fjöldatakmörkun í bekki í
fjölmennum grunnskólum. Raunhæfri fjöldatakmörkun.
Auk þess á samsetning hóps að ráða fjölda í einstaka
bekkjum. Agavandamál, geðraskanir, fjölmenning
og hvers konar fötlun á að setja á vogarskálar þegar
vigtað er inn í bekk. Þegar nemendur sem tala ekki
íslensku eru fleiri en einn kallar það á fleiri fasta
kennara í bekk til að sinna faglegu starfi. Ekki í stakar
kennslustundir heldur allar. Samvisku kennara sem
stendur einn með fjölbreyttan hóp er ógnað. Slík ógnun
er vinnuumhverfismál.
Hlusta á samviskuna
Kennarar eru stétt sem lætur ýmislegt yfir sig ganga og
réttlæta það með því að um börn sé að ræða. Kennarar eru
duglegir að drekkja eigin samvisku þegar skólastarf er annars
vegar og telja það í þágu barnanna. Ég tek undir með Önnu
þegar hún segir: „En mannshugurinn er meistari
í að réttlæta fyrir sér alls kyns sjálfsblekkingar.
Þegar við erum týnd sjálfum okkur drukknar rödd
samviskunnar í hávaðanum sem umlykur okkur
þegar við eigum erfitt með að hvíla í eigin huga
og gerum hvað sem er til að heyra ekki í nagandi
röddinni innra með sjálfum okkur né velviljaðar
raddir annarra“ (Anna Valdimarsdóttir, 2010).
Þegar kennarar leita hjálpar, hjá t.d. trúnaðar-
mönnum, vegna bugunar verður oft lítið úr að
þeir fari að þeim ráðum sem þeir fá. Samviskan
leyfir það ekki. Samviskan er harður húsbóndi
kennara og hefur áhrif á vinnuumhverfi þeirra.
Já, samviska er vinnuumhverfismál
Til að svara fyrirsögninni má benda á rök málinu
til stuðnings. Barátta við samviskuna kallar á
hugarangur sem hefur áhrif á vinnuframlag.
Barátta við samviskuna kallar á vanlíðan í starfi
sem hefur áhrif á vinnuframlag. Barátta við
samviskuna kallar fram óánægju sem hefur áhrif
á vinnuframlag og staðblæ vinnustaðar. Barátta
við samviskuna kallar fram magnleysi sem
hefur áhrif á vinnuframlag og líðan. Barátta við
samviskuna getur leitt af sér andleg veikindi, sem klárlega er
vinnuumhverfismál þegar skólastarfið er aðalorsakavaldur-
inn. Barátta við samviskuna kallar á sektarkennd. Barátta við
samviskuna kallar á íhugun um að yfirgefa kennarastarfið.
Barátta við samviskuna er orsakavaldur að því að kennarar
hætti kennslu.
Ytri og innri þættir skólastarfs hafa áhrif á samvisku
og áttavita kennara. Þeir þættir eiga að beina áttavitanum
og samviskunni í rétta átt þannig að kennarar gangi sáttir
frá starfi sínu, nánast daglega. Betur má ef duga skal hjá
mörgum stjórnendum og rekstraraðilum skólanna.
Heimild: Anna
Valdimarsdóttir.
(2010). Ástríðufull
samviska. Vefrit
Sálfræðingafélags
Íslands. Sótt 17.
október af Ástríðu-
full samviska |
Vefrit Sálfræðinga-
félags Íslands
(wordpress.com).