Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Qupperneq 42
Við höfum í undanförnum Víkingum velt fyrir okkur ljósmynd af togara á Akureyrarpolli. Hver hann gæti ver- ið? Nú hefur Birgir Þórisson höggvið á hnútinn – hafi hann kæra þökk fyrir. Birgir skrifar: Blessaður Jón. Loksins get ég sagt þér hvaða skip þetta er. Hinir fróðustu menn um þetta efni hafa grandskoðað myndina, og rætt hana í þaula á vefnum. Sjá; http://www.shipsnostalgia.com/gallery/ showphoto.php/photo/186803 Athyglin beindist fljótlega að að 10 mjög svipuðum skipum, sem smíðuð voru í skipasmíðastöð Cook, Welton, & Gemmel, í þorpinu Beverley í Yorkshire í Bretlandi, (inn í landi, skammt frá Hull), 1946-1947. Þessi skip voru eins og númeri minni útgáfa af nýsköpunar- togurunum íslensku, 520 til 560 tonn brúttó, 10 fetum styttri, (166.7 milli lóðlína) og fetinu mjórri. En hvert þeirra? Það vafðist fyrir mönnum. Þessu skipi hafði verið breytt um 1960, afturmastur fjarlægt og sett í staðinn loftnetsmastur aftan á stýrishús. Í stað tveggja björgunarbáta með gálgum, er kominn einn bátur og krani, og báta- þilfarið stytt um eitt styttubil. Helstu vísbendingarnar um hvert skipanna er að ræða, er að fá af litum á skipinu, og þar strandaði málið. Það passaði ekki alveg við neitt þeirra. Litirnir féllu best að tveim togur- um stórútgerðarfyrirtækisins Boston Deep Sea Fisheriers Ltd, St.Peter H102, og St.Crispin H86. Smíðaðir 1946 fyrir belgískt dóttur- fyrirtæki Boston, NV Motorvisserij Ost- end, og hétu þá Breughel O299, og Rubens O297. Haustið 1955 voru þeir fluttir undir annað dótturfyrirtæki Boston Deep Sea, St.Andrew´s Steam Fishing Co. Ltd, í Hull, og gefin dýrl- inganöfnin St. Peter og St. Crispin. St. Crispin hafði það af að stranda við Kúðafljót 15. mars 1956, en náðist út, og fékk viðgerð. Bæði skipin voru seld í brotajárn 1965. Tveir vankantar voru hinsvegar á: Ekki var þekkt hvort þeim hefði verið breytt í þessa veru. Hins veg- ar var vitað að brúarvængjunum hafði verið breytt. Enda reyndist þetta ekki vera ann- ar þeirra. Glöggir menn komu með mynd af togaranum Peter Cheyney H195. Því skipi hafði áður verið hafnað, þar sem það hafði þrílitan skorstein, (svartur toppur, blá rönd, og restin grá), en óþekkti togarinn á Akureyri virtist hafa tvílitan skorstein. Eins munar því að Peter Cheyney er enn með gálga beggja vegna, en óþekkti togarinn aðeins öðru megin. Þrátt fyrir þennan mun er svo margt sameiginlegt að það virðist óyggjandi að um sama skip er að ræða. Peter Cheyney var smíðaður 1946/ 47 fyrir Færeying, Chr. Holm Jacobsen í Þórshöfn, og hét fyrst Nólsoyjar Páll (danskt Ö í Nólsoyar). Færeysk togara- útgerð lenti í miklum erfiðleikum þegar eftirstríðsgóðærinulauk, og í nóvember 1951 var togarinn seldur til gamalgróins bresks togarútgerðarfyrirtækis, F & T Ross, í Hull. Það fyrirtæki var á fallandi fæti, eins og flestar smærri togaraút- gerðir í Bretlandi, og var þetta síðasta skipið sem það eignaðist. Það var skírt upp, og nefnt Faraday H195. Allir tog- arar fyrirtækisins hétu eftir vísinda- mönnum í fremstu röð. 1954 var fyrir- tækið yfirtekið af Boston D.S.F.Ltd, en var látið vera til, að nafninu til, þangað til Faraday var seldur 1959 til Newing- ton Steam Trawling Co. Ltd. í Hull. Það var eina litla togaraútgerðarfyrirtækið sem gekk vel eftir seinna stríð, þegar togarútgerðin færðist smám saman á æ færri hendur. Það hve stærð er afstætt fyrirbæri er að þetta „litla“ fyrirtæki gerði yfirleitt út 6 togara. Skip þess hétu eftir vinsælum rithöfundum, og muna kannski einhverjir Íslendingar eftir stórtækum landhelgisbrjótum eins og Hammond Innes, og C.S. Forester. Aldrei hef ég heyrt rithöfundarins Peter Chey- ney getið, ekki frekar en Max Pember- ton, en togari með því nafni komst í eigu Íslendinga 1928, eftir að hafa strandað norður á Melrakkasléttu. Max Pember- ton fórst með allri áhöfn í seinna stríði. Peter Cheyney H195 fór í brotajárn 1967, og var þá fátt eitt eftir af þessum systurskipum. Togarinn á Pollinum... Myndin sem kveikti rannsóknina. Minjasafnið á Akureyri Peter Cheyney H195. Þessa mynd fann Birgir á vefnum, sett þar inn af stórfróðum breskum heiðursmanni, Steve Farrow að nafni, sem hefur þann starfa að mála skip á striga. Farrow hefur góðfúslega veitt Víkingn- um leyfi til að birta myndina. 42 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.