Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Síða 30
Stundum hef ég skrifað um vín og veiði. Þá má líklega lesa á milli línanna að mér fi nnist þetta tvennt ekki fara vel saman og jafnvel örlar stundum á einhverjum prédikunartóni. Þeir sem þekkja mig vita þó að ég hef ekki efni á því að setja mig á háan hest hvað þetta varðar þótt mér fi nnist yfi rleitt blóðugt að verða vitni að því þegar veiðiferðir renna út í sandinn vegna áfengisneyslu. Og eins og gjarnan áður þá fékk ég mér vínglas með einum af mínum ágætu veiðifélögum um daginn og hann fór að segja sögur. Ein af þeim hófst með þess- um orðum: „Eins og þú veist, Ragnar minn, þá er ég veikur fyrir víni...“ Síðan hlýddi ég á furðulega frásögn sem ég get ekki stillt mig um að hafa eftir nánast orðrétt. Saga félaga míns var á þessa leið: Eins og þú veist, Ragnar minn þá er ég veikur fyrir víni. Það verð ég að viður- kenna. Samt er fluguveiði mitt aðal og þess vegna ætla ég að segja þér dálitla sögu um það hvernig ég gat látið útlend- ingi í urriðaveiði líða eins og hann hefði himin höndum tekið á meðan ég geisp- aði hér um bil golunni sjálfur. Ég var fyrir norðan við ána mína, ansi brattur með æðruleysisbænina á vörum, og hafði ekki bragðað deigan dropa í hálfan mánuð eða svo. Ána þekki ég eins og lófann á mér. Ég hef veitt hana frá upptökum til sjávar, staðið á bökkum hennar á hverju sumri í meira en 30 ár og á vorin finnst mér stundum gaman að veiða í henni nær útfallinu. Ég var sem sagt skrælþurr niðri við ósinn þegar konan sem ræður ríkum á efsta svæðinu, 50 km í burtu, hringdi og sagðist þurfa á mér að halda. Það væri kominn blaðamaður frá Svíþjóð sem ætl- aði að skrifa grein um ána og þessi fír yrði að fá fisk. Hún hafði frétt af mér dólandi þarna niður frá í skrælnandi vorþynnku og vildi fá mig upp eftir til þess að koma í veg fyrir að blaðagrein þess sænska yrði hvorki fugl né fiskur. Ég fékk mér kóksopa og sagði síðan „já“. Svíinn var viðkunnanlegur, það vant- aði ekki. Honum fannst allt „jutte bra“ og honum leist augljóslega strax vel á gædinn sinn þegar við hittumst í veiði- húsinu um kvöldið. Eftir kvöldmatinn kom hann með heljarstóra vískíflösku út á hlað og bað mig að skála við sig. Minn- ugur þess að ég hafði verið ráðinn til að gera manninum allt til geðs og Íslands- förina sem eftirminnilegasta sagði ég bara „já takk“ og þáði staup. Mig rámar í að fljótlega hafi Svíinn boðið góða nótt og það næsta sem ég man var að um morguninn horfði ég á hann í gegnum tóma vískíflösku og hann spurði hvort við ættum ekki að fara út að veiða. Ég svaraði bara „jutte bra“ og hóf mig ein- hvern veginn upp úr sófanum í setu- stofunni, feginn að þurfa ekki að hafa fyrir því að klæða mig í fötin. Innst inni vonaði ég að við ættum „the home pool“, gætum bara staðið þar og kastað smá þar til ég kæmist heim í rúm að lúlla. Viskíið hafði ekki farið vel í mig, vægt til orða tekið – ég var ónýtur. En auðvitað hafði umsjónarkona veið- anna ætlað manninum besta svæðið í ánni til að fá almennilega blaðagrein og þess vegna sendi hún okkur niður í hólma. Þar er 6 km gangur frá efsta veiðistað niður í þann neðsta, eintómur þúfnakargi. Undir brúnni sem liggur út í hólmann kom ég auga á urriðaskratta sem þáði næstum því úr mér æluna. Skjögrandi studdi ég lófunum á brúarhandriðið sem gaf eftir í báðar áttir og sagði stoltur við útlendinginn að líklega væri þetta með betri stöðum árinnar, hann skyldi fara varlega og kasta þurrflugu. En eins og þú veist, Ragnar minn, þá hefur auðvitað aldrei sést fiskur þarna, hvorki fyrr né síðar, nema þá þennan umrædda dag – sem sagt urriðinn sem virtist girnast úr mér gubbuna. Nú studdi ég mig upp við brúarhand- riðið, skóf af mér svitann, reyndi að Ragnar Hólm Ragnarsson Og þá fór landið aftur að rísa Höfundur greinarinnar, bláedrú, með fallega sjóbleikju úr Fjörðum fyrr í sumar. 30 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.