Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Side 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Side 40
síns, hann hélt námskeið fyrir innfædda, að vísu var bara um tíu daga námskeið að ræða, rétt til að kenna grunntökin, svo mótoristarnir yrðu ekki alveg eins ósjálfbjarga, gætu t.d. gert við einföld- ustu bilanir fyrir fiskimennina í strand- héruðunum. Vélaumboðin lánuðu hon- um nýjar vélar og með þær fór hann á milli eyja. Námið var fólgið í að gang- setja vél, taka hana í sundur og setja saman aftur, mæla stimpilhringi og stimpla, slífar, slípa ventla, prófa spíssa, bera saman við handbókina, setja saman og setja aftur í gang. Kennarinn Sumarið 1983 kom Sigurður heim með fjölskylduna, alkominn. Þá tók við næsti þáttur í lífsbók hans, kennsla á Akureyri, sem hann stundaði allt til vorsins 2003, fyrst í Iðnskólanum, en er Verkmenntaskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1984, var starfsemi Iðn- skólans flutt til hans og þar var starfs- vettvangur Sigurðar eftir það. Kennslugreinar hans tengdust allar vélstjórn og véltækni: kælitækni, vél- fræði, rafmagnsfræði og teikningar. Á þessum árum urðu stórstígar framfarir í kennsluháttum á tæknisviði, en ann- markar voru einnig nokkrir. Erfitt var oft að fá gott kennsluefni og þurfti að leita til nágrannaþjóðanna. Eitt árið vildi Sig- urður leysa kennsluefnisvanda í kæli- tækni með því að innleiða danskt náms- efni, bókina Køleteknikeren, sem Danir höfðu þýtt úr þýsku. Hann batt miklar vonir við þessa bók, enda var hún í tveim bindum og rándýr. Við kennsluna komu í ljós villur og óskiljanlegt orðalag. Lesnar voru um 200 bls. í bókinni og reyndist að meðaltali ein villa á hverri blaðsíðu, annað hvort dæmi, reiknivillur eða uppsetning. Sigurður sendi útgef- anda athugasemdir, sem þakkaði fyrir sig, sendi honum nýtt eintak og bað hann endilega að fara gaumgæfilega yfir það og leiðrétta og svo gæti hann fengið bækur framvegis á hálfvirði. Sigurður las alla bókina í þaula, sendi dönskum athugasemdir, afþakkaði bókina frekar, en sagði, að hann áskildi sér rétt til að nota úr bókinni framvegis það, sem nýtanlegt væri og það án allra afskipta þeirra. Danir samþykktu það með þögn- inni. Vélskóladeild hafði verið stofnuð á Akureyri á sjötta áratugnum undir stjórn Björns Kristinssonar. Hún tengdist síðar Iðnskólanum og var svo flutt í Verk- menntaskólann. Áratugum saman, allt frá tímum mótoristanámskeiðanna, hafði verkleg kennsla farið fram í litlu húsi við Laufásgötu og var bæði hús og vélakost- ur löngu úrelt svo ekki sé meira sagt. Annar áfangi Verkmenntaskólans var nýtt og fullkomið hús fyrir vélstjórnina. Þá var annar vandinn leystur. Hinn var vélakosturinn. Nemana átti mennta til framtíðarstarfa og því varð að huga að einhverju nýju. Hans Karl Tómasson, vélstjóri og kennari, fékk pata af véla- rúmshermi, gerðum í Danmörku. Slík Gunnlaugur Björnsson um Sigurð Á árunum í kringum 1970 var ég nemandi í Vélskóla Íslands, Akureyrar- deild. Vélskólinn hafði tekið til starfa á Akureyri haustið 1966 og því var enn nokkur byrjandabragur á starfseminni bæði hvað varðaði kennslubúnað, sem og starfsþjálfun kennara. Áður en skóla lauk fyrir jólin, að mig minnir, sagði skólastjórinn, Björn Kristinsson, okkur, að eftir áramótin kæmi nýr kennari til starfa við véltæknigreinar, hann starfaði erlendis, en væri að koma heim til Íslands í nokkurra mánaða frí og hann hefði getað platað hann til að taka að sér smá kennslu. Björn sagði manninn vera sprengmenntaðan í fræðunum, en við skyldum ekki vera með neitt vesen við hann, það fengjum við bara í haus- inn. Nafn hans væri Sigurður Ólafs Jónsson. Mér er enn í fersku minni fyrsta kennslustundin hjá Sigurði. Við nemendurnir vorum langt frá því nokkrir englar, en ég er viss um að það hefði mátt heyra saumnál detta allan tímann, og ég held að okkur hafi fundist maðurinn líkari goði en manni. Það var allt, framkoma, framsetning, klæðnaður, pípan, og að ekki sé talað um útlitið, en hann var stór og fjallmyndarlegur, okkur fannst hann hafa gjörsamlega allt til brunns að bera og hann átti eftir að reynast okkur mjög vel, enda frábær kennari. Mörgum, mörgum árum seinna urðum við Sigurður svo samkennarar til fjölda ára, hann var sagður afar strangur kennari en mjög klár, sumir nem- endur voru jafnvel hálf smeykir við hann. Hvað okkar samskipti varðar voru þau alla tíð mjög góð og aldrei bar skugga á, og hann var alltaf boðinn og búinn til aðstoðar ef á þurfti að halda. Glæsileik sínum og reisn hélt hann al- lan sinn kennaraferil, þó svo að pípan væri farin. Við höldum enn sambandi félagarnir og mér þykir enn jafn vænt um Sigurð Ólafs Jónsson eins og þegar ég kynntist honum fyrst. Gunnlaugur Björnsson er vélstjóri og meistari í vélsmíði. Hann hefur stýrt málmiðnabraut Verkmenntaskólans á Akureyri frá upphafi. Hjónin Sigurveig Sigurðardóttir og Sigurður með börn sín. Sitjandi eru bræðurnir Jón (til vinstri) og Kristján en á milli þeirra stendur Anna María. Myndin er tekin 1980. 40 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.