Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 56

Skólavarðan - 2021, Blaðsíða 56
56 SKÓLAVARÐAN HAUST 2021 NEMANDINN / Umhverfisvernd höfðum við verið í samskiptum við tvo framhaldsskóla, Nordahl Grieg skólann í Bergen og Örestad framhaldsskólann í Kaupmannahöfn,“ segir Oskar Sjögren, skólastjóri YBC. „Við vildum þróa samstarf með þessum skólum og ýta undir vilja ungs fólks til þess að skapa betri framtíð. Þess vegna sóttum við um styrk til Nordplus til að heimsækja skólann í Bergen.“ Grænni framtíð sem þema innan Nordplus Umsókn skólans til Nordplus Junior fyrir undirbúningsheimsókn var samþykkt og fyrsti fundur kennara og skólastjóra skólanna þriggja var haldinn í Bergen í janúar 2020. Fundurinn leiddi til sameiginlegrar umsóknar til Nordplus Junior áætlunarinnar fyrir þriggja ára verkefni sem nefnist „Norrænir Changemaker skólar takast á við heimsmarkmiðaáskorun Sameinuðu þjóðanna“ sem var einnig samþykkt. „Það var bæði skemmtilegt og fræðandi að hittast og vinna saman á ólíkum tungumálum. Við ræddum bæði framtíðarsýn verkefnisins og hver væru raunhæf markmið þess,“ segir Ylva Broman, félagsfræði- og sænskukennari hjá YBC. Verkefnið sem YBC vinnur að fellur innan ramma Nordplus áætlunar- innar um áherslu á græna framtíð. Einn bekkur frá hverjum skóla tekur þátt í verkefninu, en það beinir sjónum að því hvernig við getum uppfyllt þrjú af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. Nordplus styrkurinn var að mestu eyrnamerktur ferðalögum, en þeim þurfti að fresta vegna heimsfaraldursins og því hafa nemendurnir hingað til einungis hist á stafrænan máta. Fyrsta árið vann sænski bekkurinn sérstaklega að því að skoða hvaða leiðir væru færar til að stöðva lofts- lagsbreytingar. „Við vildum nýta virkni nemendanna til að blása til aðgerða,“ segir Ylva Broman. „Við höfum unnið að því hvernig hægt er að breyta eigin hegðun og lífstílsvenjum og hafa út frá því áhrif á samfélagið. Nemendurnir hafa lokið mismunandi herferðum, til dæmis búið til auglýsingar fyrir Nature and Youth Sweden og einnig fyrir verslun með notuð föt. Þau hafa líka Þátttaka ungs fólks í nátt- úruvernd er sífellt að aukast, en sænski framhaldsskólinn YBC hefur hafið samstarf við danska og norska skóla og sett á fót þriggja ára verkefni til að skapa betri framtíð. Y oung Business Creatives (YBC) er opinber framhalds- skóli í Nacka, sveitarfélagi rétt fyrir utan Stokkhólm, sem býður upp á námsleiðir í frumkvöðlastarfsemi og skapandi hugsun. Framtíðarsýn skólans er „Við munum breyta heiminum“ og í tengslum við það hefur hann tekið þátt í alþjóðlegu samstarfsneti, svokölluðu Changemaker Schools síðan 2014 á vegum samtaka sem nefnast Ashoka sem styðja við frumkvöðlastarfsemi um allan heim. „Í gegnum samstarfsnetið Nordplus Nemendur hvattir til aðgerða í umhverfismálum Höfundur er Kristina Wall hjá sænska framhalds- skólaráðinu. Þýðing fyrir Nordplus á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.