Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 7
 Farmanna- og fi skimannasamband Ís- lands (FFSÍ) var stofnað 1937. Fyrsta þing þess var haldið sama ár og þá strax tóku menn að velta fyrir sér nýju sjómannablaði. Þorgrímur Sveins- son skipstjóri reið á vaðið. Ættum við ekki að hugleiða stofnun blaðs, stakk Þorgrímur upp á, þar sem við sjómenn gætum skrifað um áhuga- mál okkar án þess að vera háðir „duttl- ungum pólitískra fl okka“. Nýtt blað eða sameining við Ægi? Var þetta svo rætt fram og aftur næstu tvö árin en tímarnir voru erfiðir, já svo erfiðir að sennilega hefur enginn áratug- ur leikið íslenska útgerð ver en sá 4. seinustu aldar. Og pólitíkin var ekki síður óvægin. Reynt var að koma dóms- málaráðherra á geðveikrahæli, Gúttó- slagur braust út í Reykjavík og Novu- slagur á Akureyri, á Siglufirði framdi verkalýðsforingi sjálfsmorð eftir heift- úðuga ritdeilu við Svein Benediktsson og undirréttur dæmdi dómsmálaráðherra í 15 daga fangelsi fyrir óljósar sakir. Póli- tískan óþef lagði af málinu og það hvarfl- aði ekki að Hæstarétti að staðfesta dóm- inn. Það var því ekki á öðru von en að ein- hverjir rækju upp ramakvein loks þegar ríkisstjórnin ákvað að skjóta skildi fyrir útgerðina, að vísu eingöngu 60 tonna báta og minni. Stofnaður var Skulda- skilasjóður og Morgunblaðið ærðist: „Rauða ofsóknin hefir lamað útgerðina.“ Enn auka „rauðu flokkarnir“ (Framsókn og Alþýðuflokkurinn) byrðarnar á Reyk- víkingum. Kreppuráðin ná ekki til Reyk- víkinga, fremur venju, fullyrti blaðið og sagði svo um Skuldaskilasjóðinn: „ ... hann mátti ómögulega ná til togaranna, vegna þess að togaraútgerðin var sá at- vinnuvegur, sem Reykjavík átti alla sína afkomu undir“.1 Áratugurinn var þó ekki nema rétt hálfnaður og enn átti eftir að syrta í álinn. Þjóðir heims girtu sig innflutn- ingshöftum. Grikkir létu þau boð út ganga að ekkert yrði hægt að selja inn í landið nema kaupa grískar vörur fyrir samsvarandi upphæð. Þetta voru ekkert annað en hrein og klár vöruskipti. 1 „Tvö togarafjelög...“ Morgunblaðið 24. maí 1936. Við látum þá bara róa, ráðlagði Sveinn Björnsson sendiherra og síðar fyrsti for- seti lýðveldisins. Ítalir skáru saltfiskinnflutning sinn frá Íslandi niður um helming og Spánverjar, er voru allra manna duglegastir að borða íslenskan fisk, um 40% og þegar borg- arastríð braust út í landinu 1936 hrundi Spánarmarkaður.2 Afli togaranna varð nú í ört vaxandi mæli síld, karfi og ísfiskur, jafnframt því sem úthaldið styttist og bryggjuvera skipanna lengdist. Togara- flotinn var á hausnum. Bjargráðið var að fella gengið en krónan hafði verið bund- 2 Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð Íslands 1904-1964, 699-703. Deilt um Víkinginn - Tilurð blaðs og sameiningarmál Síða úr Víkingnum: 50 ára afmæli íslenskra gufuskipa (13.-14. tbl. júlí 1940) Þeir, sem eiga einhver áhugamál varðandi sjómenn eða útveg og vilja rita um þau, ættu að senda „Víkingnum“ greinar. -- O -- Þeir, sem verzla með vörur, sem sjómenn og útgerðarmenn nota, ná bezt til kaupenda sinna, með því að auglýsa í „Víkingnum“. (1. tbl júní 1939) Sjómannablaðið Víkingur – 7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.