Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Side 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Side 34
34 – Sjómannablaðið Víkingur Helgi Laxdal Veila eða trikk Las fyrir skemmstu viðtal við Sigurð Gísla Pálmason, sem birtist í Frétta- blaðinu laugardaginn 10. apríl s.l. Í við- talinu fer Sigurður Gísli vítt og breytt yfir sviðið hvað varðar efnahagshremm- ingarnar sem gengið hafa yfir okkur sem þjóð að undanförnu. Hann setur skoðanir sínar fram á afar auðskilinn og skýran hátt, svo skýran að mér finnst atburðarásin öll ásamt afleiðingunum liggi nokkuð ljós fyrir að lestri loknum. Hann telur að öll ósköpin megi rekja til taumlausrar græðgi, til þess að gera, fárra einstaklinga sem birtist í óslökkv- andi hungri eftir takmarkalausri auð- söfnun, auðsöfnun sem gengur óralangt útyfir þau veraldlegu gæði sem viðkomandi gátu með nokkru móti notið þótt þeir hefðu orð- ið mörghundruð ára gamlir. Þessari ómældu græðgi hafa fylgt breyttar umgengnisreglur og framkoma þeirra sem eru hvað þyngst haldnir af sjúk- dóminum sem knýr viðkomandi að markinu hvað sem það kost- ar; allar aðferðir leyfðar. Mark- miðið er hið eina sem skiptir máli, hvort haft er rangt við á leiðinni er aukaatriði. Tilgang- urinn helgar meðalið. Ég kynntist framkvæmda- stjóra gróinna samtaka fyrir nokkrum árum. Sá tók við af öðrum sem hafði gegnt þessu starfi í að minnsta kosti 3 tugi ára og fengið á sig orð fyrir að vera bæði fylginn sér og óragur að standa gegn öllum ákvörðunum sem gengu, að eigin mati, gegn ætluðum hagsmunum viðkomandi samtaka. Í öllum samskiptum var hann hreinn og beinn, kom sínum skoðunum á fram- færi án stóryrða eða heitinga. Leið arftakans að settu marki er nokk- uð með öðrum hætti. Hann setur undir sig hausinn og æðir á allt sem fyrir verð- ur. Ein birtingarmyndin er að á fundum, sé honum andmælt, á hann það til að missa svo gjörsamlega stjórn á skapi sínu að frá honum ganga allar þær persónu- legu svívirðingar og fúkyrði sem íslenskt mál ræður yfir til þeirra sem voru jafnvel bara að koma á framfæri samþykktum stjórnvalda í það og það sinnið. Allt gerir hann að persónulegum árásum viðkom- andi á sig og samtök sín. Til viðbótar er hann hringjandi í tíma og ótíma í þá sem ekki eru tilbúnir til að sitja og standa að hans vild. Meðan ég var í starfi fékk ég eitt slíkt símtal, símtal sem tæpast flokkast undir talað mál; miklu frekar undir öskur sem engin leið er að flokka sem viðurkennt form tjá- skipta. Slíkur var fyrirgangurinn, blótsyrðin og orðavalið að ég lagði símtólið á skrif- borðið mitt og beið þess að öskur þessa vitstola manns færðust í það horf að boðskapurinn yrði ögn skiljanlegri. Þegar þessi gállinn er á honum breyt- ist yfirbragðið úr hrekklausri ásýnd annesjamannsins sem tæpast hóstar án þess að geta þess fyrst að hann sé nú að segja alveg satt, í þá ásýnd Þorgeirsbola sem listamaðurinn Jón Stefánsson túlkar svo eftirminnilega með samnefndri mynd, frá fyrri hluta liðinnar aldar. Þar sýnir hann hvernig froðukúfarnir hrannast upp í kjaftvikum draugsins á meðan eldstrókarnir ganga út úr nös- unum líkt og frá eldflaug sem er að hefja sig til flugs. Yfir þessu öllu gnæfa síðan augun sem skjóta gneistum til allra átta, færandi nærstöddum þann boðskap að best sé að halda sig til hlés; því allt geti gerst. Ekki lét hann sér nægja að senda mér þessar meitluðu bölbænir, heldur hringdi hann oftar en einu sinni í starfsmann fé- lagsins, jafnvel á laugardögum, til þess að senda honum þessa ósmekklegu fúk- yrðadembu af engu sýnilegu tilefni. Mínar síðustu fréttir af afrekum þessa dugmikla talsmanns sinna samtaka eru að hann hringdi í góðan kunningja minn og samherja, til margra ára, síðastliðinn gamlársdag. Ekki var erindið að þakka honum samskiptin á liðnu ári og óska honum gæfu á því sem var að renna í hlað, nei, heldur að ausa yfir hann fúk- yrðum af engu tilefni. Fúkyrðum og skömmum sem hafa áreiðanlega eyðilagt fyrir honum þá hátíðlegu stund sem áramótin eru öllum þeim sem reyna að lifa þessu jarð- neska lífi okkar í þokkalegri sátt við sig og samferðamenn sína hér á jörð. Missti talsmaðurinn þarna stjórn á skapi sínu? Ég hélt það fyrst en er nú kominn á þá skoðun, eftir að hafa ígrundað samskipti mín við hann, að hér hafi verið um vel æft og úthugsað leikrit að ræða. Að- ferðin er sú sama og sum börn beita þegar pabbinn eða mamman segja nei. Þau kasta sér í gólfið, öskra og skella hurðum, eða eitthvað fleira í þeim dúr. Þekkt er að sumir foreldrar gefast upp á þessháttar fyrir- gangi og kaupa sér frið með því að verða við ósanngjörnum óskum gegn loforði barnsins um að það muni aldrei, aldrei, gera þetta aftur, sem barnið stend- ur þó sjaldnast við. Viðurkennt er að hvorki börn né full- orðnir eru tilbúnir að leggja af aðferðir sem skilað hafa árangri. Sama á við í þessu tilviki. Áfram verður haldið á sömu braut á meðan undirgefnir þjónar valdsins væta brók af stoltri gleði þegar kallað er verka. Þorgeirsboli í lifanda lífi ?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.