Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 18
strönd. Þaðan var ferðinni heitið suður
Atlantshaf og austur eftir Indlandshafi og
Kyrrahafi. Á leið um Kílarskurð tók bát-
urinn niðri og laskaðist og var siglt til
Björgvinjar til viðgerðar. Enn tafðist förin
af loftárás Breta á kafbátalægið í janúar,
en báturinn hélt norður á bóginn í febr-
úarbyrjun. Eitthvert basl var enn með
vélar bátsins svo honum var snúið aftur
til Björgvinjar.
Bretar höfðu ráðið enigmaskeyti Þjóð-
verja og vissu af ferð bátsins og erindi
hans. Þeir sendu móti honum kafbát,
HMS Venturer, með 37 manna áhöfn,
sem Jimmy Launders lautinant stýrði.
Leiðir bátanna lágu saman út af Fedjaey,
um 50 km norðvestur af Björgvin. Báðir
bátarnir voru í kafi þegar Bretarnir skutu
hinn 9. febrúar fjórum tundurskeytum
að Þjóðverjunum. Hið síðasta hæfði U-
864, sem sökk með allri áhöfn. Sam-
kvæmt sumum heimildum voru í henni
þýskir og japanskir sérfræðingar í smíði
og meðferð þeirra hátæknivopna sem
flutt voru með bátnum. Þetta mun vera
eina þekkta orrustan í allri sögu kafbát-
anna þar sem einn kafbátur grandaði
öðrum og báðir voru neðansjávar.
Þegar Norðmenn fréttu af kvikasilf-
ursfarminum í U-864 varð þeim ekki um
sel. Flak bátsins fannst í tveimur pörtum
eftir fimm ára leit í október 2003. Einn
brúsi náðist upp og var verulega farinn
að tærast. Fiskveiðar eru ekki leyfðar í
grennd við flakið vegna mengunarhættu.
Ekki er talið óhætt að draga allt flakið
upp, þar sem ætla má að við það losni
kvikasilfur, auk þess sem nokkur tund-
urskeyti eru í bátnum sem gætu sprung-
ið. Í ráði er að reyna að ná heillegustu
hlutum flaksins upp en urða annað á
hafsbotni.
Diplómatískur hnútur
leystur ástúðlega
Inn á Japanshaf, strandhafið á milli
Japans og meginlands Asíu, er aðeins
fært af sjó um nokkur sund, sem öll
voru vel varin tundurduflum. Banda-
ríkjamenn gerðu þó ráð fyrir að sigla
mætti kafbátum nærri yfirborði um
Tsugarusund, á milli nyrstu japönsku
heimaeyjarinnar, Hokkaidó, og Sjakalín,
því þar var fjölfarin siglingaleið rúss-
neskra skipa, og friður milli Sovétríkj-
anna og Japans. Þetta sannreyndu áhaf-
nirnar á þremur bandarískum kafbátum,
sem fyrstir sigldu inn á Japanshaf þjóð-
hátíðardaginn 4. júlí árið 1943. Þegar
inn var komið urðu kafbátsmenn varir
mikilla umsvifa Japana á sjó, sem greini-
lega voru óviðbúnir óvinaárás. En leið-
indaveður og ratsjárbilanir urðu til þess
að kafbátarnir sneru fljótlega brott sömu
leið og þeir komu og hafði aðeins einn
þeirra grandað tveimur óvinaskipum, og
hvorugu stóru.
Á heimleið sigldi einn báturinn, USS
Permit, fram á skip sem skipherrann,
Wreford Chapple, taldi japanskan varð-
bát og lét skjóta á hann úr fallbyssu.
Þegar skipverjar drógu upp hvítan fána
sáu kafbátsmenn sér til skelfingar að hér
stefndi í diplómatíska deilu: Þeir höfðu
ráðist á bandamenn sína í Evrópustríð-
inu, því þetta var sovéskt fiskiskip. Skip-
ið sökk og með því einn skipverji, en
þrettán var bjargað um borð í kafbátinn.
Einn var dauðvona, en meðal hinna, sem
af komust, voru fimm konur. Chapple
skipherra hugðist skila „gestunum“ til
sovéskrar hafnar en yfirmaður hans,
Lockwood aðmíráll, skipaði honum að
fara með þá til Hollandshafnar á Aljút-
eyjum í Alaska, þaðan sem þeim yrði
skilað til heimalandsins. Kafbátsmenn
sýndu þessum óvæntu farþegum alla þá
gestrisni sem þrengslin í kafbátnum
leyfðu, og svo kært var með ungu kaf-
bátsmönnunum og sovésku dömunum
(kannski einmitt vegna þrengslanna) að
þær táruðust á kveðjustund. Skipstjóri
fiskiskipsins endurgalt góð kynni. Í
skýrslu hans til sovéskra yfirvalda
stendur að Bandaríkjamennirnir hafi
bjargað skipshöfninni eftir árás óþekkts
kafbáts.
Kafbátsrán á Kyrrahafi
Í febrúar 1968 sendu Sovétmenn K-
129, tvinnkafbát af „Golf“-flokki, út á
Kyrrahaf til æfinga og eftirlits með um-
svifum andstæðinganna. Eftirlitið var
gagnkvæmt. Eitthvað kom fyrir K-129 og
hann hvarf í hafið 8. mars. Rússarnir
voru þá búnir að missa samband við bát-
inn, en Ameríkumenn, sem áttu ná-
kvæmari miðunartæki en Rússar, höfðu
fylgst með honum og fundið flakið nærri
Hawaiieyjum á fimm kílómetra dýpi.
Bandaríska leyniþjónustan, CIA, sá
sér leik á borði og lagði til að útvegaður
yrði djúpköfunarbúnaður til að ná K-129
sem heillegustum upp úr sjónum. Miklu
skipti að hvorki Rússar né almenningur
og fjölmiðlar í Bandaríkjunum kæmust á
snoðir um þetta laumuspil, sem gekk
undir lykilnafninu „Jennifer“. Yfirmenn
bandaríska flotans voru til dæmis ekki
hafðir með í ráðum. Í K-129 voru þrjár
eldflaugar af nýjustu gerð, hlaðnar
kjarnaoddum, auk þess sem búast mátti
við verðmætum kóðavélum, kóðaskrám
og öðrum gögnum, og ekki spillti að
kommarnir myndu ekki hafa hugmynd
um að þessar upplýsingar væru í hönd-
um andstæðinganna.
Nixon Bandaríkjaforseti tók hug-
myndinni fagnandi og sá til þess að nóg
fé væri fyrir hendi. Til framkvæmda var
ráðinn sérlundaður amerískur auðkýf-
ingur, Howard Hughes, sem unnið hafði
við ýmis hátækniverkefni í heimsstyrj-
öldinni, sem flest höfðu raunar mislán-
ast, svo sem gerð stærstu flugvélar í
heimi, átta hreyfla flugbáts, Hercules,
sem átti að brúka til herflutninga en
stríðinu lauk áður en risinn var tilbúinn.
Með Hughes við stýrið lyftist ferlíkið
aðeins einu sinni nokka metra yfir hafs-
borð úti fyrir Long Beach í Kaliforníu en
var síðan lokað inni í skýli.
Nú boðaði Hughes smíði djúpsjávar-
könnunarskips, Glomar Explorer, sem að
nafninu til átti að leita að mangani og
öðrum verðmætum málmum á hafsbotni
en var í raun leppfyrirtæki fyrir sjóráns-
áform CIA. Undir skipinu var gríðarstór
prammi með gripkló, sem sagt er að
hefði getað spannað fótboltavöll. Þessi
búnaður var í júlí 1974 látinn síga niður
á hafsbotn í gildum köplum og flakið
skorðað í gripklónni. En ekki tókst betur
til en svo að klóin brast á uppleið, kaf-
báturinn brotnaði í tvennt og upp kom
aðeins 12 metra hluti af þessum 100
metra langa kafbáti. Aldrei hefur fengist
uppgefið, hvað í þessum hluta var. Þó er
ljóst að þar voru afar geislavirk lík sex
bátsverja, sem sett voru í málmhylki og
lögð til hinstu hvílu í hafi með tilhlýði-
legri virðingu. Myndband af athöfninni
var sent ættingjum hinna látnu.
HMS Venturer. Þessi breski kafbátur varð fyrsti og eini kafbátur sögunnar, að því er best er vitað, til að
sökkva öðrum kafbáti þar sem báðir voru í kafi, þegar hann grandaði U-864 út af strönd Noregs í febrúar
1945. (McCartney 2006)
18 – Sjómannablaðið Víkingur