Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 16
Örnólfur Thorlacius er þessa dagana að skrifa bók um kafbáta og mun hún koma út á vegum Bókaútgáfunnar Hóla fyrir jólin. Hér verður gripið lítil- lega niður í þessa væntanlegu bók: Fyrsta dauðaslys kafbátasögunnar Árið 1773 eða 1774 kafaði enskur vagnasmiður, John Day, niður í þrjátíu feta djúpa tjörn í heimasmíðuðu köfun- arhylki. Veðmálagarpur, Cristopher nokkur Blake, keypti bát sem Day lokaði með vatnsþéttum þiljum, hengdi á hann lóð sem dugðu til að sökkva hon- um en auðvelt átti að vera að losa frá bátnum. Blake veðjaði um það við áhorfendur að Day gæti hafst við í bátnum í tólf klukkustundir á hundrað feta dýpi og komið heill upp. Day átti að fá tíunda hluta af ágóðanum. Þá um sumarið var báturinn dreginn út á tilskilið dýpi úti fyrir Plymouth og í honum Day með kex og vatn í nesti. Síðan hefur hvorki spurst til báts né kafara svo Blake tapaði veðmálinu. Líklegt þykir að báturinn hafi lagst saman á niðurleið undan vatnsþrýstingn- um. Dulmálið sem aldrei var ráðið Allt frá árinu 1942 til stríðsloka notuðu Bandaríkjamenn með góðum árangri boðkerfi í stríðinu við Japani. Þetta var hvorki mors- kóði né rittákn, heldur töluðust amerískir hermenn við um tal- stöðvar eða í síma. Þrátt fyrir mikla yfirlegu gátu dulmálslykla- fræðingar Japana aldrei ráðið þennan kóða, enda var þetta ekkert dul- mál, heldur þjóðtunga ákveðinna íbúa Bandaríkjanna, navahóindíána. Navahóþjóðin á rúmlega 70 þúsund ferkílómetra land í Utah, Arizona og Nýja-Mexíkó. Íbúar þar eru nú fleiri en 250 þúsund og tala sérkennilegt, flókið mál en hafa ekkert ritmál. Mjög fáir aðkomumenn skilja navahó- málið. Einn þeirra var Philip Johnson, sonur trúboðahjóna sem flutt höfðu þessum frumbyggjum álfunnar fagnaðar- erindið. Philip þessi barðist í Bandaríkja- her í fyrri heimsstyrjöld og kynntist þá aðferðum til að koma boðum til skila á bak við óvinina. Í síðari heimsstyrjöld lagði hann til að navahóar, en þeir voru í öllum banda- rískum landgöngusveitum (Marines), yrðu fengnir til að flytja boð á máli sínu í síma eða um talstöð. Til þessa þurfti að bæta í tungumál þeirra heitum á framandi stöðum og ýmsum vígtólum. Slík nýyrðaskrá var samin í skyndi og hópi navahódáta kennd notkun orðanna, sem flest voru samsett úr stofnum hins forna navahómáls. Til dæmis kallast kaf- bátur „járnfiskur“, orrustuskip er „hvalur“, flugvélaskip er „fuglaberi“ og liðsflutningaskip „mannaberi“. Orrustu- flugvél er „kólibrífugl“ (enska orðið er hummingbird eða „suðandi fugl“) og njósnaflugvél „ugla“. – Landaheiti voru mörg langsóttari. Þýskaland er „járn- hattur“ og Bretland „milli vatna“. Heiti sumra landa voru samt þýdd beint. Í navahómálinu eru til dæmis orð fyrir ís og land, og þannig varð til heiti á Ís- landi, sem í enskri hljóðritun er Kin-ke- jah. Sem fyrr segir gafst þetta einkar vel. Dulmálsfræðingum Japana tókst að ráða dulmál flughers og landhers Bandaríkj- anna, sem voru vélamál, en navahómál flotans var þeim ofviða. Dirfskubragð í upphafi síðari heimsstyrjaldar Það þótti frækilegt afrek og snautlegra fyrir flota Bretakonungs þótti það þegar U-47 sökkti orrustuskipinu HMS Royal Oak hinn 14. október, því skipið lá við akkeri í einni stærstu flotahöfn Breta, Skalpaflóa á Orkneyjum. Skipherrann, Korvettenkapitän Günther Prien, sigldi bátnum í náttmyrkri ofan- sjávar uppi við landsteina gegnum þröngt sund inn á höfnina og sökkti skipinu með tundurskeyt- um. Með því fórust 839 menn. Báturinn slapp óséður burt og til Þýskalands, þar sem Foringinn hengdi sjálfur riddaragráðu járnkrossins á Prien. U-47 hvarf á Atlantshafi 7. mars 1941 og með honum 45 manna áhöfn, þar á meðal Prien skip- herra. Enginn veit hver eða hvað grandaði bátnum. Kafbátastríðið nær til Íslands Í upphafi styrjaldar var kafbáts- foringjum Þjóðverja uppálagt að ráðast aldrei á vopnlaust kaupskip nema kafbátsmenn færu fyrst um borð í skipið til að kanna hvort það væri að flytja vopn eða vistir til óvinanna. Ef það kæmi í ljós átti að flytja áhöfnina frá borði og sökkva svo skipinu. En þessi regla var skjótt brotin. Fyrsta skipið sem þýskur kafbátur grandaði í síðari heimsstyrjöld var enskt farþega- skip, Athenia, sem U-30 sökkti fyrirvara- laust með tundurskeyti norðvestur af Ír- landi að kvöldi fyrsta dags stríðsins, 3. september 1939. Á skipinu var á annað þúsund manns. Af þeim fórust 122. Þar af voru 28 Bandaríkjamenn á leið til heimalands síns til að forðast ógnir stríð- sins í Evrópu. Þetta kom sér einkar illa fyrir Þjóðverja, sem vildu í lengstu lög halda Bandaríkjunum utan stríðsins. Þeir þrættu harðlega fyrir þátt sinn í árásinni, fullyrtu að enginn þýskur kafbátur hefði Kafbátasagan - á bók HMS Royal Oak. 16 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.