Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Blaðsíða 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur
þrotlaust starf í þeirra þágu og líta til þess með væntingum að
fá að snúa aftur heim til fjölskyldna og ættingja sinna. Inter-
national Chamber of Shipping og International Shipping Feder-
ation gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem lýst var þeirri
von að í ljósi gagna í þessu máli tæki hæstiréttur rétt á málum
sjómannanna sem voru sýknaðir í undirrétti.
Stutt ending
Það er alltaf spennandi að fá ný skip afhent og þeir hafa
sannarlega verið kátir Norðmennirnir sem stóðu um miðjan
mars mánuð í skipasmíðastöðinni Samjin Shipbuilding Indus-
tries Co í Weihai í Kína þegar nýja bílaskipið þeirra fékk nafnið
Dyvi Pacific. Rúmri viku síðar átti sú gleði eftir að hverfa eins
og dögg fyrir sólu. Þann 29. mars sl., þegar verið var að færa
skipið til í ánni þar sem smíði þess fór fram áður en prufu-
siglingar áttu að hefjast, rakst skipið á klett í ánni með þeim
afleiðingum að leki kom að því. Var þegar farið með skipið að
bryggju en þar lagðist það á hliðina. Engan sakaði í óhappinu.
Skipið var það fyrsta af þremur 6.500 eininga bílaskipum sem
verið var að smíða fyrir Fleischer & Co A/S í Osló og áttu að
fara í siglingar fyrir Høegh Autoliners. Búið er að dæma skipið
ónýtt en ekki mun þetta óhapp hafa áhrif á markað fyrir bíla-
skip þar sem mörg liggja eða hafa verið seld til niðurrifs. Engu
að síður sjá menn að 80 milljónir dollara hafa runnið út í sand-
inn.
Dyvi Pacifi c á hliðinni efi r að hafa tekið niðri skömmu áður en fara átti í prufu-
siglingu.
Syam Chetan yfi rstýrimaður og Jasprit Chawla skipstjóri (th) ásamt eigin-
konum sínum eftir að þeir voru leystir úr haldi gegn tryggingu.
Ögun skólabarna
Skólakennari nokkur þýskur á 18. öld getur þess –
sjálfum sér til hróss og öðrum til góðs eftirdæmis og
fyrirmyndar – hverjum refsingum hann hafi beitt
börnin til lífernisbetrunar. Hann hafði verið kennari í
52 ár og skrifað hjá sér daglega afrek sín í þessu efni;
um leið og hann svo lítur yfir ævistarfið, leggur hann
þau saman og er þá skráin svona: 11.527 stafshögg,
124.010 vandarhögg, 1.6755 handskellir, 10.235 kjafts-
högg, 7.905 löðrungar, 111.800 kollbeygjur, 777
kropningar á baunum, 613 kropningar á þrístrendri
spýtu, 3.001 asnaburður – nú verð ég að spyrja, veit
einhver lesandi hvað hér er átt við, kollbeygjur,
kroppningar og asnaburður?
Ennfremur notaði hann um 3.000 skammaryrði til
frekari áréttingar „ ... og þriðjunginn af þeim smíðaði
ég sjálfur,“ stærði hann sig af.
Sigurjón Bergvinsson
Gátan
Þó að ég sé mögur og mjó
margra næ ég hylli,
ég í skógi eitt sinn bjó
aldintrjánna milli.
Svo var ég í fjötur færð
felld að höfði gríma,
inn í búri bundin særð,
beið svo langa tíma.
Nístir mig þín harða hönd,
húmið gín mér nauða;
lifna ég er leysist önd,
ljós þitt verð í dauða.
Sjá svarið í Röddum af sjónum. Þar er líka eilítið um
Sigurjón.