Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Síða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Síða 29
löppina, vaggaði skottinu ofurlítið og hjó síðan trýininu ofan í ána. Ja hérna hér, það eru þó undarlegar aðfarir við að fá sér vatn að drekka, sagði ég upphátt við sjálfan mig því enginn var að hlusta. Nokkur kuldaleg hross stóðu í höm neðar við ána og hvutti virtist ekki hafa nokkurn tíma til að hlusta á mig. Nú hjó hann trýninu aftur í ána og síðan einu sinni enn. Loksins kviknaði á perunni hjá mér. Ég sá glampa á lítið hornsíli í straumn- um og fylgdist með spennunni hlaðast upp í hundinum þegar það barst nær bakkanum. Á hárréttu augnabliki sökkti hundurinn kjaftinum leiftursnöggt í ána, lyfti upp höfðinu kjamsandi á góðgætinu og vatnið flóði út um munnvikin. Mér sýndist hann brosa. Ég kallaði á veiðifélaga minn, sagði að hann yrði að koma og sjá þetta. Hvutta virtist alls ekki illa við að fá óskipta athygli okkar beggja. Hann minnti helst á veiðimann sem sperrist allur upp þegar fólk drífur að til að fylgjast með honum landa stórlaxi. Það bar ekki á öðru en að rakkinn væri dálítið grobbinn yfir fengsæld sinni. Þetta er nú meiri sílahundurinn, sagði félaginn. Já, það er furðulegt þetta veiðieðli, svaraði ég og virti fyrir mér hundinn sem hafði nú komið auga á hornsílatorfu því hann hamaðist með höfuðið hálft í vatn- inu svo gusurnar stóðu í allar áttir. Og þá varð mér hugsað til minksins í hænsnakofanum, barnanna á bryggjun- um og heimiliskattanna sem fara pakksaddir út að drepa mýs, já og kannski síðast en ekki síst varð mér hugsað til veiðimannanna sem híma úti í nístandi norðanáttinni til að veiða fiska, jafnvel þótt öll fiskborð í búðum bæjar- ins séu yfirfull af glænýjum fiski á hag- stæðu verði. Veiðieðlið lætur ekki að sér hæða. Veiðifélaginn hvutti heggur hausnum í vatnið. Til félagsmanna FS Upp hefur komið sú hugmynd að efna til golfmóts meðal félagsmanna FS á sumri komanda. Áhugi á golfíþróttinni hefur almennt farið vaxandi, ekki síst meðal sjómanna. Með þessari auglýsingu er ætlunin að kanna áhuga félagsmanna á að taka þátt í móti þar sem þátt- taka væri bundin við félagsmenn og fjölskyldur þeirra. Stefnt yrði að því að fá inni á góðum golfvelli og síðan gefið út með góðum fyrirvara hvar og hvænær mótið yrði haldið. Þeir sem áhuga hafa eru beðnir að senda e mail á netfangið ab@skipstjorn.is eða hringja í síma 520 1284. Ef næg þátttaka fæst verður hafist handa við að koma þessu á koppinn og menn upplýstir um leið og fyrir lægi hvar og hvenær þessi merkisatburður ætti sér stað. Sjómannablaðið Víkingur – 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.