Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Page 6
„Þá kom fylgdarskipið og henti
djúpsprengjum, og ...
það stórfækkaði í hópnum“
- Ólafur Grímur Björnsson ræðir við Stefán Olsen kyndara
Hér lýkur afar athyglisverðu viðtali
Ólafs Gríms við Stefán Olsen.
Ólafi Grími þökkum við kærlega fyrir
að leyfa lesendum Víkings að njóta
frásagnarinnar.
Skipstjórinn yfirgaf
aldrei skipið
Sigurð sá ég fyrst, eftir að ég var kom-
inn á flekann. Hann stóð þarna úti á
brúarvængnum stjórnborðsmegin, róleg-
ur eins og hetja og horfði á allt, sem
gerðist. Hann stóð, þar til að hann flaut
uppi og allt var komið í kaf. Hann hefur
farið á kaf, en flotið upp, og þá er þessi
fleki við frammastrið nærri honum, og
hann gat synt til hans. Sigurður var flug-
syndur.
Við Hermann sáum aldrei þennan
björgunarbát. Fólkið í sjónum var komið
fjær, þar sáum við marga, og þá kom
fylgdarskipið og henti djúpsprengjum,
og þá tókum við eftir því, að það stór-
fækkaði í hópnum. Þeir hafa ábyggilega
drepið þarna fleiri manns. Í stað þess að
snúa sér að því að bjarga fókinu – þeir
hefðu átt sjens á að bjarga mörgum –
keyrðu þeir bara um og hentu sprengj-
um. Það komst ekkert annað að en að
eyðileggja kafbátinn. Þetta er fólkið, sem
var í kringum björgunarbátinn, og það
bjargaðist ekkert af því.
- Hann hélt, að hann væri sloppinn?
Já, það héldu víst allir, að við værum
sloppin. Maður hélt það, skipið var kom-
ið alveg upp að landi. Ég heyrði talað
um, að hann hefði ekki átt að gera þetta
og hitt. Hann hefði ekki átt að stoppa
þarna. Og úr því að hann stoppaði, þá
hefði hann á eftir átt að fara beint inn til
Keflavíkur. Svona heyrði maður talað.
- Aðeins nánar um það þegar þið sigld-
uð fyrir Reykjanesskagann.
Siglingaleiðin meðfram Reykjanes-
skaga er hérna. Hann siglir um sjómíl-
ur frá landi yfirleitt. En það eru flúðir út
af Garðskaga, sem alltaf brýtur á, einnig
á flóði. Nálægt þeim er ekki siglt. Þegar
hann er kominn vel fyrir Garðskagann,
tekur hann stefnuna beint á Reykjavík,
en í þetta sinn beygir hann þá meira inn
fyrir til þess að bjarga mannskapnum í
bátnum. Við sáum vel húsin í landi af
flekanum. Flekann rak út flóann, lík-
legast í norðvestur. Á honum erum við
útaf Garði. Olíudallurinn hét Shirvan.
Hann var utar, og það var eldur í hon-
um. Hann var svona vel rúma sjómílu í
burtu. Þetta var víst 6.000 tonna skip.
Það var á okkar siglingaleið. Kafbátur-
inn hefur séð okkur og fylgzt með okk-
ur, þegar að við stoppuðum og tókum
6 – Sjómannablaðið Víkingur
Goðafoss II við festar utan við Akraneshöfn; óvíst er, hvenær myndin var tekin. Fyrsta skip Eimskipafélagsins með þessu nafni var í eigu félagsins frá 1915–1916, en
þá strandaði það við Straumnes norðan við Aðalvík og eyðilagðist. Goðafoss II var smíðaður 1921 í Danmörku. Hann var lítið stærri en Goðafoss I, en afl meiri. -
Héraðsskjalasafn Akraness.