Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Qupperneq 12
Sigurður Guðmundsson, háseti,
Árni Jóhannsson, kyndari,
Stefán Olsen, kyndari.
Loftur Jóhannsson, kyndari, var
einnig í áhöfninni, en hann lá á sjúkra-
húsi í Halifax og fór ekki til baka þessa
örlagaríku ferð. Loftur hafði veikzt af
botnlangabólgu á leiðinni út og verið
fluttur yfir í spítalaskip skipalestarinnar,
þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð.
Var það 8 dögum, áður en komið var
með hann til Halifax í Kanada. Gröftur
komst í sárið, og hann varð að dvelja þar
í 5 vikur, áður en hann var útskrifaður
(fór heim með Fjallfossi, sem var í klöss-
un). Þetta var önnur ferð Lofts með
Goðafossi.
Í þeirri fyrstu var myndin af þeim fé-
lögum tekin á Empire State byggingunni,
sem birtist í síðustu grein. Loftur var
bróðir Árna Jóhannssonar, sem einnig
var kyndari á Goðafossi og var með skip-
inu, þegar það fórst. Árni var staddur
niðri í matsal, þegar sprengingin varð.
Hann varð að ganga upp stiga með sjó-
inn fossandi á móti sér, en hann komst
upp, gat synt frá skipinu og bjargaðist á
fleka eins og sagt er frá í viðtalinu.
Dráttarbáturinn Empire Wold fórst
með allri áhöfn 10. eða 11. nóvember
19. Ekki er vitað, hve margir voru þá í
áhöfn bátsins, en kunnugt er um nöfn
eftirfarandi 7 skipverja, sem fórust:
Henry S. Clark, kyndari, Frank R. Hack-
ney, háseti, Tom Moody, háseti, David J.
Morris, lieutenant, William F. Mudd,
kyndari, Herbert R. Steele, signalmaður
og William Wiggins, háseti. Talið er
líklegt, að fleiri hafi verið á bátnum en
þessir 7. http://naval-history.net/xDK-
Cas19-11NOV.htm
Viðtalið við Stefán Olsen, kyndara,
sem hér birtist, var tekið í september
1995. Stefán vildi, að sögurnar, sem
hann hafði svo oft sagt, varðveittust og
minningin um þá, sem hann hafði verið
með til sjós. Hann taldi sig hafa verið
heppinn, já, heppinn, að það var á há-
flóði, þegar karlinn sigldi Svölunni í
ófært Lambhúsasund á Akranesi, og bát-
urinn kastaðist svo ofarlega í brim-garð-
inn, að þegar fjaraði undan þeim um
nóttina, gátu þeir vaðið í land. Heppinn
að sofa aftur í á togaranum Braga, þegar
hann lá á ytri höfninni í Fleetwood
hlaðinn fiski og beið eftir löndun og sofa
laust, spretta strax fram úr, án þess að
hugsa sig um, og ganga þurrum fótum
upp á kjöl, þegar afturparti skipsins
hvolfdi. Hann var þá þakklátur útgerð-
inni fyrir að borga fötin, sem hann tapaði
og sængina líka. En var það manndráp af
gáleysi að sigla .5 tonna skipi á 17
mílna ferð ljóslaust um hánótt upp við
strönd, vitandi ekkert, hvert var verið að
fara og keyra niður togara, sem beið þar
löndunar og drepa 10 manns? Engum
sögum fer hér af því, hvernig brezkt rétt-
arfar tók á því máli. Hann var heppinn
að skeppa upp úr vélarrúminu á Goða-
fossi og út á dekkið, rétt áður en tundur-
skeytið hæfði skipið og bjarga sér á
fleka, áður en vopnað fylgdarskip kom
og varpaði djúpsprengjum, sem drap
alla, sem þá voru enn í sjónum. Þetta var
á stríðstímum, og flest hefur verið rétt-
lætt af því, sem sigurvegararnir gerðu.
Hann sagðist hafa verið heppinn
með yfirmenn, honum líkaði húmorinn
þeirra, sjómannahúmor stýrimannanna
Jónasar Böðvarssonar og Óskars Sigur-
geirssonar, sem seinna urðu þekktir skip-
stjórar hjá Eimskip og hann mat báða
mikils þótt ólíkir væru. Sama gilti um
vélstjórana, sem Stefán hafði eðlilega
meira af að segja, þá Hafliða Jónsson,
Hafliða Hafliðason, Eyjólf Júlíus Einars-
son. Sjómennskan er hættulegt starf, og
út yfir tók á stríðsárunum seinni. Því
kynntist Stefán, hann sigldi öll stríðsárin.
Að viðtalinu loknu varð skrásetjara
ljóst, að hann hafði talað við alþýðuhetju
eins og þær gerast beztar.
Stefán Olsen lézt 11. ágúst 1997.
1 – Sjómannablaðið Víkingur
Alhliða þjónusta
við sjávarútveginn
YANMAR báta- og skipavélar
hafa í gegn um árin verið
rómaðar fyrir mikla endingu,
hagkvæmni í rekstri og ekki síst
hversu hljóðlátar þær eru.
YANMAR er einn öflugasti
vélaframleiðandi í heims í dag
með vélaúrval frá 9 til 4500
hestöfl.
Marás Vélar ehf.
Akralind 2 - 201 Kópavogur
S: 555 6444 - F: 565 7230
www.maras.is
NorSap brúarstóla má
finna víða í Íslenska
flotanum enda
sérstaklega hannaðir í
samráði við óskir
sjómanna.
Rafmagnsstjórntæki í skip og
báta hafa átt vaxandi
vinsældum að fagna á síðustu
árum. Marás er með mikla
reynslu af uppsetningu á
slíkum búnaði frá ZF Marine í
Bandaríkjunum.
Alhliða þjónusta við sjávarútveginn