Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Síða 38
af smáfiski rétt uppi í landsteinum. Þegar
hann lagði að þyrptist skari kvenna og
barna með tágakörfur um borð, þetta var
„löndunargengi“ staðarins. Fiskurinn var
svo hertur í sólinni og bætt í maísgraut-
inn, sem var mikilvæg fæða innfæddra.
Sigurður vann við viðhald á „Íbis“ og
þeir reyndu að fá stjórnina til að leyfa
þeim að fara yfir flóann, til Kenya, en
yfirvöld lögðu blátt bann við því, sem
best sást, er Idi Amin lét setja vélbyssu-
hreiður við bryggjuendann með miði á
dekkið ´„Ibis“, þar sem þeir voru að
vinna. Dvölin var bara þrír mánuðir, en
þá var ógnarstjórn Idi Amin orðin slík,
að ekki var vært þar lengur og hann kom
heim fyrir jólin 1972.
Þá tók aftur við kennsla við Iðnskól-
ann og námskeiðahald fyrir vélvirkja-
nema.
Enn var haldið utan
Í ársbyrjun 1974 greip útþráin Sigurð
á nýjan leik og hann sendi FAO skeyti
og falaðist eftir vinnu. Hann var ráðinn
og fór í mars til Malawi í sunnanverðri
Afríku og var þar næstu tvö árin. Fjöl-
skyldan hafði aðsetur í smábæ rétt norð-
an við borgina Mangoche í suðurhluta
landsins. Þar kenndi hann vélfræðigrein-
ar í skóla, sem hafði það hlutverk að
mennta leiðbeinendur í sjávarútvegi, og
veitti vélaverkstæði staðarins forstöðu og
einnig hjálpað hann til við bátasmíðar.
Þar voru engar byssur uppi. Þessi útivist
varði til haustsins 1976, en þá var haldið
til Akureyrar á nýjan leik. Þó var ekki
alveg kyrrð yfir Sigurði, því hann fór
tvær stuttar ferðir um haustið, aðra til
Gambíu í V-Afríku, hina til Indónesíu,
en þangað hafði hann ekki komið fyrr.
Erindið þangað var að veita ráðgjöf í
sjávarútvegi. Um veturinn vann hann
sem vélstjóri í frystihúsi ÚA, en enn
Jón Sveinbjörn Vigfússon um Sigurð
Sigurði Ólafs Jónssyni kynntist ég fyrst, þegar ég hóf nám við vélstjórnardeild Iðn-
skólans á Akureyri haustið 1983. Var hann þá nýkominn frá störfum við kennslu í
Indónesíu, með sérkennilegt tungutak, svo við nemendurnir urðum að tileinka okkur
þá mállýsku, sem hann notaði; það var blanda af engilsaxnesku og öðrum óskiljanleg-
um tungum. Siggi var og hefur alltaf verið mjög áhugasamur um það sem hann tekur
sér fyrir hendur og gerir það rúmlega 100%, en það sama átti einnig við um kennsl-
una. Hann gerði miklar kröfur til nemendanna, sem ekki var öllum að skapi, en hann
taldi, að með því væri hann að undirbúa „strákana sína“ undir alvöru lífsins þar sem
enginn slóðaskapur liðist. Gott dæmi um það var, að hann sendi menn umsvifalaust
heim, ef þeir ekki höfðu lært lexíurnar sínar heima og spurði jafnframt hvort menn
vildu ekki „fara í bakaríið“, en með því átti hann við, að ef menn hefðu ekki áhuga á
þessu námi, skyldu þeir leita sér að einhverju öðru léttara. Einnig taldi hann að mesta
ósvinna væri að þýða námsbækur yfir á íslensku þar sem alltaf færi eitthvað úr sam-
hengi við þýðingar og væru menn að malda í móinn var hann fljótur til svars og spurði
hvenær menn hefðu séð „manúalinn“ með vélinni á íslensku. Siggi hefur alltaf verið
talinn nýjungagjarn og nýtt sér allar þær nýjustu upplýsingar, sem hann hefur komist
yfir við kennsluna. Hafi nemandi spurt hann einhvers, sem hann vissi ekki, mátti bóka
það, að svarið kom daginn eftir og vissi maður þá í hvað kvöldið hafði farið í hjá hon-
um.
Jón Sveinbjörn Vigfússon er vélfræðingur frá Verkmenntaskólanum
á Akureyri og 1. vélstjóri á Kleifabergi ÓF 2.
Fjölskyldan í Malavívatni. Að baki þeim er skúta sem Jón, sonur Sigurðar, smíðaði.
38 – Sjómannablaðið Víkingur