Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Síða 20
20 – Sjómannablaðið Víkingur Í greininni „Prince Philip tekinn“, sem birtist í síðasta Víkingi 2. tbl. 2009, lofaði ég að segja frá áframhaldi þess máls, enda um ýmislegt sérstakt. Á þessum tíma var stafræna (digital) tæknin að gægjast upp á yfi rborðið, þökk sé m.a. brjáluðu geimferðakapp- hlaupi stórveldanna sem byggðist á að leiðsögu- og stýritæki væru hraðvirk, laufl étt og tækju „ekkert pláss“. Kennedy Bandaríkjaforseti hafði sett það markmið að senda menn til tungls- ins fyrir lok áratugarins en þrem dög- um eftir að við tókum Prince Philip (1964) skutu Rússar 3 mönnum á braut um jörðu. Fengu „kanarnir hland fyrir hjartað“ af ótta við að vera að tapa því kapphlaupi. Þróun rafeindatækn- innnar í leiðsögu- og stýritækni skipa og fl ugvéla, var einnig mjög hröð þótt sú bylting sem stafræna tæknin hefur leitt til nú væri ekki komin fram. Ástæðan fyrir því að ég get þessa í for- mála er að með útfærslu landhelginnar í 12 sjóm. varð radarinn eitt mikilvæg- asta staðsetningartækið við togaratökur þess tíma þar sem „átakasvæðið“ var komið fjær landi, auk þess sem radar- inn gaf möguleika á að staðsetja skip í náttmyrkri og slæmu skyggni. Sext- antinn, mið og miðanir í björtu og góðu skyggni voru að missa gildi sitt þar sem bunga jarðar skyggði á sýn til þekktra mælipunkta í landi, vegna aukinnar fjarlægðar. Stutt var í að Loran C kæmi á almennan markað og þótt við hefðum Loran A var hann ekki talinn nógu nákvæmur. Þessi togarataka markaði því þau sérstöku spor að í rétt- arhöldunum sem fylgdu var vörnin byggð á að véfengja annars vegar mögulega sjónarlengd og hins vegar næmni og áreiðanleika radars og gyro- kompáss, sem staðsetningarnar byggðust á. Málsvörnin Við lögðum Prince Philip utan á Óð- inn þar sem hann var lagstur við haf- skipabryggjuna á Ísafirði um kl. 05:00, morguninn 6. október 1964. Það var logn inni á Skutulsfirðinum þennan morgun, þótt hann væri orðinn hvass úti á Djúpinu, og ljósin í bænum spegl- uðust í haffletinum inni á Pollinum. Lögreglumaður kom um borð í Prince Philip og tók við varðstöðu um borð, en við fórum yfir í Óðinn þar sem mín beið vinna í lokafrágangi skýrslunnar með félögum mínum. Að því loknu kom kærkomin hvíld fram að hádegi. Skipherra Óðins lagði kæruna fram í sakadómi Ísafjarðar upp úr hádegi þenn- an dag og gaf við það tækifæri skýrslu fyrir dómnum. Frá Reykjavík voru mætt- ir verjandi togaraskipstjórans og fulltrúi ríkissaksóknara, en þetta var í fyrsta skiptið sem ríkissaksóknari sendi fulltrúa sinn til að sækja mál gegn breskum tog- araskipstjóra. Dómur sem féll nokkrum dögum áður í hæstarétti (30. sept. 1964), vegna togaratöku fyrr á árinu, gaf tóninn um auknar kröfur um sönnunarbyrði og „protokolla“ í framkvæmd mælinga og aðfara að meintum lögbrjótum á mörk- um alþjóðlegs hafsvæðis og lögsögu strandríkja. Verjandinn krafðist strax frávísunar á eftirfarandi forsendum: Í fyrsta lagi að skipstjórinn, William Rawcliffe, átti ekki möguleika á að sjá stöðvunarmerkið frá okkur, í öðru lagi að skekkja í fjarlægð- armælingu radarsins gæti hafa verið meiri en 5% skekkjumörkin sem fram- leiðandi gaf upp, þar sem fjarlægðar- nákvæmnin hafi ekki verið athuguð fyrir hverja mælingu (fjarlægðarmælirinn var athugaður fyrr um kvöldið og reyndist réttur) og í þriðja lagi að Sperry gýró- áttavitinn hefði getað verið með meiri skekkju en sú 1.5° sem framleiðandi gaf upp sem eðlileg skekkjumörk. Einnig véfengdi verjandi að við hefðum getað séð togljós á togaranum þegar 7 sml. voru milli skipanna. Til þess að sannreyna að stöðvunarmerkið gæti hafa sést um borð í Prince Philip mældum við, frá yfirborði sjávar, annars vegar augnhæð manns með morslampa um borð í Óðni og hins vegar augnhæð skipstjórans Williams Rawcliffe um borð í togara sínum. Einnig mældum við hæð efra mastursljóss Óðins og hæðina á togljósi togarans. Hæð morslampans var 7.6 m. sem gefur hafsbrúnina í 5.9 sml. fjarlægð og augnhæð skipstjóra Prince Philip var 5.3 m. sem gefur hafsbrún hans í 4.8 sml fjarlægð. Því átti skipstjóri Prince Philip fræðilega að geta séð stöðvunarmerkið í 10.7 sml., en við höfðum byrjað að gefa stöðvunarmerkið í 8.5 sml. fjarlægð frá togaranum. Einnig kom í ljós að hæð togljóssins á togaran- um var 14 m. sem gefur hafsbrúnarfjar- lægð 7.9 sml og augnhæð okkar í Óðni 7.6 m. með hafsbrúnarfjarlægð 5.9 sml. þannig að togljósið gátum við fræðilega séð í 13.9 sml., en samkvæmt skýrslunni sáum við það þegar 7 sml. voru í togar- Guðjón Petersen Mummi týnist og tækin innsigluð Við landganginn. Sigmar háseti og Andrés Jónsson yfirvélstjóri. Myndin er tekin 1964. Mynd: Helgi Hall- varðsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.