Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 25
Aðgerðir í fullum gangi við björgun skipsins. Þeir fjölmörgu Íslendingar sem störfuðu við NAMFI sjómannaskólann í Walvis Bay ættu að kannast við byggingarnar í bakgrunninum. Hilmar Snorrason GÖMLU SKIPIN Það hafa margir haft samband vegna fyrri greina um gömlu skipin okkar og enn berast myndir frá lesendum sem hafa rekist á gömlu skipin okkar í fjarlægum höfnum. Brynjólfur Garðarsson skipstjóri í Namibíu sendi mér ljósmyndir, sem hann tók af björgun togarans Hólma- tinds sem sökk í höfninni í Walvis Bay í fyrrasumar. Það tók rúma tvo mánuði að ná skipinu upp en það var síðan rifið þegar það komst á flot á ný. Í fyrri greinum sagði ég frá gömlum íslenskum skipum sem ég hafði rekist á í Suður Afríku en mér varð það á að sleppa einu skipi sem ég vissi ekki fyrr en nýlega að hefði í eina tíð klofið Ís- landsmið. Skipið hafði tekið miklum breytingum sem ætti að vera næg af- sökun fyrir mig að þekkja það ekki eins og skot. Hólmatindur rís upp af hafsbotni. Sjómannablaðið Víkingur – 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.