Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 32
32 – Sjómannablaðið Víkingur
Allt getur gerst
Þær eru stöðugt fleiri hætturnar sem sjómenn þurfa að varast
um borð í skipum sínum. Nýlega kom upp alvarlegt atvik um
borð í Suður Kóreanska skipinu Brightstar þar sem það var á
siglingu í indverskri landhelgi. Eitthvað vakti athygli indversku
strandgæslunnar sem fór um borð í skipið og fann þar 16 með-
vitundarlausa skipverja auk fjögurra látinna. Í ljós kom að
áhöfnin hafði borðað skemmt kjöt og fiskmeti sem olli þessari
alvarlegri matareitrun um borð. Rannsakendur atviksins hafa
bent á að mikilvægt sé í öryggisstjórnun skipa að horft sé til
allra þátta og þá ekki síst til meðferðar matvæla en talið er að
hrámeti hafi komist í snertingu við tilbúinn mat.
Áhyggjur
Samtök evrópskra dráttarbátaeigenda hafa vakið athygli á
vaxandi hættu sem steðjar að störfum dráttarbátasjómanna í
tengslum við nýjar tegundir skipa. Mega gámaskipum, eins og
skip yfir 10.000 TEU’s eru, fjölgaði umtalsvert á góðæristím-
anum og koma því að góðum notum nú þegar kreppan er í
hámarki og færri skip þarf til flutninga. Hvert er þá vandamál
dráttarskipamanna? Jú eftir því sem skipin hafa stækkað, hafa
aðalvélarnar stækkað að sama skapi. Nú er svo komið að
gámaskip af þessari stærð eru komin með hraða upp á 11 hnúta
þegar þau eru á hægustu ferð (dead slow). Sá hraði er sannar-
lega of mikill fyrir dráttarbáta og ógna þar með öryggi áhafna
þeirra.
Loksins
Það er fátt sem Barack Obama forseti lætur sig ekki varða.
Nýlega tók hann ákvörðun um að loka LORAN C kerfinu. Já
þetta er rétt lesið hjá ykkur því Kanarnir hafa ávallt verið
þekktir fyrir nýjungar ólíkt Bretum sem alltaf hafa haldið í
gamlar hefðir. Rökin fyrir því að loka Loran C voru þau að þess
væri ekki lengur þörf þar sem GPS hefði tekið við af því. Sparn-
aður af lokun kerfisins eru um 35 milljónir dollara á ársgrund-
velli. Að sjálfsögðu mætti þessi ákvörðun Obama andstöðu, til
dæmis lagasérfræðinga sem töldu að þörf væri á öðru kerfi til
að tryggja öryggi ef GPS kerfið yrði óstarfhæft. Hafa þeir bent á
að ekki hafi farið fram eðlileg endurnýjun á þeim tunglum sem
þegar eru á lofti eins og fyrirhugað var á sínum tíma. Ég minn-
ist þess tíma þegar tilkynnt var um aflögn Loran kerfisins hér á
landi þar sem Bandaríkjamenn ætluðu ekki að kosta meira til
þess. GPS kerfið yrði arftaki þess. Margir skipstjórnarmenn
töldu þetta vera með öllu óásættanlegt og að ríkið yrðið að taka
yfir reksturinn og halda þessari mikilvægu staðsetningakeðju
áfram gangandi. Sem betur fer fór það nú á þann veg að loft-
netið fyrir Loran-keðjuna á Gufuskálum komst í eigu ríkisins
og var ákveðið að nota það til langbylgjusendinga RÚV í stað
Loran sendinga. Hvað ætli margir skipstjórnarmenn væru til í
að skipta yfir í Loran á ný væri fróðlegt að vita.
Óeðlileg sigling
Það var ósköp venjuleg næturvakt, 22. mars s.l., hjá þeim í
vaktstöð siglinga í Öresund í Danmörku allt fram undir vakta-
skiptin um morguninn. Þá veittu menn því athygli að gáma-
skipið Karin Schepers, sem aðeins er tveggja ára gamalt, hafði
ekki tilkynnt sig á tilteknum stað né var það á réttri leið. Þetta
var um hálf átta en síðan um hálftíma síðar breytti skipið um
stefnu en ekki í samræmi við áætlaða siglingu skipsins. Eftir 50
mínútur hafði ekkert gerst í stefnubreytingum og þrátt fyrir köll
vaktstöðvarinnar kom ekkert svar frá skipinu. Þá var gripið til
þess ráðs að kalla út þyrlu til að fara að skipinu sem og að lóðs-
báturinn Jupiter kom að því. Enn var reynt að ná athygli áhafn-
arinnar með því að sigla hafnsögubátnum í kringum skipið,
flautandi og kallandi, auk þess sem þyrla sveimaði yfir því.
Klukkan hálftíu kom þyrluáhöfninni auga á skipverja í brúnni
en með honum var ekkert lífsmark sjáanlegt. Eftir að sjóherinn
gaf hafnsögumanninum, sjö mínútum síðar, leyfi til að fara um
borð í skipið var það strandað. Á leið sinni upp í brú varð hafn-
sögumaðurinn var við nokkra skipverja sem voru að kíkja út
um dyr á klefum sínum en þegar hann kom í brúna var
yfirstýrimaðurinn sofandi fyrir framan ratsjána og siglingatölv-
una. Reyndar var kortið á tölvunni ekki af því svæði sem skipið
var að sigla um og ákvað hafnsögumaðurinn að stöðva aðalvél
skipsins áður en hann vekti stýrimanninn. Bað hann stýrimann-
inn um að gangsetja viðvörunarkerfi skipsins en hann neitaði
að gera það og því gangsetti lóðsinn kerfið. Ekki bólaði á skip-
verjum þrátt fyrir það og því hélt lóðsinn niður í íbúð skip-
stjóra en mætti honum á leiðinni. Í ljós kom að skipstjórinn
átti að taka við vaktinni í brúnni klukkan átta en hafði ekki
verið ræstur. Að sjálfsögðu var tekið áfengispróf af yfirstýri-
manninum og skipstjóranum en sá fyrrnefndi mældist með 1,19
promill en skipstjórinn 1,67. Við yfirheyrslur kom einnig fram
að ekki var hægt að leggja fram skýrslur um vinnu- og hvíld-
artíma skipverja eins og krafa er um. Það vakti einnig undrun
Dananna að engir skipverjar reyndu að láta skipstjórnarmann
eða skipstjóra vita af öllum þeim tilraunum sem gerðar voru til
að vekja athygli á því að eitthvað væri að.
Utan úr heimi
Hilmar Snorrason skipstjóri
Vaxandi lágmarkshraði risagámaskipa veldur dráttarskipaeigendum áhyggjum.
Karin Schepers á strandstað þrátt fyrir margar tilraunir til að afstýra því.