Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Page 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur Ef reyndur sjómaður væri spurður á efri árum hvaða óveður væri honum minnisstæðast má reikna með því að svarið yrði breytilegt eftir því hver ætti í hlut, hvar hann væri búsettur o.s.frv. en ég hygg að margir þeirra sem voru á sjó í dymbilviku 1963 mundu nefna mannskaðaveðrið sem skall á um miðja vikuna. Þetta veður kostaði 16 íslenska sjómenn lífið, tvo frá Siglufirði, sjö frá Dalvík, tvo frá Þórshöfn og fimm menn drukknuðu af Súlunni sem fórst við Garðskaga. Nýlega birtist í Víkingi frá- sögn af óveðrinu á Vestfjörðum og lít- um nú á hvernig það kom okkur fyrir sjónir sem austar bjuggum. Gvendur Lúlla Svo hagaði til að veturinn 196 - 196 var ég kennari á Raufarhöfn. Ég hafði kennt þar áður einn vetur og unn- ið þar nokkur sumur í síldinni en nú kynntist ég heimamönnum betur en áður. Meðal bestu vina minna var Guð- mundur Lúðvíksson, Gvendur Lúlla, og minningu hans vil ég helga þessa frásögn en hann lést fyrir fáum árum. Gvendur var um margt einstakur. Hann kenndi mér þá náttúrufræði sem ekki verður lærð af bókum. Hann vissi nákvæmlega varptíma einstakra fuglategunda og hvenær var rétt að laumast í björg eftir eggjum. Hann kenndi mér hvernig átti að ganga til rjúpna á Sléttunni án hættu á að villast, hvernig átti að skjóta svart- fugl og fá eingöngu feitan og heilbrigðan fugl o. s. frv. Nú var það á þriðjudagskvöldi í dymbilviku að Gvendur hringdi í mig og bað mig að fara með sér í róður daginn eftir. Þeir bræður, hann og Björn, voru á þorskanetum og nú hafði Björn lagst veikur í inflúensu. Ég var um þetta leyti svo sem ekki þrautreyndur sjómaður en þó hafði ég verið á togara um skeið, eina vertíð á síldarbát og á línu og skaki á minni bátum. Á Raufarhöfn var síldarvinnslan í brennidepli á þessum árum og því minna um útgerð en ella. Þó voru þarna gerðir út tveir þilfarsbátar 10 - 0 tonn, fjórar til fimm 5 - 8 tonna trillur og u.þ.b. tíu minni trillur,  -  tonn, og er þá allt talið. Þilfarsbátarnir og stærri trillurnar hófu venjulega þorskanetaveiðar í síðari hluta marsmánaðar og stunduðu þær fram yfir miðjan maí en litlu trillurnar hreyfðu menn ekki fyrr en í maí og fóru þá á skak. Ýmsar undantekningar gátu þó verið frá þessu. Ég mætti niður á bryggju klukkan sjö um morguninn. Á Raufarhöfn var hefð- bundinn vinnutími í landi um þessar mundir frá sjö að morgni til sjö að kvöldi. Sjómenn fylgdu yfirleitt sömu reglu að því leyti að þeir lögðu úr höfn um sjöleytið. Þeir birtust þarna um svipað leyti og ég, strákarnir á netabát- unum en auk þess einn handfærakarl, Raggi Kross. Raufarhafnarbúar voru mjög uppátektarsamir með að gefa hver öðrum viðurnefni. Ragnar Svanholt Björgvins- son fékk sitt vegna þess að hann var upprunninn í Krossavík í Þistilfirði. Þeir Krossavíkurmenn, Björgvin og synir hans, voru einstakir þjóðhagasmiðir og var Raggi ekki sístur þeirra. Hann átti eina af minni trillunum, „Sindra“, u.þ.b. tvö og hálft tonn. Þegar hér var komið sögu var „Sindri“ orðinn tuttugu ára gamall en honum var svo vel við haldið að hann var jafnan eins og lystisnekkja. Líkur benda til að Raggi hafi átt hlut að smíðinni í upphafi. Raggi var ákaflega fiskinn og farsæll færamaður, sérstaklega í tregfiski eins og títt er með góða færamenn. Hann gat komið með sín fimm hundruð kg dag eftir dag þótt aðrir yrðu naumast varir. Hann var fastheldinn á mið og sótti mjög á svokallað Hraun sem er út af Svein- ungsvík og Rakkanesi, nánast beint í austur frá Raufarhöfn, 5 - 60 mínútna siglingu á trillu. Skammt sunnan við Raufarhöfn er Hólsvík. Hún fyllist stundum af hrygn- ingarfiski á vorin og þar leggja Raufar- hafnarbátar net sín, oft býsna þétt því að víkin er ekki stór. Ef tíð var hagfelld og afli þolanlegur var þetta þægilegt fiskirí því að ekki var nema korters sigling á miðin. Ef fiskur gekk ekki í víkina héldu bátarnir austur fyrir Rakkanes og inn Þistilfjörð, inn á Viðarvík, og lögðu net sín þar en þangað var hátt í tveggja tíma sigling. Flotinn lagði nú úr höfn með stefnu á Hólsvíkina en þar voru netin að þessu Síldin lék stórt hlutverk í mannlífi nu á Raufarhöfn. Hreinn vann í síldinni nokkur sumur áður en hann gerðist kennari á staðnum. Hreinn Ragnarsson, Laugavatni Páskaveðrið 1963

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.