Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 21
Sjómannablaðið Víkingur – 21 Öll vitum við að Rómverjar beindu þumli upp ef þeir vildu að fallinn skylmingaþræll fengi að lifa en væri þuml- inum vísað niður blasti dauðinn við gladitornum. Þessi sannfæring okkar er þó röng. Juvenal, seinasta háðsádeilu- skáld Rómverja sem eitthvað kvað að (dáinn í kringum 127 e. Kr.), segir á einum stað: „Drepið hvern þann sem lýðurinn gefur „þumalinn upp“ („verso pollice“).“ („Third Satire“, lína 37). Áhorfendur mátu frammistöðu skylmingaþrælsins. Ef hann hafði staðið sig vel og fallið þeim í geð beindu þeir þumlinum niður sem þýddi „niður með sverðin.“ Þannig lét lýðurinn í ljós velþóknun sína og lýsti því yfir að þrælnum skildi gefið annað tækifæri til að vinna sig í álit. Þessu höfum við öllu snúið við og lýsum yfir van- þóknun okkar með því að vísa þumli niður og trúum að Rómverjar hafi gert slíkt hið sama. Orsök þessa misskilnings virðist liggja í slakri latínu- kunnáttu franska listmálaranum Léon Gérôme sem 1872 málaði „Pollice Verso“ þar sem dauðadómur er táknaður með niður vísandi þumalfingri. Listmálarinn stóð augljós- lega í þeirri trú að „verso“ (að snúa, eða vísa) þýddi „snúa eða vísa niður.“ Segið svo að listin geti ekki haft áhrif á söguna. Þumallinn upp og dauðinn blasti við Pollice Versio, málað 1872, en sem hangir nú á vegg í Phoenix Art Muse- um í Arizona. Þessu viljum við trúa - en vitum betur Guðjón Petersen Mummi týnist og tækin innsigluð

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.