Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Side 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Side 40
40 – Sjómannablaðið Víkingur Coot kom 1905 Anna K. Kristjánsdóttir benti mér á lumska villu sem hefur lætt sér inn í merkar bækur og smitast inn í hugskot okkar sem höldum að allt sé satt er stendur á prenti. Í Öldinni okkar (1901- 1930), á bls. 37, segir að botnvörpung- urinn Coot hafi fyrst komið til Hafnar- fjarðar hinn 6. mars 1904. Þetta er svo tekið upp á bls. 37 í ágætu riti Illuga Jökulssonar, Ísland í aldanna rás 1900-1950, í kaflanum, Tog- araútgerð hefst í Hafnarfirði. Þar sem hér ræðir um ansi merk tíma- mót í útgerðarsögu okkar Íslendinga er skemmtilegra að hafa þetta rétt. Í hinu stórmerka ritverki, Saga sjávarútvegs á Íslandi, tekur höfundurinn, Jón Þ. Þór, af öll tvímæli um þetta atriði – fyrsti ís- lenski togarinn, hinn skoskættaði Coot, kom til landsins hinn 6. mars 1905, en ekki 1904. Um þetta segir blaðið Ísafold 7. mars 1905: „Hingað kom í gær frá Aberdeen eftir 4 1/2 dags ferð botnvörpugufuskipið Coot (Blesönd), um 140 smál. brúttó, keypt þar af Arnbirni Ólafssyni f[yrrverandi] vita- verði til handa þeim félögum, honum og Birni kaupmanni Kristjánssyni, Einari kaupm. Þorgilssyni í Óseyri, Indriða skip- stjóra Gottsveinssyni og Guðmundi tré- smiði Þórðarsyni frá Hálsi. Skipinu fylgja 3 botnvörpur. Það gengur 10 mílur á vöku, með 48 hesta afli. Því á að halda út héðan til botnvörpuveiða, og leggja hér upp aflann aðallega, ýmist til sölu í soðið eða til verkunar. Skipshöfnin hingað var 8 manns, 3 skoskir og 5 íslenskir, þar á meðal skip- stjórinn, Halldór Sigurðsson. En hér á að vera fyrir skipinu eigandinn einn, Indriði Gottsveinsson; Arnbjörn Ólafsson verður og með því. Það leggur á stað til veiða nú seint í vikunni. Guðfinna Steinsdóttir AR Með einhverjum hætti – líklega í net- pósti – barst Víkingnum stórfín grein eftir skipstjórann sem var á Guðfinnu Steinsdóttur AR-10 haustið 1979. Hún er hins vegar ekki merkt með nafni höf- undar og nú langar mig að biðja hann að hafa samband við Víkinginn, hringja eða nota netleiðina. Gátan Þá eru væntanlega allir búnir að finna rétta svarið við gátunni eftir Sigurjón Bergvinsson er fæddist 1848 að Hall- dórsstöðum í Bárðardal en andaðist í Vesturheimi 1934. Svarið er, eldspýta. Coot kom til landsins í mars 1905 en ekki 1904. Samkvæmt spádómum Biblíunn- ar átti hinn fyrirheitni að vera af ætt Davíðs konungs. Það er því ekki að ástæðulausu að Matteusar guðspjall hefst á þessum orðum: „Ættartala Jesú Krists, sonar Davíðs, sonar Abraham.“ Síðan tekur við mikil ættrakning - Abraham gat Ísak og Ísak gat Jakob - en það sem skiptir máli hér er niðurlagið þar sem segir: „ ... Eleasar gat Mattan, Mattan gat Jakob og Jakob gat Jósef, mann Maríu; en af henni fæddist Jesús, sem kallast Kristur.“ Hængurinn við þetta er sá að Jósef og Jesús voru alls óskyldir en ekki er getið ætternis Maríu sem var þó ótvírætt móðir hins smurða (við skulum ekkert draga guð almáttugan inn í þessa ættartölu enda fyllilega ofvaxið ættspeki manns sem kann ekki mun á svila og mági). Þessu viljum við trúa - en vitum betur Jesú Kristur og faðir hans Jón Hjaltason jonhjalta@simnet.is

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.