Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 4
4 – Sjómannablaðið Víkingur Um þessar mundir fara fram á vettvangi lífeyrissjóðanna umræður og í fram- haldinu ákvarðanataka um hvort og þá með hvað hætti sjóðirnir kæmu að stofn- un fyrirbæris sem gengur undir vinnuheitinu Fjárfestingasjóður Íslands. Á kynn- ingarfundi á dögunum var gerð grein fyrir hlutverki, tilgangi og starfsemi fjár- festingasjóðsins og drögum að skilmálum hans sem fyrir liggja frá hendi starfs- hóps á vegum lífeyrissjóðanna. Það er síðan á valdi stjórnar hvers lífeyrissjóðs að ræða málið í eigin ranni og taka afstöðu til þess á næstu vikum hvort viðkomandi sjóður tekur þátt í að stofna Fjárfestingasjóð Íslands. Í þeim drögum sem fyrir liggja má m.a. lesa eftirfarandi: Í starfsemi FSÍ verður lögð áhersla á að fylgja leiðbeiningum um góða stjórn- arhætti fyrirtækja. Við ákvarðanir um fjárfestingar í hlutafélögum verður litið til reglna OECD, reglna Viðskiptaráðs Íslands, Kauphallar Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Þá mun einnig verða litið til nýútkominna leiðbeininga um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja sem gefi n hafa verið út af Viðskiptaráði Ís- lands, Nasdaq OMX Ísland og Samtökum atvinnulífsins. Einkum verður fjárfest í fyrirtækjum sem eiga í fjárhags- eða rekstrarerfi ðleikum tengdu falli fjármála- kerfi sins, gengisfalls krónunnar, hárra vaxta og mikillar verðbólgu og öðrum fyrirtækjum sem þykja áhugaverðir fjárfestingakostir. Ávöxtunarkrafa til einstakra fjárfestinga skal að jafnaði vera 25% að lágmarki. Gert er ráð fyrir að fulltrúar FSÍ sitji í stjórnum þeirra fyrirtækja sem fjárfest er í sem ráðandi aðilar. Stjórn FSÍ kemur því til með að ráða alfarið örlögum margra íslenskra fyrir- tækja næstu árin, hverjir lifa og hverjir deyja. Þeir sem koma fram með hug- myndir af þessu tagi virðast vera fl jótir að gleyma sé horft til þess sem gerðist hjá VR og fyrrverandi formanni á þeim bæ sem sat í stjórn Kaupþings jafnhliða for- mennsku í VR. Fátt í hruninu hefur fengið harðari gagnrýni en stjórnarseta for- mannsins í KB banka. Við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu þá er morgunljóst að við upp- talningu á þeim aðilum sem að ofan greinir, þá hringja allar viðvörunarbjöllur í höfði hins almenna launamanns. Ekki síður þegar við bætast markmið sem hljóta að hafa umtalsverða áhættu í för með sér. Það eru engin smá völd og ábyrgð sem ætluð eru þeim sem stjórna eiga þessum nýja fjárfestingasjóði. Á sama tíma má segja að núverandi stjórnir lífeyrissjóðanna varpi hreinlega ábyrgðinni og völdunum af sínum herðum yfi r á aðra. Þegar tryggingastærð- fræðingar sjóðanna eru að bagsa við að reikna út framtíðarskuldbindingar líf- eyrissjóða þá er lögð til grundvallar, sem framtíðarávöxtun, 3,5 %. Það er ávöxt- unarkrafa sem felur í sér mun minni áhættu en sjóðirnir almennt hafa verið að taka undanfarin ár. Mín skoðun er sú að hugur þorra launþega/sjóðfélaga standi til þess að lífeyrissjóðum beri í framtíðinni að sína meiri aðgát en verið hefur undanfarin ár þegar valdar eru ávöxtunarleiðir. Hinn almenni sjóðfélagi vill ein- faldlega geta horft til þess með tryggum hætti að hann fái notið þess öryggis sem í því felst, að á vísan sé að róa með þau réttindi sem menn hafa byggt upp á langri æfi , sér til framfæris í ellinni. Mér er mjög til efs að viðhorf almennra sjóðfélaga og forsvarsmanna atvinnulífsins eigi samleið í þessu máli. Grundvallar- hlutverk lífeyrissjóða er að standa vörð um og ávaxta þá fjármuni sem þeim er trúað fyrir af hálfu sjóðfélaga. Lausn sem í raun felur í sér alræðisvöld að hætti kommúnisma er hreint út sagt fráleit. Árni Bjarnason, varamaður í stjórn Gildis Efnis-ÍKINGURV 3. tbl. 2009 · 71. árgangur · Verð í lausasölu kr. 890 Veikindalaunaréttur sjómanna Birgir Þórisson kemur með lausnina Veiga sagði þeim að hunskast Hilmar enn á skipaveiðum Lífeyrissjóðurinn minn? Útgefandi: Völuspá, útgáfa, í samvinnu við Farmanna- og fi skimannasamband Íslands. Afgreiðsla og áskrift: 462 2515/netfang: jonhjalta@simnet.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Hjaltason, sími 462 2515, netfang: jonhjalta@simnet.is Byggðavegi 101B, 600 Akureyri. Auglýsingastjóri: Vilborg Aldís Ragnarsdóttir, sími 894 6811 Ritnefnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason og Jón Hjaltason. Forseti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prentvinnsla: Ásprent. Aðildarfélög FFSÍ: Félag skipstjórnarmanna, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafélögin verðandi, Vestmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Víkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári. ISSN 1021-7231 Hvað er að gerast með lífeyrissjóðinn minn? Víkingurinn sjötugur. Af því tilefni rifjum við upp stofn- un blaðsins og tilraun FFSÍ til að sameina alla sjó- menn undir einum blaðahatti. Ráðherrar skrifa; Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, Kristján L. Möller samgönguráðherra og Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra, og Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sendir okkur hugleiðingu. Örnólfur Thorlacius hefur ritað bók um kafbáta sem er að koma út um þessar mundir. Hann hefur góð- fúslega leyft Víkingnum að taka svolítið forskot á les-sæluna. Steve Farrow málar togara á striga. Í leiðinni segjum við frá grimmum örlögum Grimsby Town. Guðjón Petersen lýkur að segja frá sögulegri viður- eign við breskan landhelgisbrjót, íslenska lögmenn og fárviðri á miðunum. Mummi frá Flateyri er týndur, voru skilaboðin. Þessu viljum við trúa en við nánari athugun reynist það rangt: Pollice Versio. Hilmar Snorrason er á veiðum; a inn eru gömul íslensk skip í fjarlægum höfnum. Hilmar Snorrason siglir um netið. Veiðiþátturinn. Ragnar Hólm segir ótrúlega veiðisögu og hefur eftir kunningja sínum. Hilmar Snorrason færir okkur fréttir utan úr heimi, sumar næsta ótrúlegar. Viðtalið við Stefán Olsen kyndara. Ólafur Grímur Björnsson hnýtir við nokkrum athugasemdum og viðaukum. Ævintýri Sigurðar Ólafs Jónssonar vélfræðings. Bernharð Haraldsson ræðir við Sigurð. Togarinn á Pollinum. Loksins nafn, Birgir Þórisson heggur á hnútinn. Sjómannadagsgetraunin, úrslit kynnt og spurningum svarað. Fiskisúpa á Dalvík, kvöldið fyrir Fiskidaginn mikla. Ljósmyndakeppni sjómanna 2009. Skilið myndum fyrir 30. nóvember. Veikindalaunaréttur skipverja, sem fara í fyrirfram ákveðið frí eða frítúr eða eru í sinni síðustu veiðiferð, þegar þeir veikjast eða slasast. Jónas Haraldsson lögmaður skrifar. Krossgátan. Sjómenn og aðrir lesendur Víkings Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagnrýni eða hrós, tillögur um efnis- þætti og hugmyndir um viðtöl við áhugaverða sjómenn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum; Raddir af sjónum. Netjið á jonhjalta@simnet.is Forsíðumyndin er að þessu sinni frá Húsavík. Ritstjóri tók myndina. 6 16 19 20 21 25 28 30 32 35 42 43 44 34 46 48 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.