Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Qupperneq 31
Sjómannablaðið Víkingur – 31
gerðir ekki draga úr þessum kostnaði til að lenda ekki í vand-
ræðum í framtíðinni.
Stærstur allra
Líberíufáni er nú orðinn stærsti skráningafáni heims en nú
nýlega náði tala skipa undir þeim fána 3.000 þegar gríska
aframax tankskipið (tankskip á bilinu 80 til 120 þúsund tonn)
Ise Princess var skráð þar. Líberíufáninn er ekki gamall skrán-
ingafáni fyrir skip en það var árið 1949 sem fyrsta skipið,
World Peace, var skráð undir þessum fána og kom honum þar
með á kortið sem áhugaverðum siglingafána. Í mörg ár var þessi
skráningafáni ekki vel liðinn en á því hefur heldur betur orðið
breyting sem sjá má á því að fyrstu þrjá mánuði ársins 2009
voru 110 skip skráð þar. Líberíufáninn er vinsælasti skráninga-
fáni grískra útgerðar, fyrir utan þann gríska, en yfir 600 skip
Grikkja eru þar skráð.
Mistökin dýr
Formaður Liberian Shipowners Council (útgerðarmanna-
samtök Líberíu), Joe Ludwiczak, vakti nýlega athygli á því að
kostnaður vegna slysa sem mætti rekja til mannlegra mistaka
kostaði skipaiðnaðinn eina milljón dollara á dag. Sagði hann að
í nýlegri rannsókn hefði komið fram að helstu ástæður eldsvoða
og sprenginga um borð í tankskipum síðustu tvo áratugina
mætti rekja til þess að ekki væri farið að þeim stöðluðu leið-
beiningum og vinnureglum sem settar höfðu verið. Benti hann
á að nú yrði atvinnuvegurinn að fara út á sömu braut og flugið
hvað varðar þjálfun á mannlegum þáttum til að tryggja öryggið.
Flugfélög hefðu lagt ríka áherslu á að koma í veg fyrir streitu,
þreytu, vinnuálag, lélega ákvörðunartöku, léleg samskipti milli
starfsmanna og tilslökun á vinnureglum hjá áhöfnum sínum.
Slíku yrði einnig að koma á í skipaheiminum.
Enn af Coral Sea
Í síðustu blöðum hefur verið sagt frá þeirri skelfilegu með-
ferð sem skipstjóri, yfirstýrimaður og bátsmaður kæliskipsins
Coral Sea fengu eftir að eiturlyf fundust í farmi skips þeirra. Í
janúar sl. lést yfirstýrimaður skipsins Konstantin Metelev á
sjúkrahúsi í heimabæ sínum Klaipeda í Litháen sem var af-
leiðing af handtöku hans og skipsfélaga hans. Meðan hann sat
saklaus í fangelsi fór hann í hungurverkfall auk þess sem hann
varð fyrir bæði andlegu og líkamlegu áfalli í kjölfarið. Var hann
lagður inn á fangelsissjúkrahús í Grikklandi en eftir að dóm-
urinn sýknaði hann og félaga hans var hann fluttur á sjúkrahús
í Klaipeda til að hann gæti verið hjá ættingjum sínum. Hann
átti aldrei afturkvæmt út af sjúkrahúsi. ITF hefur lýst því yfir
að Metelev sé enn eitt fórnarlamb illrar meðferðar á sjómönn-
um.
Fleiri handtökur
Það eru fleiri en skipverjar Coral Sea sem hafa lent í hand-
tökum og verið ákærðir fyrir smygl á eiturlyfjum sem þeir
höfðu enga hugmynd um að væru um borð í skipi þeirra. Nú
átján mánuðum eftir að eiturlyf fundust fest utan á botn búlk-
skipsins B Atlantic, sem er í ítalskri eigu, eru skipstjóri og
yfirstýrimaður skipsins enn í haldi í Venezuela. Volodymyr
Ustymenko og Yuri Datchenko voru handteknir eftir að 128 kg
af kókaíni fundust 10 metrum undir sjólínu skipsins þar sem
það lá í höfninni í Lake Maracaibo. Ustymenko skipstjóri lýsti
því yfir að þeir væru með öllu saklausir enda væri þeim
ógjörningur að komast þá 10 metra undir sjólínu og það aftur
við skrúfu skipsins til að koma eiturlyfjunum þar fyrir.
Nú hafa tveir yfirmenn til viðbótar verið handteknir þar í
landi fyrir sömu sakir en það eru Grikkirnir Georgios Koutikas
skipstjóri og Athanasios Ntoustasias yfirstýrimaður tankskipsins
Astro Saturn en á botni þess skips fundust 98 kg af kókaíni og
2 kg af heróíni. Samkvæmt sérfræðingum er talið að skipverj-
arnir séu leiksoppar pólitískra deilna milli forseta Venezuela,
Hugo Chavez, og pólitískra andstæðinga í Bandaríkjunum.
Stjórnvöld í Venezuela séu með þessu að sýna fram á að þeir
séu að „gera eitthvað“ til að stemma stigu við eiturlyfjasmygli.
Ótrúleg niðurstaða
Menn eru í áfalli eftir úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu
í máli skipstjórans á olíuskipinu Prestige, Apostolos Mangou-
ras, en honum var haldið í fangelsi í 83 daga árið 2002 eftir að
skip hans sökk undan ströndum Spánar. Mikið hefur verið fjall-
að um þetta mál hér fyrr í blaðinu en Prestige brotnaði í tvennt
og sökk í óveðri eftir að skipstjóranum hafði verið neitað um
að leita neyðarhafnar á Spáni. Þrátt fyrir margra daga þraut-
seigju við að freista þessa að bjarga skipi sínu sem og að takast
að bjarga öllum skipverjum var Mangouras fangelsaður um leið
og hann steig út úr björgunarþyrlu sem kom með hann að
landi. Fékkst hann leystur úr fangelsi gegn 3 milljón evra trygg-
ingu. Málið var kært til Mannréttindadómstólsins sem í janúar
sl. úrskurðaði á þann veg að frelsissviptingin og tryggingin
hefði ekki verið nægjanlega mikil í ljósi mengunarafleiðinga
slyssins.
Talsmaður Greek Shipping Co-operation Committee (GSCC)
lét hafa eftir sér að mannréttindi sjómanna væru fótum troðin.
Stjórnmálamenn væru fljótir að grípa gæsina og taka þátt í
leiknum ef þeir teldu sig geta aukið hylli sína með því að kasta
skít í sjómenn. Það væri skiljanlegt að sjómenn væru hafðir í
haldi þegar sjóræningjar ráðast um borð í skip þeirra en þegar
Evrópuríki gera slíkt með blessun Mannréttindadómstólsins þá
væri það með öllu ólíðandi og til skammar.
Hebei Spirit
Í síðasta blaði sagði ég frá fangelsun skipstjóra og yfirstýri-
manns á Hebei Spirit eftir að kranaprammi rakst á skip þeirra
þar sem þeir lágu til akkeris í Suður Kóreu. Síðan þá hafa þeir
verið leystir úr haldi gegn tryggingu upp á 10.000 dollar hvor.
Búið var að blása til mótmæla í London af hálfu stéttarfélaga,
samtaka flutningsaðila og útgerðar skipsins þegar dómstólar
ákváðu að sleppa þeim lausum gegn tryggingu meðan málið
væri skoðað enn á ný. Undirréttur hafði sýknað báða skiptjórn-
armennina en hæstiréttur dæmdi þá seka. Dómurinn hefur nú
verið tekinn til endurskoðunar og var þar af leiðandi hætt við
mótmælin sem fyrirhuguð höfðu verið. Jasprit Chawla skip-
stjóri og Syam Chetan yfirstýrimaður, sem hafa verið í Kóreu
í meira en 400 daga, sögðu það vera mikla huggun fyrir þá
hversu mikla vinnu siglingaheimurinn hefði lagt á sig til að fá
þá lausa úr haldi og ná fram réttindum þeirra. Vildu þeir jafn-
framt koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa unnið