Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Side 35
Við ræddum það oft á árunum okkar í Verkmenntaskólanum á Akureyri, við Sigurður Ólafs Jónsson, að þegar við fengjum eftirlaun, fl yttum við til Afríku. Við ætluðum til Egyptalands, kaupa okkur þar gamla felúkku með stagbættu segli, sigla á Níl daginn lang- an. Hlutverkum yrði snúið við, nú yrði hann kafteinninn, sæi um navígasjónina og undir kvöld legðumst við við stjóra og ég eldaði þríréttaðan kvöldverð, djúpsteiktar engisprettur í forrétt, Níl- arkarfa, steiktan, soðinn, bakaðan, salt- an eða siginn í aðalrétt og úlfalda- ábrystir í eftirmat, meðan sígandi kveldsólin í vestri slægi gullnum bjarma á píramídana og hlýtt rökkrið og öldur Nílar vögguðu okkur í svefn hinna áhyggjulausu. Þetta hefur því miður ekki gengið eftir, annir banna slíkt og nú er Sigurðar að smíða bát og kannski verðum við að láta okkur öldur Eyjafjarðar nægja. Í bili. Þess í stað lesum við nú í lífsbókinni hans Sig- urðar um stund. Faðirinn Jón Sigurðsson var fæddur 29. októ- ber 1883 í Vatnskoti í Rípurhreppi í Skagafirði, en alinn upp á Hellulandi í sömu sveit og við þann bæ kenndur. Sig- urður, faðir hans, var bóndi og hugvits- maður og stundaði sjóinn meðfram bú- skapnum. Jón fór ungur til róðra með föður sínum og Jóni Ósmann, ferju- manni, en hugur hans snerist til fram- fara. Þá var að renna upp vélaöld á Ís- landi, fyrsta mótorvélin var sett í bát árið 1902 vestur á Ísafirði. Nýir tímar voru í augsýn, aldalangt strit við árar og segl skyldu brátt heyra sögunni til, vélarnar voru framtíðin. Skagfirðingurinn ungi fór utan til náms, var árin 1902-1905 hjá Deutz-verksmiðjunum í Köln í Þýska- landi og lauk þaðan námi. Hann dvaldi þar ytra við frekara nám og störf til árs- ins 1907. Þá um sumarið hafði óðals- bóndinn á Grund í Eyjafirði, Magnús Sigurðsson, keypt notaða bifreið þar ytra og kom Jón heim með hana þá um haustið, setti hana saman og varð bifreiðarstjóri Magnúsar, fyrsti bifreiðar- stjórinn á Norðurlandi. Ekki þætti þessi farkostur eftirsóknarverður í dag, vó tæp 4 tonn og var með 8-9 hestafla vél og náði allt að 20 km hraða þegar best lét. Jón flutti til Hríseyjar árið 1908 og átti þar heima alla tíð eftir það. Þar setti hann á fót vélaverkstæði, stund- aði viðgerðir og fór enn- fremur víða og setti vélar í báta. Hann gerði út báta og var oft sjálf- ur formaður og vélstjóri. Hann var líka kennari. Með tilkomu bátavélarinnar varð nefnilega til ný stétt manna, mótor- istarnir, sem voru tíðum í samfestingum með rauðan klút um hálsinn og tvistvisk í rassvasanum og báru með sér nýja og áður óþekkta lykt, smurolíulyktina. Þá þurfti að mennta til starfa. Fiskifélag Ís- lands efndi til mótoristanámskeiða víða um land, hið fyrsta var haldið í Reykja- vík árið 1915, á Akureyri árið síðar. Jón Sigurðsson veitti 9 slíkum námskeiðum forstöðu á árunum 1926-1939, á Húsa- vík, á Siglufirði og á Akureyri. Þá var Bernharð Haraldsson „Það var svona ramlandi“ - Lesið í lífsbók Sigurðar Ólafs Jónssonar, vélfræðings, framhaldsskólakennara og báta- og skútuhönnuðar frá Hrísey Í vélarrúmi Investigator. „Þetta eru strákarnir mínir,“ segir Sigurður. Hann kenndi þeim handbrögðin og þeir áttu eftir að standa sig vel þegar hann var horfi nn á braut. Jón Sigurðsson frá Hellulandi. Skip Sameinuðu þjóðanna, Investigator. Sjómannablaðið Víkingur – 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.