Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2009, Page 47
Sjómannablaðið Víkingur – 47
Skerðu bleikjunna í strimla og dýfðu í
tempuradeigið og djúpsteikið.
– Þetta er í raun miklu minna mál en
að steikja fiskinn upp úr raspi, útskýrir
Kristján. Notaðu grænmetisjurtaolíu, það
gerum við, en gættu þess að hita hana
ekki meira en upp í 180 gráður. Hún vill
brenna ef hitinn verður meiri.
Unagisósa
100 ml soyasósa
100 ml mirin (Hagkaup)
100 gr sykur
Þetta er soðið saman í 5 mínútur.
Svo er það salatið, auðvitað asískt-
salat. Í það fer: agúrka, radísur, piklaður
engifer, vorlaukur, sesamfræ, klettasalat.
Skorið í fallega bita og dressað með
soyasósu, sesamolíu og soyaolíu.
Þá er það aðalrétturinn, þorskhnakki
með arabísku RUB, kartöflum og salati.
Í hann þurfum við 800 grömm af þorsk-
hnakka og RUB sem við búum til sjálfir.
800 gr þorskhnakkar
Þá er að búa til hið arabíska RUB 23
en í því eru:
5 st kardimommur
1 msk fennu greek
½ msk fennel fræ
½ tsk hvítur pipar
Hnífsoddur chillí pipar
2 msk sjávarsalt
Þetta er síðan malað saman í kvörn.
Þorskurinn kryddaður með RUB blönd-
unni og steiktur á pönnu eða bakaður í
ofni.
Karlar, þá er bara að kalla í konuna og
heilla hana upp úr skónum.
Þorskhnakkinn kominn á disk.
SJÓMANNADAGURINN 2009
hedinn. is