Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 9
ingnum. Þetta eru „... svik við fiski-
mannastétt Íslands“, skrifaði „íslenskur
sjómaður“ og „ævifélagi í Fiskifélagi Ís-
lands“ kallaði hugmyndina „vitfirringu“
og um títtnefndan Kristján Jónsson (sem
var einn höfunda tillögunnar) skrifaði
ævifélaginn: „Á fiskiþingum ætti hann
ekki framar að sýna sig, það er heilræði.“
Og ekki verður betur séð en að sjálfur
ritstjóri Víkingsins, Bárður Jakobsson,
hafi af þessu tilefni ráðlagt Kristjáni að
„fá viðgerð á „toppstykkinu“.“ (Þess skal
getið að greinin var birt nafnlaus).
Þessi skrif, og fleiri í svipuðum dúr,
birtust öll í Víkingnum og studdu ekki
beinlínis að sameiningu tímaritanna
tveggja enda var ekkert um hana rætt á
Fiskiþingi 1940. Oddvitar Farmanna- og
fiskimannafélagsins voru þó ekki úrkula
vonar.
Vilja sameiningu
Það vissu allir hvern hug Ásgeir Sig-
urðsson, skipstjóri og fyrsti forseti FFSÍ,
bar til Víkingsins og sameiningarmál-
anna.
Ég vil eitt blað sjómanna, lýsti Ásgeir
yfir í nýársgrein í Víkingnum árið 1942:
„Samhent skipshöfn leysir oft vandasöm
störf af hendi. Samhent sjómannastétt
gæti velt stórum björgum.“
Og enn var skrifað um mikilvægi
sameiningar blaðanna. Það vantar
vekjarann í starf Fiskifélagsins, stað-
hæfði Hallgrímur, formaður Vélstjóra-
félagsins, enda hafa stjórnvöld snið-
gengið það og hreinlega vantreyst til
„gagnlegra framkvæmda.“ Þetta hefði
ekki gerst ef Fiskifélagið stæði traustari
fótum á landsbyggðinni en einmitt
með Víkingnum er möguleiki að snúa
þessari öfugþróun við, fullyrti Hall-
grímur. Hann berst nú inn á hátt á fjórða
þúsund heimili og sér hver í hendi sér
hver áhrif slíkt blað getur haft til að
sameina og efla sjómannastéttina.
Vestfirskir sjómenn voru á sama máli
og sendu Fiskiþingi, sem þá stóð fyrir
dyrum, eindregna áskorun um að
taka nú þegar upp samstarf við FFSÍ
um útgáfu sjómannablaðs.
Greinilegt var að Ásgeir forseti,
og kannski líka Hallgrímur, áttu von
á jákvæðari afstöðu Fiskiþings en
áður. Kristján, forseti Fiskifélagsins,
var hættur og Davíð Ólafsson kom-
inn í hans stað. En þegar á hólminn
kom reyndist Davíð ekki síður
harður andstæðingur sameiningar-
innar en Kristján.
Ég er því algjörlega mótfallinn að
taka upp samstarf við sjómanna-
blaðið Víking, tilkynnti Davíð á
Fiskiþinginu 1942 og þótt aðrir
þingmenn reyndu að milda svolítið
þessa afstöðu þá stóð hún engu að
síður óhögguð. Ægir skyldi aldrei
sameinaður Víkingnum.
Af hverju?
Vitaskuld hljótum við að velta
fyrir okkur ástæðum þess að FÍ vildi
ekki sameina tímaritin tvö, Ægi og
Víking. Sjálfsagt spiluðu þar inn í
persónulegar ástæður að einhverju
leyti. Það var erjótt á milli félaganna.
Fiskifélagið átti í vök að verjast og
það var ekki laust við að oddvitum
þess þætti sér ógnað af FFSÍ. Skrifin
í Víkingnum undirstrikuðu þetta og
bætti ekki úr skák að þau urðu ansi
persónuleg bæði um Kristján Bergs-
son, forseta FÍ, og nafna hans Jóns-
son, og jöðruðu við ærumeiðingar svo
ekki sé dýpra í árinni tekið.
Hin málefnalegu rök hafa þó líkast til
vegið þyngst. Kristján Jónsson gerði góða
grein fyrir þeim í októberblaði Víking-
sins árið 1940:
„Það virðist fara vel á því, að Víkingur
hafi það hlutverk að flytja skemmtilegar
og gagnlegar frásagnir af lífi og störfum
sjómanna, sem Ægir hefir ekki komizt
yfir nema að litlu, haldi þétt og prúð-
mannlega á hagsmunamálum þeirra og
sé jafnframt nokkurskonar málsvari far-
manna og sérfróðra sjómanna. En að
Ægir sinni einkum fiskiveiðamálunum í
víðri merkingu, málefnum útvegsins,
upplýsinga og skýrslugerð, styrkveiting-
um allskonar, og öllu því, sem hið opin-
bera fæst við, styrkir eða lætur fram-
kvæma og gefi gaum hverskonar ný-
breytni varðandi fiskveiðarnar. Annað
verði í rauninni sjómannablað, hitt
fiskveiðirit.“
Niðurlag
Ritstjórnarstefnan
Þegar núverandi ritstjóri Víkings sett-
ist á ritstjórastólinn þóttist hann held-
ur betur hafa uppgötvað hjólið fyrstur
manna. Nú skyldi blaðinu umturnað sem
aldrei fyrr og búið til hörku karlablað er
færi ótroðnar slóðir. Ekki átti endilega að
binda sig við sjóinn, þótt efni honum
tengt hlyti alltaf að vera í öndvegi, held-
ur leita fanga sem víðast með það mark-
mið að vekja áhuga lesenda.
Þegar betur var að gáð kom í ljós að
þetta var engin nýlunda. Sjómannablaðið
Víkingur hefur alltaf haft þessa stefnu.
Í júlí 1941 útskýrði blaðstjórnin hug-
myndir sínar um tímaritið. Vissulega er
Víkingurinn „hagsmunamálgagn sjó-
mannastéttarinnar“, því neitum við
ekki:“
En maðurinn lifir ekki á einu saman
brauði. Þó að meginhluti sjómanna skilji
nauðsyn þessa, þá eru aðrir, sem ekki
gefa sig beint að slíku, láta það afskipta-
laust, þó þeir leiðist með, en vilja hafa
blað með léttum sögum og frásögnum
og öðru þess háttar.“
Í þessum anda hefur Sjómannablaðið
Víkingur skeiðað allar götur frá stofnun.
SJÓMANNABLAÐIÐ
VÍKINGUR
Útgefandi:
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands:
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Bárður Jakobsson.
Ritnefnd:
Hallgrímur Jónsson, vélstjóri.
Þorvarður Björnsson, hafnsögumaður.
Henry Hálfdánsson, loftskeytamaður.
Konráð Gíslason, stýrimaður.
Blaðið kemur út tvisvar 12 síður á mán-
uði, og kostar árgangurinn 10 krónur.
Ritstjórn og afgreiðsla er í Ingólfshvoli,
Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur“,
Pósthólf 425, Reykjavík.
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands.
Skipstjóra- og stýrimannafél. „Ægir“, Sigluf.
Skipstjóra- og stýrimannafélag Reykjavíkur.
Skipstjórafélagið „Aldan“, Reykjavík.
Vélstjórafélag Íslands, Reykjavík.
Félag íslenzkra loftskeytamanna, Reykjavík.
Skipstjórafélag Íslands, Reykjavík.
Skipstjórafélag Norðlendinga, Akureyri.
Skipstjóra- og stýrimannafél. „Ægir“, Rvík.
Skipstjóra- og stýrimannafél. „Kári“, Hafnarf.
Skipstjóra- og stýrimannafél. „Bylgjan“, Ísaf.
Skipstjóra- og stýrim.fél. „Hafþór“, Akranesi.
(2.-3. tbl. ágúst 1939)
Sjómenn!
Þegar þið veljið ykkur lestrarefni á
sjóinn er blaðið ykkar „VÍKINGUR“
- það bezta.
(3.-4. tbl. 1940)
Skipbrotsmaður: - Hversvegna gónir
þessi villimaður svo fast á okkur?
Annar skipbrotsmaður: - Kannski hann
sé hjá matvælaeftirlitinu!
(3.-4. tbl. 1940)
Í lok júní 1941 var E. s. Hekla skotin
í kaf á leið til Halifax. Víkingur fjallaði
um þennan sorgaratburð í máli
og myndum.
Sjómannablaðið Víkingur – 9