Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 19
Sjómannablaðið Víkingur – 19 Þegar Víkingurinn áttaði sig á því að Steve Farrow, sá hinn sami og léði okkur myndina af Peter Cheyney, hefur þann starfa að mála skip á striga gat hann ekki á sér setið, hafði samband við Steve og fékk leyfi til að birta eitt af málverkum hans. Þetta er togarinn Grimsby Town, smíðaður 1934. Skipið tók nafn sitt eftir samnefndu knattspyrnuliði sem var verðlaunað með þessum hætti fyrir að komast upp í 1. deild. Grimsby Town fórst við Hjörleifs- höfða hinn 23 apríl 1946. Dagblaðið Tíminn sagði svo frá slysinu: Brezkur togari strandar Þrír menn farast. Í fyrrinótt strandaði brezkur togari austur á Herjólfsstaðafjörum, rétt austan við Hjörleifshöfða. Var Slysavarna- félaginu tilkynnt um strandið á áttunda tímanum í gærmorgun. Björgunarsveitin í Vík brá þegar við og tókst að komast að strandstaðnum, þrátt fyrir ófærð og erfiða aðstöðu. Veður var vont, er strandið varð og mikið brim við ströndina. Á skipinu var 18 manna áhöfn og bjargaðist hún, að undanteknum þremur mönnum, sem fórust, er fimm skipverja tók út áður en björgunarsveitin komst á strandstaðinn. Tveir þeirra náðust aftur. Björgunarstarfið hófst um kl. 9,30 og gekk það vel. Var mönnunum bjargað í land á línu og var því lokið um hádegi. Kl. 4 í gær voru skipsbrotsmennirnir komnir til Víkur og leið vel eftir atvikum. Björgunarsveitin í Vík sýndi mikla hreysti og dugnað við þetta björgunarstarf og er þetta önnur skipshöfnin, sem hún bjargar á skömmum tíma. Þessi togari er hins vegar þriðja skipið, sem strandar þarna austur frá nú á skömmum tíma. Togarinn heitir Grimsby Town og er einn af stærstu togurum Breta, um 600 rúml. að stærð. Hann er tiltölulega nýr, smíðaður skömmu fyrir styrjöldina. Óvíst er hvort unnt verður að bjarga skipinu. Veður var enn vont við ströndina í gær- kvöldi og þá kominn mikill sjór í skipið. Það er tiltölulega stutt frá landi. _ _ _ Við þetta má bæta að breski skipstjórinn tók strandið og mannskaðann afar næri sér og heimtaði að fá að fara með skipi sínu og urðu björgunarmenn að taka hann nauðugan með sér að lokum. Grimsby Town

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.