Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Side 23
Sjómannablaðið Víkingur –
drottningarmannsins að toga með stjórn-
borðs vörpu í sjó og kominn rétt út fyrir
1 sml. mörkin þegar við komum að.
Hann þráaðist við í byrjun að stöðva og
hélt áfram að toga til kl. 00:1 en þá var
slegið úr blökkinni og byrjað að hífa inn
trollið.
Farið um borð
Þegar hér var komið sögu var Zodiac-
báturinn kominn á flot við bakborðs-
síðuna á Óðni og sagði skipherra mér nú
að fara niður og gera mig klárann að fara
yfir í togarann með tveim hásetum og
sækja skipstjórann, en koma við uppi í
brú áður. Snaraðist ég með það sama
niður í káetu og vippaði mér í föður-
landsbrækur sem ég hafði tröllatrú á ef
ég dytti í sjóinn, þykka peysu og tók
með mér góða úlpu og fór svo upp í brú.
Þegar þangað var komið rétti skipherr-
ann mér 8 Cal. Colt skammbyssuna
(eina af þeim sem hann geymdi sjálfur)
ásamt tilheyrandi belti og pakka af skot-
um. Byrjaði ég á því að gyrða mig belt-
inu, tók síðan skammbyssuna, sem er
með sex skota tromlu og stakk 5 skotum
í hana en skildi fyrsta gatið sem kæmi í
skotstöðu viljandi eftir tómt, en það var
öryggisráðstöfun sem við gerðum þannig
að engin hætta væri á að maður skyti úr
byssunni nema að mjög yfirveguðu ráði.
Með þessu var tryggt að ef haninn yrði
spenntur færi tóma gatið fyrst í skot-
stöðu, en ef skjóta ætti með því að taka
bara í gikkinn varð að gera það tvisvar í
fyrsta skiptið. Það sem var e.t.v. merki-
legast við þennan vopnaburð var að það
voru yfirleitt III stýrimenn sem voru
látnir fara vopnaðir yfir í togara án nokk-
urrar þjálfunar í meðhöndlun skamm-
byssu, sú þjálfun var ekki veitt fyrr en í
„Lordinum“. Eldri stýrimenn „með Lord-
inn“ voru reyndar búnir að leiðbeina
manni stuttlega hvernig ætti að með-
höndla hana, maður vissi að byssuna
ætti aðeins að nota í nauðvörn og þá til
að skjóta beint á þann sem ógnar lífi
mans. En nú var ég klár til að fara yfir
og fór því rakleitt niður í Zodiacinn.
Við vorum fjórir sem fórum yfir í tog-
arann, sem var enn að hífa vörpuna. Um
leið og Zodiacinn sveigði frá varðskipinu
fann maður þessa einsemdartilfinningu
sem sækir að á svona litlu horni út í
ballarhafi með stefnuna beint til skips
þar sem maður veit fyrirfram að maður
er óvelkominn. Við fórum aftur fyrir
togarann, vel laust af honum til að vera
örygglega fríir af togvírunum og rennd-
um svo fram með bakborðs síðunni á
honum. Enginn var til að taka á móti
þannig að nú varð að komast hjálpar-
laust um borð. Listin fólst í því að renna
að síðu togarans á öldu þannig að maður
næði stökki inn fyrir borðstokkinn með
fangalínu bátsins í kjaftinum. Þá var eft-
irleikurinn léttur og gekk þetta eins og í
sögu, enda veður ágætt. Við vorum þrír
komnir um borð í togarann áður en
hendi væri veifað og tókum strikið upp í
brú þar sem rannsóknar var ekki þörf á
dekki en varpan var að koma úr sjó.
Enginn togarasjómaður var sýnilegur,
allir að sinna trollinu.
Þegar í brúna kom sá ég strax hvar
skipstjórinn stóð við stjórnborðs brúar-
gluggann og fylgdist með störfum sinna
manna á dekkinu. Byrjaði ég á að heilsa
og kynna mig sem og strákana sem voru
með mér og tók annar þeirra sér stöðu
bakborðs megin í brúnni en hinn mið-
svæðis. Tjáði ég skipstjóranum að hann
væri „handtekinn“ grunaður um að hafa
verið að veiðum innan 1. sml. mörkin
og sagðist ég vera kominn til að bjóða
honum að koma yfir í Óðinn til að fara
yfir okkar athuganir. Í fyrstu virtist hann
ekki ætla að virða mig viðlits en þegar ég
sagði honum að hann yrði hvort eð er að
fylgja varðskipinu til hafnar varð hann
allt í einu samvinnuþýður og samþykkti
að koma með okkur yfir í Óðinn. Tók
hann til skipspappírana, fól stýrimanni
sínum stjórnina um borð og kom í
Zodiacinn, sem enn dólaði við hlið tog-
arans. Skildi ég hásetana tvo eftir um
borð í togaranum. Þegar við komum um
borð í Óðinn var skipstjóranum sýndar
allar athuganir sem við gerðum á skipi
hans og farið yfir tímasetningar á öðrum
atburðum aðfararinnar. Fékk hann tæki-
færi til að koma með athugasemdir ef
einhverjar væru sem hann gerði ekki.
Var honum nú sagt að farið yrði með
hann til Ísafjarðar þar sem mál hans yrði
tekið fyrir og var mér sagt að fara aftur
með skipstjórann um borð í skip sitt og
fara síðan með togaranum inn til Ísa-
fjarðar. Eftir að búið var að búlka
veiðarfæri togarans og búið að taka Zodi-
acinn um borð í Óðinn var svo haldið af
stað inn til Ísafjarðar. Var það tíðindalaus
sigling og komið snemma um morgun-
inn til Ísafjarðar þar sem togaranum var
lagt utaná varðskipið við hafskipabryggj-
una úti á Tanganum.
Framundan voru löng og ströng rétt-
arhöld, skyndilegur björgunarleiðangur
með innsigluð siglingatæki og verjanda
og saksóknara um borð, allt vegna réttar-
hagsmuna, en frá því verður sagt í fram-
haldsgrein í næsta blaði.
Herskipin fóru ekki heim þótt 12 mílna þorskastríðinu lyki heldur dóluðu eitthvað áfram við Íslandsstrendur. Myndin er raunar tekin miklu síðar eða í 200 sjómílna
deilunni af F-69 Bacchante og togaranum Artic Vandal. - Mynd: Jón Páll Ásgeirsson.