Skólavarðan - 2021, Qupperneq 57

Skólavarðan - 2021, Qupperneq 57
HAUST 2021 SKÓLAVARÐAN 57 Vinnumarkaður / NEMANDINN Einn bekkur frá hverjum skóla tekur þátt í verkefninu, en það beinir sjónum að því hvernig við getum uppfyllt þrjú af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni. búið til tónlistarmyndband sem vekur athygli á umhverfisspjöllum og hitt stjórnmálamenn til að fræðast um hvað sveitarfélagið þeirra er að gera til að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni.“ Nemendur ánægðir með verkefna- vinnuna Vonir standa til að bekkirnir sem taka þátt í verkefninu geti hist í Bergen í mars 2022 til að halda áfram samstarf- inu og vinna saman að heimsmarkmiði tengdu hafinu og sjávarauðlindum. Í framhaldi af því verður lögð áhersla á sjálfbærni borga og samfélaga þegar bekkirnir hittast í Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir að fyrsta árið hafi ekki farið alveg samkvæmt áætlun vegna heimsfaraldursins hefur það heppnast vel: „Það hefur farið fram úr björtustu vonum,” segir Ylva Boman. „Við höfum gert mat á verkefninu og nemendunum finnst Nordplus verkefnið vera með því skemmtilegasta sem þau hafa gert allt árið! Þau eru stolt af lokaafurðunum og þrátt fyrir stafræna umhverfið og engin ferðalög hafa þau til dæmis eignast nýja Snapchat vini. Sumt hefur þó verið erfitt, eins og að skilja tungumál hvers annars og taka þátt í stafrænum fundum.“ „Við höfum sérstaklega getað unnið með framtíðarsýnina okkar, að breyta heiminum og á sama tíma höfum við aukið skilning okkar á norrænni menningu og tungumálum,“ segir Oskar Sjögren, skólastjóri YBC. „Það er frábært að sjá hversu líkir skólarnir okkar eru og hve vel þeim gengur að vinna að sameiginlegu verkefni. Við viljum sýna fram á að skoðanir ungs fólks séu ákaflega mikilvægar og að þær geti skipt máli hér og nú.“ V R heldur áfram að bjóða upp á VR-Skóla lífsins í vetur og nú er enn einfaldara fyrir framhaldsskóla að fá aðgang að netnáminu. Eftir gagnlegar ábendingar varðandi skyldur framhaldsskóla um vernd persónuupplýsinga nemenda hafa verið gerðar uppfærslur á VR-Skóla lífsins sem fela í sér tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að auka öryggi vinnslu persónuverndarupp- lýsinga þátttakenda. VR-Skóli lífsins er netnámskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. „Hvernig fæ ég vinnu?“ „Hvað á ég að fá í laun?“ „Hvað er jafnaðarkaup?“ - þessum spurningum og ótal fleiri er svarað á mannamáli með líflegum myndböndum og stuttum verkefnum í lok hvers kafla. Nemendur fá einnig skírteini þegar þeir klára netnámið sem er frábær viðbót við ferilskrána. VR-Skóli lífsins hefur verið starfræktur í 7 ár og yfir 6.500 ung- menni hafa lokið við námið. Kennarar fá aðgang að námsefninu VR veitir skólunum aðgang að námsefninu þeim að kostnaðarlausu og kennarar geta fengið aðgang fyrir sína nemendahópa með því að hafa samband við VR. Breytingarnar á kerfinu fela það í sér að VR þarf nú einungis nafn og netfang kennara til að stofna svokall- aðan Ofurkennaraaðgang. Kennarar fá þannig sjálfir aðgang inn í VR-Skóla lífsins, geta útbúið hópa og boðið nemendum inn í kerfið. Kennarar hafa áfram yfirsýn yfir sína hópa og geta sent nemendum boð um að skrá sig, kallað fram yfirlit yfir þá nemendur sem hafa fengið boð en ekki nýtt það, boðið öðrum kennurum að tengjast hópnum og kallað eftir hóplista með nöfnum, notendanöfnum og lykilorðum nemenda. Kennari skilgreinir sjálfur til hve langs tíma aðgangur er stofnaður en öllum óvirkum aðgöngum er eytt eftir eitt ár. Skilvirkt netnám Fyrir framhaldsskólahópa tekur námið tvær kennslustundir. Netnámið sjálft tekur um 60 mínútur og er hægt að fara í gegnum það í kennslustund eða í heimavinnu. Þá er verklegur tími með kennara ein kennslustund eftir að nemendur hafa lokið við netnámið. Til að nálgast námsefnið og fá nánari upplýsingar má senda póst á vrskolilifsins@vr.is eða hringja í síma 510 1700. Kynning VR Skóli lífsins – netnám um allt varðandi vinnumarkaðinn Umsagnir framhaldsskólakennara um VR-Skóla lífsins „Við teljum VR Skólann henta nemendum vel. Okkur finnst myndböndin skemmtileg viðbót við kennsluna og nemendum finnst þetta fróðlegt og skemmtilegt. Lifandi umræður skapast oft í verklega tímanum. Vinnan fyrir okkur kennarana er einföld og án erfiðleika. Það fylgja góðar leiðbeiningar og auðvelt að fá svör frá VR ef spurningar vakna.“ Viðskiptagreinakennarar í Verzlunarskóla Íslands „Ég nota VR Skólann í kennslu því hann nálgast nemendur og viðfangsefnið á skýran og skemmti- legan hátt. Nemendur muna vel eftir efninu og vitna oft í það. Það er ekkert mál að leggja þetta fyrir, leiðbeiningar eru skýrar og þetta er ekkert flókið.“ Lífsleiknikennari við Kvennaskólann í Reykjavík „Við notum VR-Skóla lífsins vegna þess að hann höfðar til krakkanna, þeim finnst hann skemmti- legur og áhugaverður. Frábært að fá VR Skóla skírteinið til að setja með ferilskránni. Okkur finnst gott að geta fylgst með framvindu nemenda með kennaraaðganginum okkar og fáum alltaf snögg svör við fyrirspurnum okkar hjá VR.“ Lífsleiknikennarar við Fjölbrautaskólann við Ármúla

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.