Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Síða 8
mennina um borð. Hann leyfir okkur að
taka þá um borð og skýtur svo allt niður.
Þó veit maður ekki, hvernig hann hefur
hugsað sér þetta. Það hefur kannski
tekið hann tíma að komast í rétt sikti.
- Þegar þið stoppið, sigldu þá hin skipin
fram úr ykkur?
Þau voru yfirleitt á undan okkur, lík-
legast var ekkert á eftir okkur, við erum
síðasta skipið af þessum skipum. Þetta
voru togarar, ekki tundurspillar eins og
við fengum, þegar farið var yfir Atlants-
hafið. Þessi fylgdarskip gengu 10–1
mílur.
Goðafoss sekkur
Við horfðum á skipið sökkva frá flek-
anum, ég og Hermann Bæringsson, og
við erum að segja, að þeir séu heppnir,
að skipið stoppaði, hætti að síga, og við
gizkuðum á, að skipið stæði þá upp á
endann í botni. En svo þótti okkur það
eiginlega ótrúlegt, og þá héldum við, að
það væri svona mikið loft í honum að
framan, því lúkarinn var tómur, sko, það
gæti verið, að það héldi honum uppi.
Hann stoppaði þannig, að frammastrið
var svona rúmar tvær mannhæðir eða
til 5 metra fyrir ofan sjávarflötinn. Og
þá stóð hann næstum því lóðréttur, og
mastrið var eiginlega alveg flatt. Og við
Hermann erum einmitt að tala um það,
hvort mastrið muni taka flekann með
sér. Og svo þegar hann sekkur, þá fer
hann allur fram á við, stefnið sekkur
fram, sko! Ef skipið var ekki komið í
botn að aftan, þá mátti búast við, að það
hefði haldið áfram að síga aftur og niður.
Lengdin á Goðafossi var um 7 metr-
ar, og dýptarlínur sýna mest 0 til 50
metra sjávardýpi þarna í Faxaflóanum,
og dýpið gæti hafa verið aðeins 0 til 0
metrar.
- Hvaða fyrirmæli heldur þú, að fylgd-
arskipin hafi haft?
Það skilur maður ekki, að þau skyldu
ekki hafa haft fyrirmæli um að bjarga
mannskapnum. Þau hafa haft fyrirmæli
um að elta kafbátinn, það er gefið mál.
Fylgdarskipið kemur þarna inn í kösina,
þar sem allt er á floti, bæði flekar og
mannskapurinn í sjónum, þarna kemur
það og hendir sprengjum í kösina. Eftir
það hurfu margir.
- Var fólkið, sem var í kringum björg-
unarbátinn?
Já.
- Var mikið sog, þegar að skipið fór
niður?
Það hefur ekki verið mikið, og það
voru engir í sjónum í kringum stefnið,
þegar það sökk, bara flekinn, sem við
höfðum áhyggjur af. Fólkið, sem var í
sjónum, var komið utar, undan vindin-
um og öllu saman. Vindurinn stóð út
flóann, svo fólkið fjarlægist skipið, eftir
að það var komið í sjóinn. Auk þess var
skipið komið upp í 8 mílna ferð, þegar
það fékk skotið og heldur eitthvað áfram
að skríða eftir það. Þarna voru fleiri
manns á floti, og Bretarnir hefðu hæg-
lega getað bjargað því í staðinn fyrir að
sprengja það upp ... og drepa fólkið. Og
eftir þetta komu flugvélar, en þær flugu
utar og vörpuðu ekki sprengjum nærri
okkur.
- Ykkur á flekunum var bjargað tveimur
til þremur tímum seinna.
Okkur var bjargað um fjögur leytið í
þetta herskip. Þegar við vorum komnir
um borð í björgunarskipið, þá var Sig-
urður sleginn að sjá. Hann var ekki eins
upplitsdjarfur eins og hann var venju-
lega. Hann hafði áttað sig á því, að það
vantaði marga. Þetta fékk á hann. Við
fengum allir klæðnað í björgunarskipinu,
önnur föt, en hann vildi þau ekki. Hann
sagðist vera í íslenzkum ullarfötum, og
þau myndu þorna. Ég talaði aldrei við
hann. Við fengum allir rommsjúss, sem
vildum. En enga skýringu fengum við á
því, af hverju þeir björguðu okkur ekki
Þorbjörg Sturlaugsdóttir með son sinn Stefán í
garðinum á Hringbraut 82 í Reykjavík. Móðir Þor-
bjargar bjó á nr. 82, en við hliðina, á nr. 84, bjuggu
þau Þorbjörg og Stefán. Stefán yngri er elzta barn
þeirra hjóna.
Brezka olíuskipið S S Shirvan við akkeri í Halifax, Nova Scotia, Kanada. Myndin var tekin 4. október 1943. - National Maritime Museum, Greenwich, London.
8 – Sjómannablaðið Víkingur
Fritz Hein, kafbátsforingi U-300, Oberleutnant zur
Zee. Fritz Hein fórst með kafbáti sínum 22. febrúar
1945 vestan við Cadiz í Frakklandi. Flestir í áhöfn
bátsins björguðust.