Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Page 22
– Sjómannablaðið Víkingur
vorum tveir við hana. Þegar ég hófst
handa við að setja út í kortið snaraðist .
stýrimaður inn úr dyrunum á kortaklefa-
num og kom beint að kortinu til að fylg-
jast með útsetningunni. Hann hafði verið
í fastasvefni þegar bjöllurnar gullu. Nú
var fullskipað lið í brúnni samkvæmt því
skipulagi sem unnið var eftir í aðför að
skipum.
Í aðför að meintum landhelgisbrjótum
var oft miðað við að hafa 6 mín. þ.e.
1/10 úr klst. milli staðarákvarðana til
þæginda við hraðaútreikning. Yfirstýri-
maður mældi, II stýrimaður fylgdist með
og staðfesti að rétt væri mælt, en III.
stýrimaður skráði tímann og mælingar-
nar niður og setti út í kortið. Skipherr-
ann var þá tekinn við stjórn skipsins og
fylgdist jafnframt með í kortinu eftir því
sem staðsetningarnar birtust hver af
annarri. Á milli mælinga fóru svo stýri-
mennirnir fram í brú til að reyna að sjá
skipið sem fyrst því mjög áríðandi var að
sjá hvort það snéri með skut, stefni, til
stb. eða bb. frá varðskipinu séð, hvort
það hefði uppi ljós- eða dagbendingar
sem segðu til um hvað það væri að gera
og hvort veiðarfæri sæust í sjó. Allt var
þetta skráð og tímasett um leið og tveir
eða fleiri gátu staðfest að þeir sæju það
sama. Á sama tíma og allt þetta gekk
fyrir sig í brúnni voru tveir hásetar að
paufast í myrkrinu fram á fallbyssupall-
inum þar sem þeir voru að taka yfir-
breiðsluna af byssunni og koma fyrir
kassa af skotfærum. Aftur á bátadekki
voru aðrir hásetar að gera Zodiacbát
klárann til að fara á yfir í togarann þegar
þar að kæmi og í talkerfinu heyrðist í
hásetum sem voru að gera klára bauju
til að setja út í kjölfar togarans, þegar
komið yrði að honum, þannig að mæla
mætti staðinn upp betur ef þörf krefði.
Loftskeytamaðurinn var kominn að
sínum tækjum tilbúinn að hafa samband
við togarann, stjórnstöð eða herskip eftir
atvikum, en þau voru enn á vakt við Ís-
landsstrendur þótt 1 sml. þorskastríð-
inu væri lokið. Yfirvélstjóri var tekinn
við yfirumsjón með vélstjórninni. . vél-
stjóri gerði sig klárann til að fara yfir í
togarann ásamt smyrjara til að keyra
vélar ef togaramenn myndu stræka og
brytinn var kominn í eldhúsið til að taka
til nesti fyrir þá sem myndu fara yfir í
togarann og sigla honum í land.
Varðskipsmenn máttu ekki þiggja veit-
ingar af torgaramönnum eftir handtöku
vegna hættu á að þeim væri byrluð
ólyfjan. Þeir urðu að vera sjálfum sér
nógir með allt.
Þetta kvöld gekk allt fyrir sig sam-
kvæmt venju, mælingarnar voru gerðar
reglulega hver af annarri og fljótlega
sáust ljósin á skipunum sem voru að
veiðum út af Barðanum, sem er á milli
Dýrafjarðar og Önundarfjarðar. Kl. :1
mældist enn einn togari, sem fékk mæl-
ingarnúmerið IV í r.v. 59° og 10 sml.
fjarlægð og samtímis var fjarlægðin í
Fjallaskaga mæld 10.55 sml. og í Kóp
9. sml. Var hann afgerandi lengst innan
við 1 mílna mörkin og var aðförinni nú
beint að honum einum. Dómsreynsla var
komin fyrir því að hæpið var að taka
fleiri en einn togara, þótt fleiri væru fyrir
innan línu, því dómarar litu svo á að í
hvert sinn sem athyglin beindist frá einu
skipi yfir á annað, þá rofni eftirförin, en
það mátti hún alls ekki gera. Frá því að
skip uppgötvast innan landhelginnar og
þar til búið er að „taka það höndum“ má
eftirförin aldrei rofna.
Kl. : þegar um 9 sml. voru í skip
IV var byrjað að morsa á það með ljós-
kastara stafinn „K“ sem þýðir „stöðvið
tafarlaust“. Haldið var áfram að mæla
stað skipanna kl. :7, :5, 00:06 og
00:1, auk þess sem á milli mælinga var
sent „K“ merkið viðstöðulaust á skipið.
Kl. :5 sást að togarinn var með log-
andi rauða togljósið og voru þá 7 sml. í
togarann. Þessi atriði, ljósmorsið og
hvenær við sáum togljósið á togaranum,
áttu eftir að setja mark sitt á réttarhöldin
sem framundan voru, en þau urðu bæði
löng og erfið þar sem mörgum álitamál-
um var velt upp. Kl. 00:1 stöðvaði skip-
herrann á Óðni varðskipið við hlið tog-
arans sem reyndist bera nafn eiginmanns
hennar hátignar Elísabetar drottningar,
„Prince Philip FD 00“. Var þessi nafni
Óðinn á Önundarfirði 1963. - Mynd: Helgi Hallvarðsson.
Breskir togarakarlar taka lífinu með ró. Myndin er tekin í miðju 12 sjómílna stríðinu. Hinn 1. september
1958 tóku gildi lög um útfærsluna í 12 mílur en þessu fyrsta þorskastríði lauk hinn 27. febrúar 1961 þegar
Alþingi Íslendinga féllst á samkomulag við Breta. Ægir er í baksýn. - Mynd: Sigurður Lýðsson.