Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Síða 37
leiddi stöðin 4000 kW og var síðar stækkuð um 3500 kW. Þetta varð starfs- vettvangur Sigurðar til vorsins 1970. Skömmu eftir komuna til Akureyrar reistu þau hjónin sér hús að Suðurbyggð 17, sem hefur verið heimili þeirra æ síðan, í meira en fjóra áratugi. Eplið og eikin Það er oft sagt, að eplið falli ekki langt frá eikinni. Jón á Hellulandi menntaði nær 200 mótorista, menn, sem áttu síðar eftir að eflast að reynslu og þekkingu eftir því sem tækninni fleygði fram. Sigurður, sonur hans, fylgdi í fótspor hans, því á Akureyri, hóf hann stundakennslu við Vélskóladeildina á Akureyri, sem var arftaki mótoristanám- skeiðanna og Björn Kristinsson, vélstjóri, stýrði af miklum dugnaði og framsýni. Björn hafði kennt Sigurði á sínum tíma og með þeim tókst einlæg vinátta og kallar Sigurður Björn gjarnan fóstra sinn. Þá tók við annar kafli í lífi þeirra hjóna, Sigurðar og Sigurveigar. Nú lá leiðin út í heim til vélstjórnar og kennslu. Heiman hann fór Vorið 1970 hætti Sigurður störfum við Varaaflsstöðina og um haustið réði hann sig til Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna, FAO. Hann var sendur til Mauritius og gerðist yfirvél- stjóri á nýsmíðuðu hafrannsóknaskipi þeirra, RVF INVESTIGATOR og átti auk þess að þjálfa þarlenda í vélstjórn. Fjöl- skyldan fór með honum. Mauritiusmenn höfðu mikinn áhuga á að efla fiskveiðar sínar og ekki síst að leita veiðarfæra, sem gætu aukið aflann. Mikill hluti veiðanna var eins konar „doríu“ fiskirí, sem voru mannfrekar, en gáfu lítið í aðra hönd. Því höfðu þeir sjálfir smíðað skip og nú átti að reyna ný veiðarfæri, s.s. troll. Ekki var árangur í samræmi við fyrir- höfnina, m.a. vegna erfiðra botnskilyrða, en grunnsævið norður af eyjunni, en þar var sandbotn, var þakið kórallastrýtum og voru veiðarfærin ansi oft í henglum. Þarna var hann til vorsins 1972, en þá voru strákarnir hans orðir fullþjálfaðir og tóku við. Hann frétti af þeim síðar og þeim farnaðist vel. Frá Mauritius lá leiðin um haustið til meginlands Afríku, til Uganda, þar sem hann starfaði við Viktoríuvatn. Rétt eftir að Sigurður kom þangað fór Guðjón Illugason, skipstjóri, sem einnig var á vegum FAO, síðustu ferð sína á „Ibis“ 30-40 tonna togbáti, sem hann kjaftfyllti Hvíthákarl tekinn um borð. Takið eftir tveimur getnaðarlimum þessa mikla dýrs. Eitt sinn fengum við 50 hákarla á einn öngul, segir Sigurður kíminn. Fyrst hljóp einn á og var gleyptur af tígrishákarli en innan úr honum komu 48 kríli, sprelllifandi. Port Louis, höfuðborg Mauritius. RÚMDÝNAN Í SKRÚFUHRINGNUM Það var ekki bara í Afríku og Asíu sem eftirminnilegir atburðir gerðust. Eitt sinn er Sigurður var í Róm, tók hann þátt í að flytja rannsóknaskip, sem lá í ár- mynni Tíberfljótsins, í slipp, líklega 35 mílum norðar. Hættulaus sigling að sumarlagi og í góðu veðri. Þegar komið var rétt út fyrir hafnarmynnið fór vélina að hita sig svo að úr henni rauk. Rómverjarnir vissu ekki hvað til bragðs skyldi taka, héldu að kviknað væri í henni og vildu slökkva eldinn með duftslökkvitækjum. Sigurður fór niður og sá, að vélin var undir yfirálagi og sló af og lét skipstjórann vita, að hann yrði að stöðva vélina alveg. Akkeri var varpað og vélin látin kólna. Þá var ekki um neitt annað að gera en ræsa hana aftur og reyna að komast aftur inn í höfnina, sem gekk illa því skipið lét afskaplega illa að stjórn vegna þess að skrúfan verkaði ekki sem skyldi. Kafari var sendur niður og viti menn: skrúfuhringurinn var kjaftfullur af drasli og bar þar gorma- dýnu, líklega tvíbreiða, hæst. Sjómannablaðið Víkingur – 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.