Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.2009, Page 44
44 – Sjómannablaðið Víkingur
Ótrúlegt. Við erum stödd í bílaröð. Ég sé ekki fyrir endann
á henni. Reyndar hvorki að baki né framundan. Þetta er
þó ekki eins í Kaliforníuríki að vori þar sem ökumönnum er
tamt að grípa til byssunnar þegar þeir komast hvorki aftur-
ábak né áfram. Ég hef reyndar aldrei skilið hvernig það greið-
ir fyrir umferð að skjóta næsta ökumann í hausinn en látum
það liggja á milli hluta. Mín röð er ekki vestan hafsins og hún
mjakast jafnt og þétt áfram án þess að stoppa nokkru sinni og
ég velti fyrir mér: Hvernig getur Dalvík rúmað allan þennan
bílafl ota? Svo ekki sé nú minnst á allt fólkið en ég fæ ekki
betur séð en að í hverjum bíl sitji svo sem ein íslensk meðal-
fjölskylda.
En Dalvík gleypir flotann eins og ekkert sé. Bílarnir hverfa
og ég veit ekki enn þann dag í dag hvernig Dalvíkingar fóru að
því að koma þeim fyrir.
Ég er sem sagt kominn til Dalvíkur, þó ekki á Fiskideginum
mikla, heldur í súpu kvöldið fyrir sjálfan Fiskidaginn.
Ég geng um kaupstaðinn og trúi ekki mínum eigin augum.
Langar raðir eru við húsin – þetta eru 50 súpuhús, fullyrðir
Júlli, forsprakki ævintýrisins, og um 140 til 160 fjölskyldur sem
standa að þessu á einn eða annan hátt.
Borga, hvað ertu að tala um maður, hér er allt frítt! - er mér
svarað þegar talið berst meira óvart en af vilja að krónum og
aurum.
Alltaf bætast við nýir í raðirnar. Ég þigg súpuskál og þvílíkt
sælgæti. Dalvíkingar kunna sko að gera fiskisúpu og þeir hafa
æfinguna. Bara þetta eina kvöld sjóða þeir 6000 lítra af súpu, já
6000 lítra. Fyrirtæki gefa til matargerðarinnar 1 tonn af fiski og
500 lítra af rjóma.
– Og það mætti alveg segja mér að heimilin legðu svipað á
móti svo ekki sé nú minnst á allt grænmetið, súpukraft og
annað sem hver og einn lumar í súpuna sína til að gera hana
enn betri en hjá nágrannanum, segir Júlli og brosir breitt (sem
hann gerir reyndar mikið af – og svo knúsar hann á báða bóga).
Svo þarf 35.000 bolla, 35.000 skeiðar og 45.000 servíettur til
að allrar snyrtimennsku sé gætt.
Ég fylgi röðinni inn í annan garð og þann þriðja. Sums stað-
ar er boðið upp á kaffi, á einum stað er bæði hákarl og harð-
fiskur og brosmild (sem er ekki sérkenni á nokkrum manni
þetta kvöld) jómfrú býður mér osta.
Á örlæti Dalvíkinga sér engin takmörk, hugsa ég og háma í
mig hákarl, harðfisk og osta. Á milli væti ég kverkar með svo
ljúffengri fiskisúpu að snöggvast flögrar að mér að fara aldrei
aftur frá Dalvík.
Svo þakkar maður fyrir sig með því að skrifa í gestabókina
og má ekki minna vera. Þegar kvöldið er gert upp kemur í ljós
að 34.000 manns hafa skráð sig í gestabækur súpuhúsanna.
Þannig líður kvöldið. Allir eru í góðu skapi og tónlistin
dunar.
FISKIDAGURINN M I K L I
- eða öllu heldur kvöldið á undan...
Ánægjan skein af hverju andliti. Grétari
Þór Einarssyni, prófessor við Háskólann
á Akureyri, er sannarlega skemmt.
Bílaröðin var óslitin.