Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Qupperneq 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Qupperneq 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur Ég ætla ekki að draga neina dul á að ég hef alltaf verið ákaflega veikur fyrir sushi og stæri mig af að hafa borðað það bæði vestan hafs og austan. Hvergi hef ég þó fengið betra sushi en í Grófargili á Akureyri – talandi um að leita langt yfir skammt. Í gilinu miðju er veitingastaður sem býður upp á kjöt, fisk og sushi. Það fyrsta sem vekur athygli við stað- inn er nafnið, RUB 23. Ég velti því fyrir mér þegar ég geng inn – RUB, hvað skyldi þetta RUB eiginlega vera? „Því skal ég svara,“ segir annar aðal- eigandi staðarins, Kristján Þórir Kristjánsson – hinn er margverðlaunað- ur Einar Geirsson, sem valinn var mat- reiðslumaður ársins 2003 og í landsliði matreiðslumeistara – í sama bili og ég geng með honum inn í einkar notalegan, lítinn sal. Á eina hönd er eldhúsið sem blasir við gestum þar sem þeir sitja í lágværum samræðum og njóta greinilega þess sem upp á er boðið. „RUB eru tilbúnar kryddblöndur sem matargestirnir velja sjálfir og er nuddað inn í kjöt eða fisk eftir því sem gesturinn vill.“ – En ef maður þjáist af ákvörðunar- fælni? vil ég fá að vita. „Ekki málið,“ svarar Kristján. „Við erum líka með á matseðlinum uppáhalds samsetningar okkar kokkanna þannig að þú þarft ekkert að óttast. Við erum líka með barnamatseðla þannig að hér eiga allir, ungir sem gamlir, að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Ég lít á hann óttalaus. Ég er nefnilega löngu búinn að ákveða að prófa uppá- haldið mitt, hið japansk ættaða sushi. Þegar það kemur á borðið rennur fljót- lega upp fyrir mér þessi, að mér finnst, furðulegi sannleikur – besta sushi í heimi fæst nánast í bakgarðinum heima hjá mér, á matsölustaðnum RUB 23. Ég smjatta ákaft og hef svo orð á þessu við Kristján. „Hefurðu komið til Japans?“ spyr hann svo og glottir skelmislega. – Nei, viðurkenni ég. „Jæja, en þakka þér samt fyrir. Sann- leikurinn er sá að sjávarréttir eru okkar sérgrein enda engin tilviljun að staðurinn heitir fullu nafni RUB 23 UMI RESTAU- RANT. Umi er sjór á japönsku.“ Ég ætla ekki að þreyta þig lesandi góður á frekari lýsingum þeirra dýrðar- rétta sem mér voru bornir en mikið yrði ég undrandi ef þú færir svekktur af RUB 23 þar sem sjón, lykt og bragð renna saman í eina dýrðlega upplifun. Bleikja og þorskhnakki – Byrjum á forréttinum, segir Kristján, þegar ég bið hann um uppskrift til að heilla með konuna. Hann veit sem er að matseldin verður að vera einföld. Forrétturinn er bleikja tempura með asískusalati og unagisósu. Miðum skammtinn við fjóra. 300 gr bleikja Tempura mix (Hagkaup) RUB 23 er á tveimur hæðum, þakið er yfir vinnuaðstöðu kokkanna en undir svölunum þar sem ljósmyndarinn stendur er salurinn sem við Kristján gengum fyrst inn í. - Finnbogi Marinósson Í kjallaranum er þessi notalega koníaks-stofa þar sem litlir hópar geta fengið einkathvarf. - Finnbogi Marinósson [ RUB 23 ]

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.